Lífið

Allt búið hjá Austin og Kaiu

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kaia Gerber og Austin Butler þegar allt lék í lyndi.
Kaia Gerber og Austin Butler þegar allt lék í lyndi. Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images

Fyrrum stjörnuparið Kaia Gerber, ofurfyrirsæta, og Austin Butler, Hollywood leikari, hafa ákveðið að fara í sundur eftir þriggja ára samband. Því lauk fyrir áramót en Kaia fagnaði nýju ári í Cabo, Mexíkó með vinum, í fjarveru Austin.

Kaia Gerber er 23 ára gömul en hún er sömuleiðis dóttir einnar stærstu fyrirsætu í heimi Cindy Crawford og þykja mæðgurnar ansi líkar. Austin Butler, sem er 33 ára, hefur vakið hvað mesta athygli fyrir hlutverk sitt sem Elvis í samnefndri mynd. 

Kaia og Austin ástfangin á Hrekkjavöku 2023. Þau fóru sem listamaðurinn Andy Warhol og listagyðjan hans Edie Sedgwick.Michael Kovac/Getty Images for Casamigos

Það eru tíu ár á milli þeirra og kynntust þau þegar Kaia var tvítug. Undanfarin ár hafa þau verið áberandi og deilt kossum á glæsilegum viðburðum á borð við Met Gala og kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Ástin blómstraði í Cannes.Stephane Cardinale - Corbis/Corbis via Getty Images





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.