Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2025 08:31 Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenskum stjórnvöldum kleift að nota losunarheimildir stóriðju eins og álveranna til þess að standast skuldbindingar sínar um samdrátt í losun frá vegasamgöngum og annarri samfélagslosun. Vísir/Vilhelm Loftslagsráðherra hefur ákveðið að halda áfram að nýta heimild sem Ísland hefur til þess að nota losunarheimildir stóriðjunnar til þess að mæta skuldbindingum ríkisins gagnvart Parísarsamkomulaginu. Ekki er útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar fyrir fyrra tímabil samningsins. Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð um samfélagslosun gefur Íslandi heimild til þess að nota losunarheimildir úr svonefndu ETS-kerfi stóriðjunnar og fluggeirans til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun. Ákveða þarf á nokkurra ára fresti hvort að ríki vilji taka árlega frá frá losunarheimildir úr ETS-kerfinu til þess að nýta fyrir tiltekin tímabil. Samfélagslosun er losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, efnaiðnaði og úrgangi. Áður var talað um losun á beina ábyrgð Íslands. Frestur til þess að taka frá ETS-heimildir fyrir seinna tímabil Parísarsamkomulagsins 2026-2030 rann út nú um áramótin. Ákvað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að nýta sveigjanleikann, að því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Hægt er að taka frá ETS-losunarheimildir sem nemur að hámarki fjórum prósentum af samfélagslosun lands árið 2005. Alls eru 620 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem Ísland getur ráðstafað. Jóhann Páll er sagður hafa byggt ákvörðun sína á tillögu stýrihóps sem hefur það hlutverk að veita honum ráð um nýtingu sveigjanleikaákvæða og möguleg kaup eða sölu á heimildum fyrir hvert á skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins. Ekki útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar á yfirstandandi tímabili Seinna tímabil Parísarsamkomulagsins verður gert upp. Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenska ríkinu þannig kleift að nýta losunarheimildir stóriðjunnar til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samfélagslosun fyrir árin 2026 til 2030. Ákvörðunin nú er bindandi fyrir árin 2026 og 2027. Eftir tvö ár geta íslensk stjórnvöld endurskoðað ákvörðun sína fyrir árin 2028 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að nýta ETS-sveigjanleikann fyrir fyrra Parísartímabili 2021 til 2025. Uppgjör þess tímabils fer fram árið 2027. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að til þess komi að Ísland þurfi að nýta ETS-heimildirnar sem voru teknar frá fyrir tímabili 2021-2025. Þrátt fyrir að samfélagslosun ársins 2023 hafi líklega farið umfram úthlutanir Íslands var nægur afgangur af úthlutununum árin 2021 og 2022 til þess að mæta framúrkeyslunni. Hægt verður að nota ónýttar heimildir frá fyrra tímabilinu á því seinna. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt vilja íslenskra stjórnvalda til þess að nýta sveigjanleikann undanfarin ár. Hafa þeir meðal annars haldið því fram að hann skapaði hættu á því að ríkið drægi úr metnaði sínum í að draga úr losun. Íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir milljónir tonna koltvísýringsígilda af Slóvakíu til þess að Ísland stæðist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, árið 2023. Kostnaðurinn við kaupin nam 350 milljónum króna en Ísland fór um 3,4 milljónir tonna fram yfir heimildir sínar á öðru tímabili bókunarinnar. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23 Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Ísland er í samfloti með Evrópusambandinu og Noregi um losunarmarkmið sín gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sveigjanleikaákvæði í evrópskri reglugerð um samfélagslosun gefur Íslandi heimild til þess að nota losunarheimildir úr svonefndu ETS-kerfi stóriðjunnar og fluggeirans til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samdrátt í samfélagslosun. Ákveða þarf á nokkurra ára fresti hvort að ríki vilji taka árlega frá frá losunarheimildir úr ETS-kerfinu til þess að nýta fyrir tiltekin tímabil. Samfélagslosun er losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, efnaiðnaði og úrgangi. Áður var talað um losun á beina ábyrgð Íslands. Frestur til þess að taka frá ETS-heimildir fyrir seinna tímabil Parísarsamkomulagsins 2026-2030 rann út nú um áramótin. Ákvað Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að nýta sveigjanleikann, að því er kemur fram í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Hægt er að taka frá ETS-losunarheimildir sem nemur að hámarki fjórum prósentum af samfélagslosun lands árið 2005. Alls eru 620 þúsund tonn koltvísýringsígilda sem Ísland getur ráðstafað. Jóhann Páll er sagður hafa byggt ákvörðun sína á tillögu stýrihóps sem hefur það hlutverk að veita honum ráð um nýtingu sveigjanleikaákvæða og möguleg kaup eða sölu á heimildum fyrir hvert á skuldbindingartímabils Parísarsamkomulagsins. Ekki útlit fyrir að nýta þurfi heimildirnar á yfirstandandi tímabili Seinna tímabil Parísarsamkomulagsins verður gert upp. Ákvörðun ráðherra nú gerir íslenska ríkinu þannig kleift að nýta losunarheimildir stóriðjunnar til þess að gera upp skuldbindingar sínar um samfélagslosun fyrir árin 2026 til 2030. Ákvörðunin nú er bindandi fyrir árin 2026 og 2027. Eftir tvö ár geta íslensk stjórnvöld endurskoðað ákvörðun sína fyrir árin 2028 til 2030. Íslensk stjórnvöld ákváðu árið 2019 að nýta ETS-sveigjanleikann fyrir fyrra Parísartímabili 2021 til 2025. Uppgjör þess tímabils fer fram árið 2027. Eins og sakir standa er ekki útlit fyrir að til þess komi að Ísland þurfi að nýta ETS-heimildirnar sem voru teknar frá fyrir tímabili 2021-2025. Þrátt fyrir að samfélagslosun ársins 2023 hafi líklega farið umfram úthlutanir Íslands var nægur afgangur af úthlutununum árin 2021 og 2022 til þess að mæta framúrkeyslunni. Hægt verður að nota ónýttar heimildir frá fyrra tímabilinu á því seinna. Umhverfissinnar hafa gagnrýnt vilja íslenskra stjórnvalda til þess að nýta sveigjanleikann undanfarin ár. Hafa þeir meðal annars haldið því fram að hann skapaði hættu á því að ríkið drægi úr metnaði sínum í að draga úr losun. Íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa losunarheimildir fyrir milljónir tonna koltvísýringsígilda af Slóvakíu til þess að Ísland stæðist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni, forvera Parísarsamkomulagsins, árið 2023. Kostnaðurinn við kaupin nam 350 milljónum króna en Ísland fór um 3,4 milljónir tonna fram yfir heimildir sínar á öðru tímabili bókunarinnar.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Tengdar fréttir Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23 Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. 15. ágúst 2023 08:23
Ríkið geti mætt losunarskuldbindingum með því að nýta heimildir vegna stóriðju Heimild til þess að ríkið geti notað óseldar losunarheimildir vegna stóriðju upp í sínar eigin loftslagsskuldbindingar var bætt inn í fjárlagafrumvarpið fyrir þriðju og síðustu umræðu þess. Ungir umhverfissinnar segja heimildina skapa hættu á að ríkið dragi úr metnaði loftslagsaðgerða sinna. 15. desember 2022 18:35