Messi skrópaði í Hvíta húsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2025 07:31 Lionel Messi hafði ekki tíma fyrir Joe Biden Bandaríkjaforseta. Getty/Federico Peretti Argentínski knattspyrnumaðurinn Lionel Messi var gagnrýndur fyrir að láta ekki sjá sig þegar Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseti, ætlaði að sæma hann bandarísku forsetaorðunni. Orðan sem ber nafnið „Presidential Medal of Freedom“ er mesta viðurkenningin sem almennur borgari getur öðlast í Bandaríkjunum. Messi fékk hana í ár ásamt körfuboltagoðsögninni Earvin „Magic“ Johnson og tónlistarmanninum Bono úr U2. Annika Sörenstam, Michael Jordan og Tiger Woods hafa öll fengið þessa orðu í gegnum tíðina. Messi hefur ekki verið lengi í Bandaríkjunum en hann gekk til liðs við Inter Miami sumarið 2023. Hann fær orðuna engu að síður fyrir það sem hann hefur gert fyrir bandaríska fótboltann. Athöfnin fór fram í Hvíta húsinu en Messi skrópaði á hana. Bono og Magic voru aftur á móti báðir mættir. Argentínumaðurinn lét þó vita af því áður að hann kæmist ekki til Washington DC. Aftonbladet segir frá. Það var vissulega umdeilanlegt að sæma Messi þessari orðu eftir svo stuttan tíma í landinu en skróp hans ýtti síðan undir frekari gagnrýni. Alexi Lalas, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, var mjög ósáttur við Messi. „Já það var fáránlegt að láta Messi fá þessa orðu en ef þú ætlar að taka við henni þá verður þú að finna leið til að koma þér til Washington DC,“ skrifaði Lalas á samfélagasmiðilinn X. Messi hefur skorað 34 mörk í 39 leikjum fyrir Inter Miami. Liðið varð deildarmeistari og setti stigamet en datt síðan út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður MLS deildarinnar. Yes. It was ridiculous and strange to award it to Messi. But if you're going to accept the honor, then find a way to be in DC. https://t.co/tJRxUDoTOy— Alexi Lalas (@AlexiLalas) January 5, 2025 Bandaríski fótboltinn Joe Biden Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Orðan sem ber nafnið „Presidential Medal of Freedom“ er mesta viðurkenningin sem almennur borgari getur öðlast í Bandaríkjunum. Messi fékk hana í ár ásamt körfuboltagoðsögninni Earvin „Magic“ Johnson og tónlistarmanninum Bono úr U2. Annika Sörenstam, Michael Jordan og Tiger Woods hafa öll fengið þessa orðu í gegnum tíðina. Messi hefur ekki verið lengi í Bandaríkjunum en hann gekk til liðs við Inter Miami sumarið 2023. Hann fær orðuna engu að síður fyrir það sem hann hefur gert fyrir bandaríska fótboltann. Athöfnin fór fram í Hvíta húsinu en Messi skrópaði á hana. Bono og Magic voru aftur á móti báðir mættir. Argentínumaðurinn lét þó vita af því áður að hann kæmist ekki til Washington DC. Aftonbladet segir frá. Það var vissulega umdeilanlegt að sæma Messi þessari orðu eftir svo stuttan tíma í landinu en skróp hans ýtti síðan undir frekari gagnrýni. Alexi Lalas, fyrrum landsliðsmaður Bandaríkjanna, var mjög ósáttur við Messi. „Já það var fáránlegt að láta Messi fá þessa orðu en ef þú ætlar að taka við henni þá verður þú að finna leið til að koma þér til Washington DC,“ skrifaði Lalas á samfélagasmiðilinn X. Messi hefur skorað 34 mörk í 39 leikjum fyrir Inter Miami. Liðið varð deildarmeistari og setti stigamet en datt síðan út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hann var kosinn mikilvægasti leikmaður MLS deildarinnar. Yes. It was ridiculous and strange to award it to Messi. But if you're going to accept the honor, then find a way to be in DC. https://t.co/tJRxUDoTOy— Alexi Lalas (@AlexiLalas) January 5, 2025
Bandaríski fótboltinn Joe Biden Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira