Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 12:02 Eva var stórglæsileg á brúðkaupsdaginn. Eva Bryngeirsdóttir jógakennari og eiginkona Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, segir að þau Kári muni nýta hverja einustu stund sem þau fái saman. Frá þessu greinir hún í hjartnæmri færslu á samfélagsmiðlum. Eva og Kári gengu í hnapphelduna þann 22. nóvember síðastliðinn í Garðakirkju í Garðabæ þar sem Sr. Sigurvin Lárus Jónsson gaf þau saman í návist nánasta fólks brúðhjónanna. Eva klæddist fallegum hvítum síðkjól með blúndu og hvítu tjulli. Kári var í bláum jakkafötum og hvítri skyrtu með slaufu. Í færslunni segir Eva að henni hafi ekki grunað að hún myndi giftast besta vini sínum einn daginn. „Mig grunaði ekki heldur að hann hefði mætt allt of snemma í þennan heim! Eða hvort ég mætti of seint. Ég læri kannski einhvern tímann betur á tímann,“ skrifaði Eva á Instagram og vísaði til þess að Kári er fæddur árið 1949 en Eva 1987. Parið er því af ólíkum kynslóðum en ástin hefur aldrei spurt um slíkt. Þá birti Eva fallega mynd frá stóra deginum ásamt sonum hennar við altarið. Synir hennar klæddust ljósgráum jakkafötum, hvítri skyrtu og voru einkar flottir með slaufu í stíl við Kára. Ástin virðist blómstra hjá parinu en fyrstu fréttir af ástarfundum þeirra voru fluttar í sumar. Eva sagði við tilefnið á Instagram að lífið væri betra með Kára þegar hún birti mynd af þeim frá spænsku borginni Barcelona. Í september voru svo fluttar fréttir af því að Eva hefði flutt lögheimili sitt til Kára þar sem hann býr í Fagraþingi í Kópavogi. Þar búa þau að rosalegu útsýni yfir Elliðarvatn úr húsi Kára sem ætíð hefur vakið mikla athygli vegna einstaks útlits þess. Húsið vann sem dæmi til fyrstu verðlauna í flokki stórra einbýlishúsa árið 2014 á árlegri verðlaunahátíð bandaríska tímaritsins Interior Design. Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Eva og Kári gengu í hnapphelduna þann 22. nóvember síðastliðinn í Garðakirkju í Garðabæ þar sem Sr. Sigurvin Lárus Jónsson gaf þau saman í návist nánasta fólks brúðhjónanna. Eva klæddist fallegum hvítum síðkjól með blúndu og hvítu tjulli. Kári var í bláum jakkafötum og hvítri skyrtu með slaufu. Í færslunni segir Eva að henni hafi ekki grunað að hún myndi giftast besta vini sínum einn daginn. „Mig grunaði ekki heldur að hann hefði mætt allt of snemma í þennan heim! Eða hvort ég mætti of seint. Ég læri kannski einhvern tímann betur á tímann,“ skrifaði Eva á Instagram og vísaði til þess að Kári er fæddur árið 1949 en Eva 1987. Parið er því af ólíkum kynslóðum en ástin hefur aldrei spurt um slíkt. Þá birti Eva fallega mynd frá stóra deginum ásamt sonum hennar við altarið. Synir hennar klæddust ljósgráum jakkafötum, hvítri skyrtu og voru einkar flottir með slaufu í stíl við Kára. Ástin virðist blómstra hjá parinu en fyrstu fréttir af ástarfundum þeirra voru fluttar í sumar. Eva sagði við tilefnið á Instagram að lífið væri betra með Kára þegar hún birti mynd af þeim frá spænsku borginni Barcelona. Í september voru svo fluttar fréttir af því að Eva hefði flutt lögheimili sitt til Kára þar sem hann býr í Fagraþingi í Kópavogi. Þar búa þau að rosalegu útsýni yfir Elliðarvatn úr húsi Kára sem ætíð hefur vakið mikla athygli vegna einstaks útlits þess. Húsið vann sem dæmi til fyrstu verðlauna í flokki stórra einbýlishúsa árið 2014 á árlegri verðlaunahátíð bandaríska tímaritsins Interior Design.
Ástin og lífið Tímamót Brúðkaup Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira