Lífið

Haf­dís leitar að hús­næði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Hafdís Björg leitar sér að húsnæði.
Hafdís Björg leitar sér að húsnæði.

Einkaþjálfarinn og samfélagsmiðlastjarnan Hafdís Björg Kristjánsdóttir leitar nú að nýju húsnæði fyrir sig og strákana sína. Hún og Kristján Einar Sigurbjörnsson betur þekktur sem Kleini eru hætt saman.

Smartland greindi fyrst frá en á Facebook segist Hafdís helst vilja finna eign í póstnúmeri 102, 105 og 108. Hún sé þó til í að skoða allt en hún miðar við að flytja inn mánaðarmótin mars, apríl.

Hafdís flutti í haust inn í einbýli við Löngumýri í Garðabæ með Kleina. Eftir tæplega tveggja ára samband eru þau nú hætt saman en Hafdís greindi frá því á Instagram að henni hefði borist yfir tvö hundruð spurningar sama málið á skömmum tíma.

Þá hafði áður verið fluttar fréttar af því að þau Kleini væru hætt að fylgja hvort öðru á samfélagsmiðlum. Auk þess eru þau búin að fjarlæga allar myndir af hvor öðru á Instagram.

Fyrir sambandsslitin voru þau eitt umræddasta par landsins. Voru gjafir og húðflúr þeirra meðal þess sem birtust fréttir af svo athygli vakti.


Tengdar fréttir

Porsche í Nauthólsvík sem fær fólk til að klóra sér í kollinum

Líklegt er að einhverjir kærastar og eiginmenn sem eiga eftir að finna jólagjöf fyrir sína heittelskuðu hafi fengið fyrir hjartað í gær þegar Kristján Einar Sigurbjörnsson sneri aftur á samfélagsmiðla og gaf unnustu sinni Hafdísi Björk Kristjánsdóttur Porsche.

Ætlar ekki að láta fjarlægja nafn Kleina

Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Kleini, segja sögusagnir um meint sambandsslit þeirra stórlega ýktar. Sögusagnirnar fóru á kreik eftir að Hafdís óskaði eftir færum húðflúrara á Facebook til að breyta húðflúri. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.