Smartland greindi fyrst frá en á Facebook segist Hafdís helst vilja finna eign í póstnúmeri 102, 105 og 108. Hún sé þó til í að skoða allt en hún miðar við að flytja inn mánaðarmótin mars, apríl.
Hafdís flutti í haust inn í einbýli við Löngumýri í Garðabæ með Kleina. Eftir tæplega tveggja ára samband eru þau nú hætt saman en Hafdís greindi frá því á Instagram að henni hefði borist yfir tvö hundruð spurningar sama málið á skömmum tíma.
Þá hafði áður verið fluttar fréttar af því að þau Kleini væru hætt að fylgja hvort öðru á samfélagsmiðlum. Auk þess eru þau búin að fjarlæga allar myndir af hvor öðru á Instagram.
Fyrir sambandsslitin voru þau eitt umræddasta par landsins. Voru gjafir og húðflúr þeirra meðal þess sem birtust fréttir af svo athygli vakti.