Enski boltinn

„Við stýrðum leiknum ekki nægi­lega vel“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arteta var ekki sáttur með dómara leiksins.
Arteta var ekki sáttur með dómara leiksins. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT

Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, var heldur ósáttur með leik sinna manna í 1-1 jafntefli liðsins við Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu á laugardag.

„Auðvitað við vildum við vinna leikinn. Þetta er erfiður staður heim að sækja og þeir eru virkilega gott lið. Við byrjuðum vel, skoruðum fallegt mark og vorum með stjórn á leiknum.“

„Í síðari hálfleik vorum við ekki með nægilega góð tök á leiknum, við stýrðum leiknum ekki nægilega vel til að skapa þessi augnablik til að ógna marki þeirra. Varnarlega vorum við ekki í vandræðum nema þegar þeir sóttu hratt í gegnum Yankubah Minteh.“

„Þegar maður spilar á þriggja daga fresti eða minna getur maður ekki viðhaldið sama gæðastimpli í frammistöðum og baráttuanda. Okkur skorti það í síðari hálfleik.“

„Þetta snerist ekki um þreytu, þetta snerist um litlu hlutina sem maður verður að gera þegar maður hefur boltann til að geta skapað færi og stýrt leiknum á réttum svæðum.“

„Hún var skrítin. Það þýðir að við höfum ekki séð svona dóm áður, ég hef það allavega ekki á mínum ferli. Þetta var alveg nýtt fyrir mér,“ sagði Arteta að endingu um vítaspyrnudóminn sem gaf Brighton færi á að jafna metin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×