„Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. janúar 2025 09:44 Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Vísir/Arnar „Við verðum að vona að þessi þróun haldi ekki áfram á þessu ári. Á síðasta ári sáum við slíkan fjölda vopnaðra átaka að annað eins hefur ekki verið síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Þessi fjöldi barna sem er að verða fyrir áhrifum þessara átaka nálgast hálfan milljarð þetta er eitt barn af hverjum sex í heiminum.“ Þetta segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við fréttastofu en sífellt fleiri börn á Gaza þjást af alvarlegri vannæringu og íbúi á svæðinu segir alla reiða sig á hjálparstarf sem er af skornum skammti. Hægt er að sjá innlegg fréttastofu um ástandið á svæðinu og samtal við Birnu í spilaranum hér að neðan. Nær ómögulegt að kaupa mat Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nær allir á svæðinu af næringarskorti og að minnsta kosti fimmtungur barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu. Íbúar segja nær ómögulegt að kaupa mat vegna verðlags. Unicef á alþjóðavísu sendi frá sér fréttatilkynningu um áramótin og sagði að síðasta ár væri með þeim verstu, ef ekki það versta í sögunni, fyrir börn á átakasvæðum. Birna ítrekar að ástandið í heiminum megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Mikilvægt sé að þrýsta á um vopnahlé og stuðla að friði. Megi ekki líta undan „Það hefur því miður alltaf verið þannig að þegar það eru stríð eða vopnuð átök þá borga börn hæsta gjaldið, með lífi og limum og missa allt sem heitir öryggi og daglegt líf. Annað sem við erum að benda á sem við viljum ekki sjá sem nýja normið er að svæði sem eiga að vera örugg, skólar og sjúkrastofnanir sem eiga vera örugg samkvæmt alþjóðalögum eru núna skotmörk ítrekað.“ Spurð hvað einstaklingar og stjórnvöld geti gert til að hafa áhrif á stöðuna á Gaza og í Úkraínu segir Birna: „Fyrsta lagi að líta ekki undan heldur að horfast í augu við þessar staðreyndir og svo beita okkur á þann hátt sem við getum. Við getum öll látið fé af hendi rakna til neyðar- og mannúðarstarfs, það er mikil þörf fyrir það í heiminum í dag. Það er það minnsta sem við getum gert. Stjórnvöld eiga að beita sínum þrýstingi til að þrýsta á um frið og tafarlausan aðgang að mannúðaraðstoð.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Þetta segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, í samtali við fréttastofu en sífellt fleiri börn á Gaza þjást af alvarlegri vannæringu og íbúi á svæðinu segir alla reiða sig á hjálparstarf sem er af skornum skammti. Hægt er að sjá innlegg fréttastofu um ástandið á svæðinu og samtal við Birnu í spilaranum hér að neðan. Nær ómögulegt að kaupa mat Samkvæmt flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna þjást nær allir á svæðinu af næringarskorti og að minnsta kosti fimmtungur barna undir fimm ára aldri þjáist af alvarlegri vannæringu. Íbúar segja nær ómögulegt að kaupa mat vegna verðlags. Unicef á alþjóðavísu sendi frá sér fréttatilkynningu um áramótin og sagði að síðasta ár væri með þeim verstu, ef ekki það versta í sögunni, fyrir börn á átakasvæðum. Birna ítrekar að ástandið í heiminum megi ekki og geti ekki haldið svona áfram. Mikilvægt sé að þrýsta á um vopnahlé og stuðla að friði. Megi ekki líta undan „Það hefur því miður alltaf verið þannig að þegar það eru stríð eða vopnuð átök þá borga börn hæsta gjaldið, með lífi og limum og missa allt sem heitir öryggi og daglegt líf. Annað sem við erum að benda á sem við viljum ekki sjá sem nýja normið er að svæði sem eiga að vera örugg, skólar og sjúkrastofnanir sem eiga vera örugg samkvæmt alþjóðalögum eru núna skotmörk ítrekað.“ Spurð hvað einstaklingar og stjórnvöld geti gert til að hafa áhrif á stöðuna á Gaza og í Úkraínu segir Birna: „Fyrsta lagi að líta ekki undan heldur að horfast í augu við þessar staðreyndir og svo beita okkur á þann hátt sem við getum. Við getum öll látið fé af hendi rakna til neyðar- og mannúðarstarfs, það er mikil þörf fyrir það í heiminum í dag. Það er það minnsta sem við getum gert. Stjórnvöld eiga að beita sínum þrýstingi til að þrýsta á um frið og tafarlausan aðgang að mannúðaraðstoð.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira