„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 3. janúar 2025 21:01 Vísbendingar eru um að kvika sé að safnast saman á miklu dýpi í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Vísir/Vilhelm Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. Óróapúls mældist við Grjótárvatn á Vesturlandi síðdegis í gær. Veðurstofan hefur staðið fyrir auknu eftirliti á svæðinu vegna mikillar jarðskjálftavirkni og sagt vísbendingar um að kvika sé þar að safnast saman á miklu dýpi. Óróapúlsinn mældist á skjálftamæli í Hítárdal og er sagður sá lengsti hingað til en hann varði í fjörutíu mínútur. Tugir eldgosa á svæðinu síðan jökla leysti „Það er alveg möguleiki á því,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 er hann var spurður hvort þetta gæti endað með gosi í bráð. „Þetta er náttúrulega þekkt eldgosasvæði, þetta er virkt eldgosasvæði, fjölmörg gos hafa orðið þarna síðan jökla leysti. Við erum að tala um einhverja tugi eldgosa sem hafa orðið á Snæfellsnesinu og ná þarna eiginlega alveg inn í Borgarfjörð. Þannig þetta á ekki að koma okkur á óvart þó þetta fari svona af stað.“ Allt bendi til þess að kvika sé að safnast saman á um 20 km dýpi, í neðri hluta skorpunnar á svæðinu. „Meðan virknin er svona djúpt eru kannski litlar líkur á eldgosinu, en þetta hefur verið að færast upp, skjálftar hafa orðið á 10 km dýpi. Við vitum þá frá þeim rannsóknum sem við höfum gert á þessu svæði að kvika hún virðist safnast fyrir fyrst upphaflega á svona 20 km dýpi, færir sig svo upp á sirka 10 km dýpi og síðan fer hún í gos,“ sagði Þorvaldur. Þá sé vitað að ef til goss kemur gæti það gerst tiltölulega hratt. Snæfellsnesið gjósi í þyrpingum Þorvaldur segir að miðað við gosmyndanir sem sjást á Snæfellsnesi yrði mögulegt eldgos sennilega hraungos, ekki ósvipað þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. Hætta myndi fyrst og fremst stafa af hraunrennsli, nái það niður í byggð. Sveitabæir og hagar gætu farið undir hraun, og skyldi virknin færa sig vestar gæti hún fært sig nær Stykkishólmi. Erfitt sé að segja til um það hvenær gæti gosið. „Þessi virkni hefur verið í gangi í töluverðan tíma, allavega síðan í byrjun nóvember ef ekki lengur, þannig það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang að einhverju leyti,“ sagði Þorvaldur. Þá segir hann að á Snæfellsnesi virðist gjósa í þyrpingum. Þegar eitt eldgos fari af stað fylgi önnur í kjölfarið. „En það sem við vitum ekki er hver tímalengdin er á þessu, hvað er langt á milli þessara gosa, og hvað er langt á milli þyrpinga af gosum.“ „En við vitum að það var eitt á sögulegum tíma, og það semsagt eru rúm þúsund ár síðan síðast gaus, og þá voru allavega þrjú ef ekki fjögur gos sem komu á mjög stuttum tíma,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16 Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Sjá meira
Óróapúls mældist við Grjótárvatn á Vesturlandi síðdegis í gær. Veðurstofan hefur staðið fyrir auknu eftirliti á svæðinu vegna mikillar jarðskjálftavirkni og sagt vísbendingar um að kvika sé þar að safnast saman á miklu dýpi. Óróapúlsinn mældist á skjálftamæli í Hítárdal og er sagður sá lengsti hingað til en hann varði í fjörutíu mínútur. Tugir eldgosa á svæðinu síðan jökla leysti „Það er alveg möguleiki á því,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2 er hann var spurður hvort þetta gæti endað með gosi í bráð. „Þetta er náttúrulega þekkt eldgosasvæði, þetta er virkt eldgosasvæði, fjölmörg gos hafa orðið þarna síðan jökla leysti. Við erum að tala um einhverja tugi eldgosa sem hafa orðið á Snæfellsnesinu og ná þarna eiginlega alveg inn í Borgarfjörð. Þannig þetta á ekki að koma okkur á óvart þó þetta fari svona af stað.“ Allt bendi til þess að kvika sé að safnast saman á um 20 km dýpi, í neðri hluta skorpunnar á svæðinu. „Meðan virknin er svona djúpt eru kannski litlar líkur á eldgosinu, en þetta hefur verið að færast upp, skjálftar hafa orðið á 10 km dýpi. Við vitum þá frá þeim rannsóknum sem við höfum gert á þessu svæði að kvika hún virðist safnast fyrir fyrst upphaflega á svona 20 km dýpi, færir sig svo upp á sirka 10 km dýpi og síðan fer hún í gos,“ sagði Þorvaldur. Þá sé vitað að ef til goss kemur gæti það gerst tiltölulega hratt. Snæfellsnesið gjósi í þyrpingum Þorvaldur segir að miðað við gosmyndanir sem sjást á Snæfellsnesi yrði mögulegt eldgos sennilega hraungos, ekki ósvipað þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. Hætta myndi fyrst og fremst stafa af hraunrennsli, nái það niður í byggð. Sveitabæir og hagar gætu farið undir hraun, og skyldi virknin færa sig vestar gæti hún fært sig nær Stykkishólmi. Erfitt sé að segja til um það hvenær gæti gosið. „Þessi virkni hefur verið í gangi í töluverðan tíma, allavega síðan í byrjun nóvember ef ekki lengur, þannig það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang að einhverju leyti,“ sagði Þorvaldur. Þá segir hann að á Snæfellsnesi virðist gjósa í þyrpingum. Þegar eitt eldgos fari af stað fylgi önnur í kjölfarið. „En það sem við vitum ekki er hver tímalengdin er á þessu, hvað er langt á milli þessara gosa, og hvað er langt á milli þyrpinga af gosum.“ „En við vitum að það var eitt á sögulegum tíma, og það semsagt eru rúm þúsund ár síðan síðast gaus, og þá voru allavega þrjú ef ekki fjögur gos sem komu á mjög stuttum tíma,“ sagði Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Eldgos og jarðhræringar Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16 Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Erlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Erlent „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Innlent Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Innlent Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Erlent Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Innlent Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Innlent Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Innlent Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna „Hann má alveg reyna að vera fyndinn mín vegna“ Óboðlegt að borgin haldi foreldrum í óvissu lengur Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Lélegur árangur í PISA vegna símanotkunar og einkunnaverðbólgu „Gamla Þingborg“ í Flóa verður rifin fyrir breikkun þjóðvegarins Berskjöldun oft hluti af því að sækja réttlæti þegar dómstólar bregðast Gæsluvarðhald tveggja stytt um tvær vikur Sjálfstæðisflokkur skákar Samfylkingu Umdeildu trén á bak og burt og spennandi möguleikar í stöðunni Vendingar í nýrri könnun, fjölskyldu hótað og vorboði Dularfullu blettirnir eigi sér eðlilegar skýringar Skipstjóri Höddu hafi ekki gætt að sér Jón Trausti tekur við ritstjórninni af föður sínum Var skylt að afhenda Brúneggjagögnin eftir allt saman Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Ekkert bendi til að vatnið sé óneysluhæft Hvert og eitt sveitarfélag ákveður laun sinna bæjarstjóra „Fall er fararheill“ Börn upplifi sig vanmáttug í samskiptum við réttarkerfið Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Sjá meira
Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Skjálftavirkni í Mýrafjöllum ofan Mýra í Borgarbyggð jókst margfalt þegar líða tók á árið. Virknin telst ný af nálinni en fyrir árið 2021 voru varla skráðir skjálftar á svæðinu frá upphafi mælinga árið 1991. Öflugasti jarðskjálfti ársins hérlendis var í Bárðarbungu og mældist 5,4 að stærð. 30. desember 2024 00:16
Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12
Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. 19. desember 2024 22:00