Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2025 12:01 BBC og Liverpool Echo eru meðal miðla sem hafa fjallað um árásina. Vísir Ungur stuðningsmaður Liverpool frá Blönduósi lenti í öndunarvél á sjúkrahúsi eftir að hópur manna og unglinga réðst á hann að tilefnislausu í miðborg Liverpool í fyrrinótt. Hann er útskrifaður af sjúkrahúsi og stefnir á stórleik um helgina, að sögn föður hans. Björn Ívar Jónsson, 21 árs gamall Blönduósingur, fór til Liverpool í fjölskylduferð til þess að vera viðstaddur nágrannaslag Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudag. Hann var á leið út af pöbb í miðborginni skömmu eftir miðnætti á aðfararnótt fimmtudags þegar karlmaður og hópur unglinga réðst skyndilega á hann að tilefnislausu. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús með höfuðáverka og var um tíma tengdur í öndunarvél, að sögn Jóns Arnar Stefánssonar, föður hans. „Ég var bara staddur heima á Blönduósi í fyrrakvöld og við fengum hringingu um eittleytið. Þá var hann bara meðvitundarlaus á götunni og fluttur með sjúkrabíl. Svo fer hann bara upp á spítala og tengdur við öndunarvél og var þar yfir nóttina í krítísku ástandi til að byrja með,“ segir Jón Örn við Vísi. Björn Ívar var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Fyrir utan höfuðáverkann hlaut hann smávægilega skurði. Jón Örn segir að sonur sinn sé heilsuhraustur og í góðu standi. Hann muni hins vegar ekki eftir árásinni sjálfur. Hann var kominn upp á hótel í Liverpool þegar Vísir náði sambandi við föður hans nú í morgun. Árásin átti sér stað á Hanover-stræti nærri gatnamótum Church-strætis í miðborg Liverpool. Myndin er frá öðrum stað í miðborginni.Vísir/Getty Sleginn á leið út af pöbb Árásin átti sér stað fyrir utan vínveitingahús sem Björn Ívar fór inn á með bróður sínum og kærustu hans í fyrrakvöld. „Þegar hann kemur út af vínveitingahúsi er ráðist á hliðina á honum og hann bara sleginn miðað við lýsingar hjá rannsóknarlögreglunni í Bretlandi,“ segir Jón Örn. Bjössi Jóns, eins og hann kallar sig, á góðri stundu fyrir framan veggmynd af Jürgen Klopp, fyrrverandi stjóra Liverpool.Björn Ívar Jónsson Þegar bróðir hans ætlaði út sjálfur hafi hann hringt í Björn Ívar en þá hafi kona svarað í símann. Hún var önnur tveggja eldri kvenna sem komu að Birni Ívari meðvitundarlausum í götunni og reyndu að aðstoða hann. „Hún sagði að hann lægi bara og að hún væri að reyna að aðstoða hann. Hann hljóp náttúrulega bara út, fann hann og fór með honum upp eftir,“ segir Jón Örn sem pantaði sér flugfar út um leið og hann fékk fréttirnar. Flestir unglinganna frá Manchester Jón Örn segir að lögreglan hafi verið fljót að hafa upp á árásarmönnunum með því að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum í miðborginni. Árásin hafi verið algerlega tilefnislaus. Sjö manns voru handteknir grunaðir um að ráðast á Björn Ívar, sex þeirra unglingar á aldrinum fimmtán til átján ára. Samkvæmt skriflegu svari lögreglunnar á Merseyside við fyrirspurn Vísis hefur 38 ára gömlum karlmanni verið sleppt og ungmenninn sex eru laus gegn tryggingu. Samkvæmt frétt staðarblaðsins Liverpool Echo er fullorðni karlmaðurinn frá Bootle, nágrannabæ Liverpool, en fimm unglinganna frá Manchester eða Salford sem er hluti af stærra Manchester-svæðinu. Lögreglan segir í svari til Vísis að ekkert bendi til þess að fótboltarígur hafi átt þátt í árásinni. Björn Ívar og fjölskylda fer á Anfield, heimavöll Liverpool, til að sjá heimamenn spila við erkifjendurna Manchester United á sunnudag.Vísir/EPA Læknirinn ábyrgðist að hann kæmist á leikinn Leikurinn sem Björn Ívar ætlaði á fer fram sídegis á sunnudaginn og segir Jón Örn að hann nái honum. „Læknirinn á sjúkrahúsinu sagðist tryggja það. Hann á sjálfur ársmiða á Anfield og hann ætlaði að gera allt sem hann gæti að koma honum á völlinn. Ef allt um þryti fengi hann ársmiðann hjá honum. Þannig að við tökum leikinn,“ segir Jón Örn. Stórliðin tvö sem etja kappi á sunnudaginn eiga nokkuð ólíku gengi að fagna þessa dagana. Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Mancester United er í fjórtánda sætinu, aðeins sjö stigum yfir fallsvæðinu. Enski boltinn Bretland Húnabyggð Íslendingar erlendis Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Björn Ívar Jónsson, 21 árs gamall Blönduósingur, fór til Liverpool í fjölskylduferð til þess að vera viðstaddur nágrannaslag Liverpool og Manchester United á Anfield á sunnudag. Hann var á leið út af pöbb í miðborginni skömmu eftir miðnætti á aðfararnótt fimmtudags þegar karlmaður og hópur unglinga réðst skyndilega á hann að tilefnislausu. Hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús með höfuðáverka og var um tíma tengdur í öndunarvél, að sögn Jóns Arnar Stefánssonar, föður hans. „Ég var bara staddur heima á Blönduósi í fyrrakvöld og við fengum hringingu um eittleytið. Þá var hann bara meðvitundarlaus á götunni og fluttur með sjúkrabíl. Svo fer hann bara upp á spítala og tengdur við öndunarvél og var þar yfir nóttina í krítísku ástandi til að byrja með,“ segir Jón Örn við Vísi. Björn Ívar var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Fyrir utan höfuðáverkann hlaut hann smávægilega skurði. Jón Örn segir að sonur sinn sé heilsuhraustur og í góðu standi. Hann muni hins vegar ekki eftir árásinni sjálfur. Hann var kominn upp á hótel í Liverpool þegar Vísir náði sambandi við föður hans nú í morgun. Árásin átti sér stað á Hanover-stræti nærri gatnamótum Church-strætis í miðborg Liverpool. Myndin er frá öðrum stað í miðborginni.Vísir/Getty Sleginn á leið út af pöbb Árásin átti sér stað fyrir utan vínveitingahús sem Björn Ívar fór inn á með bróður sínum og kærustu hans í fyrrakvöld. „Þegar hann kemur út af vínveitingahúsi er ráðist á hliðina á honum og hann bara sleginn miðað við lýsingar hjá rannsóknarlögreglunni í Bretlandi,“ segir Jón Örn. Bjössi Jóns, eins og hann kallar sig, á góðri stundu fyrir framan veggmynd af Jürgen Klopp, fyrrverandi stjóra Liverpool.Björn Ívar Jónsson Þegar bróðir hans ætlaði út sjálfur hafi hann hringt í Björn Ívar en þá hafi kona svarað í símann. Hún var önnur tveggja eldri kvenna sem komu að Birni Ívari meðvitundarlausum í götunni og reyndu að aðstoða hann. „Hún sagði að hann lægi bara og að hún væri að reyna að aðstoða hann. Hann hljóp náttúrulega bara út, fann hann og fór með honum upp eftir,“ segir Jón Örn sem pantaði sér flugfar út um leið og hann fékk fréttirnar. Flestir unglinganna frá Manchester Jón Örn segir að lögreglan hafi verið fljót að hafa upp á árásarmönnunum með því að leggjast yfir upptökur úr öryggismyndavélum í miðborginni. Árásin hafi verið algerlega tilefnislaus. Sjö manns voru handteknir grunaðir um að ráðast á Björn Ívar, sex þeirra unglingar á aldrinum fimmtán til átján ára. Samkvæmt skriflegu svari lögreglunnar á Merseyside við fyrirspurn Vísis hefur 38 ára gömlum karlmanni verið sleppt og ungmenninn sex eru laus gegn tryggingu. Samkvæmt frétt staðarblaðsins Liverpool Echo er fullorðni karlmaðurinn frá Bootle, nágrannabæ Liverpool, en fimm unglinganna frá Manchester eða Salford sem er hluti af stærra Manchester-svæðinu. Lögreglan segir í svari til Vísis að ekkert bendi til þess að fótboltarígur hafi átt þátt í árásinni. Björn Ívar og fjölskylda fer á Anfield, heimavöll Liverpool, til að sjá heimamenn spila við erkifjendurna Manchester United á sunnudag.Vísir/EPA Læknirinn ábyrgðist að hann kæmist á leikinn Leikurinn sem Björn Ívar ætlaði á fer fram sídegis á sunnudaginn og segir Jón Örn að hann nái honum. „Læknirinn á sjúkrahúsinu sagðist tryggja það. Hann á sjálfur ársmiða á Anfield og hann ætlaði að gera allt sem hann gæti að koma honum á völlinn. Ef allt um þryti fengi hann ársmiðann hjá honum. Þannig að við tökum leikinn,“ segir Jón Örn. Stórliðin tvö sem etja kappi á sunnudaginn eiga nokkuð ólíku gengi að fagna þessa dagana. Liverpool trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Mancester United er í fjórtánda sætinu, aðeins sjö stigum yfir fallsvæðinu.
Enski boltinn Bretland Húnabyggð Íslendingar erlendis Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira