„Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Stefán Marteinn skrifar 2. janúar 2025 22:01 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga í Bónus deild karla í körfubolta. vísir/Diego Njarðvík tók á móti Þór Þorlákshöfn í IceMar-höllinni í kvöld þegar Bónus deild karla fór aftur af stað eftir smá jólafrí. Eftir mikla spennu í restina var það Njarðvík sem hafði sigur 106-104. „Semple var bara við það að jafna leikinn hérna á síðustu sekúndunum. Boltinn var örugglega svona 70% kominn ofan í en ég náði að senda einhverja krafta á hringinn hérna, ég var að skjóta með syni mínum í morgun. Boltinn fór upp úr og við unnum leikinn, það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög góður í kvöld hjá báðum liðum sem settu á tíðum upp hálfgerða skotsýningu. „Á kafla hérna í leiknum, sérstaklega ef mig minnir rétt í öðrum leikhluta og fyrsti helmingurinn í þriðja þá var bara skotsýning. Það skipti engu máli hvort þeir væru með hendur í andliti eða ekki þá fór þetta bara ofan í. Það eru gæða leikmenn í báðum liðum og það er mjög erfitt að eiga við þessar skor maskínur í Þórsliðinu sem gerði okkur erfitt fyrir. Þeir spila kannski ekkert flóknan sóknarleik en þeir eru ógeðslega góðir.“ Það vantaði stóra pósta í lið Njarðvíkinga en bæði Dwayne Lautier-Ogunleye og Khalil Shabazz voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og gerði það sigur Njarðvíkinga sterkari fyrir vikið. „Það er bara risastórt. Ég man eftir fyrsta heimaleikinn þá var bara talað um að við værum með tvo leikmenn, Khalil og Dwayne. Restin væri ekki merkilegur pappír margir hverjir en þeir eru búnir að sýna núna margoft og eiginlega bara aftur og aftur í vetur að við erum með hörku lið.“ „Það vantaði þá sem að eru „option A“ og „option B“ fyrir tímabilið en við finnum einhverjar lausnir. Nýji maðurinn okkar [Evans Ganapamo] gerði rosa vel á köflum í dag, spilaði einfaldar. Ég var ekki rosalega ánægður með þetta hetjuskot í lokin og við vorum heppnir að ná í sóknarfrákast. Heilt yfir þá stigu menn upp og ég er ótrúlega stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð en þeir hafa verið að gera áður.“ Veigar Páll Alexandersson fékk þá einstakt lof frá þjálfaranum sínum eftir leik en hann hefur verið frábær eftir því sem liðið hefur á mótið. „Hann er með alvöru atvinnumanns tölur og alvöru stöðugleika í einhverja fimm, sex leiki í röð sem er geggjað fyrir mig sem þjálfara.“ „Þetta er bara Njarðvíkingur í húð og hár sem er búin að vinna sér inn fyrir öllu sem hann er að fá út úr því á gólfinu. Hann er búin að leggja inn vinnuna meira en flestir aðrir og mér finnst ekkert skemmtilegra en að geta verðlaunað honum með ábyrgð og mínútum. Leyfa honum að vera aðal kallinn í Njarðvíkurliðinu. Ég er ekkert smá ánægður með hann,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga stoltur af sínum manni. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Njarðvík - Valur | Toppsætið undir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
„Semple var bara við það að jafna leikinn hérna á síðustu sekúndunum. Boltinn var örugglega svona 70% kominn ofan í en ég náði að senda einhverja krafta á hringinn hérna, ég var að skjóta með syni mínum í morgun. Boltinn fór upp úr og við unnum leikinn, það er það sem skiptir máli,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. Sóknarleikurinn var mjög góður í kvöld hjá báðum liðum sem settu á tíðum upp hálfgerða skotsýningu. „Á kafla hérna í leiknum, sérstaklega ef mig minnir rétt í öðrum leikhluta og fyrsti helmingurinn í þriðja þá var bara skotsýning. Það skipti engu máli hvort þeir væru með hendur í andliti eða ekki þá fór þetta bara ofan í. Það eru gæða leikmenn í báðum liðum og það er mjög erfitt að eiga við þessar skor maskínur í Þórsliðinu sem gerði okkur erfitt fyrir. Þeir spila kannski ekkert flóknan sóknarleik en þeir eru ógeðslega góðir.“ Það vantaði stóra pósta í lið Njarðvíkinga en bæði Dwayne Lautier-Ogunleye og Khalil Shabazz voru ekki með í kvöld vegna meiðsla og gerði það sigur Njarðvíkinga sterkari fyrir vikið. „Það er bara risastórt. Ég man eftir fyrsta heimaleikinn þá var bara talað um að við værum með tvo leikmenn, Khalil og Dwayne. Restin væri ekki merkilegur pappír margir hverjir en þeir eru búnir að sýna núna margoft og eiginlega bara aftur og aftur í vetur að við erum með hörku lið.“ „Það vantaði þá sem að eru „option A“ og „option B“ fyrir tímabilið en við finnum einhverjar lausnir. Nýji maðurinn okkar [Evans Ganapamo] gerði rosa vel á köflum í dag, spilaði einfaldar. Ég var ekki rosalega ánægður með þetta hetjuskot í lokin og við vorum heppnir að ná í sóknarfrákast. Heilt yfir þá stigu menn upp og ég er ótrúlega stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð en þeir hafa verið að gera áður.“ Veigar Páll Alexandersson fékk þá einstakt lof frá þjálfaranum sínum eftir leik en hann hefur verið frábær eftir því sem liðið hefur á mótið. „Hann er með alvöru atvinnumanns tölur og alvöru stöðugleika í einhverja fimm, sex leiki í röð sem er geggjað fyrir mig sem þjálfara.“ „Þetta er bara Njarðvíkingur í húð og hár sem er búin að vinna sér inn fyrir öllu sem hann er að fá út úr því á gólfinu. Hann er búin að leggja inn vinnuna meira en flestir aðrir og mér finnst ekkert skemmtilegra en að geta verðlaunað honum með ábyrgð og mínútum. Leyfa honum að vera aðal kallinn í Njarðvíkurliðinu. Ég er ekkert smá ánægður með hann,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga stoltur af sínum manni.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Real Madrid - Manchester City | Guardiola á Bernabéu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Club Brugge - Arsenal | Skytturnar í Belgíu Fótbolti Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri Njarðvík - Valur | Toppsætið undir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira