Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar 2. janúar 2025 20:31 Í lýðræðisþjóðfélagi er hornsteinn réttlætis m.a. málshraði. Þegar stofnanir sem hafa það hlutverk að gæta sanngirni og jafnræðis ná ekki að tryggja það er kjarni réttlætisins í hættu. Sem vinnuréttarlögmaður hef ég af eigin raun séð slæm áhrif slíkra mistaka og í dag get ég ekki annað en bent á annmarka kærunefndar jafnréttismála og ábyrgðarleysi þeirra sem hún heyrir undir. Málið sem um ræðir Dr. Aldís G. Sigurðardóttur umbjóðandi minn kærði mál til kærunefndar jafnréttismála í nóvember 2023 vegna skipunar karls í embætti ríkissáttasemjara. Lauk gagnaöflun í málinu í byrjun apríl 2024. Samkvæmt lögum ber nefndinni að skila úrlausn innan tveggja mánaða frá því að gagnaöflun lýkur. Samt, þegar við stígum inn í árið 2025, virðist engin ákvörðun vera væntanleg. Fyrirheit um að úrskurður muni liggja fyrir hafa verið gefin — og brotin — ítrekað. Í byrjun maí 2024 var okkur fyrst tilkynnt um tafir á málinu og svo komu svör um að stefnt væri að niðurstaða lægi fyrir í ágúst, síðan september, október, nóvember og loks desember. Nú erum við komin vel yfir frestinn og þögnin frá nefndinni er ærandi. Lagaskyldan Kærunefnd jafnréttismála er ekki hafin yfir lög. Lögbundinn tímarammi þegar úrskurður skal liggja fyrir eru tveir mánuðir. Þessi töf vekur alvarlegar áhyggjur af virkni kerfisins sem ætlað er að standa vörð um jafnrétti. Það grefur undan trausti almennings og neyðir einstaklinga, sem leggja á sig að reyna fá niðurstöðu í sínum málum hjá þar til bærum aðilum, að þola langvarandi óvissu og erfiðleika. Ábyrgð ráðherra Skortur á úrlausn er ekki aðeins stjórnunarlegur misbrestur; það endurspeglar lélegt eftirlit þeirra ráðherra sem hafa haft með þessi mál að gera, sem eru á stuttum tíma þrír og nú er kominn sá fjórði. Ráðherrar og þeir sem bera ábyrgð á að nefndin starfi eðlilega verða að svara fyrir þessar tafir. Ef kærunefnd jafnréttismála getur ekki staðið við lagalegar skyldur sínar, hvaða ráðstafanir hafa þá verið gerðar til að bregðast við þessu? Hvaða ráðstafanir eru gerðar til að koma í veg fyrir slíkar tafir í framtíðinni? Almenningur á skilið gagnsæi og það er á ábyrgð ráðherra jafnréttismála að veita það. Mannlegur kostnaður vegna tafa Á bak við hvert mál er einstaklingur sem hugsanlega hefur orðið fyrir broti á réttindum sínum. Mál skjólstæðings míns snýst ekki bara um lagalegar reglur; hún snýst um þá reisn, virðingu og jafnrétti sem hver einstaklingur á rétt á. Seinkun á réttlæti veldur tilfinningalegri vanlíðan og rýrnun á trausti á stofnunum sem eiga að tryggja réttlæti og vernda borgarana. Ákall til aðgerða Tími afsakana er liðinn. Fyrir hönd míns skjólstæðings krefst ég þess að kærunefnd jafnréttismála úrskurði þegar í stað í málinu. Auk þess hvet ég ráðherra og eftirlitsstofnanir eins og umboðsmann Alþingis til að fara ítarlega yfir ferli nefndarinnar og tryggja að hún fylgi þeim tímamörkum sem lögin mæla fyrir um. Réttlæti sem er frestað er réttlæti sem er hafnað. Það er kominn tími til að valdhafar bregðist við af festu, virði skuldbindingar sínar og endurheimti trú á kerfin sem eru hönnuð til að halda uppi jafnrétti. Allt minna er svik við þær meginreglur sem við sem þjóðfélag segjumst standa fyrir. Réttlætið má ekki vera í gíslingu vegna óhagkvæmni í stjórnsýslu eða skorts á ábyrgð. Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Í lýðræðisþjóðfélagi er hornsteinn réttlætis m.a. málshraði. Þegar stofnanir sem hafa það hlutverk að gæta sanngirni og jafnræðis ná ekki að tryggja það er kjarni réttlætisins í hættu. Sem vinnuréttarlögmaður hef ég af eigin raun séð slæm áhrif slíkra mistaka og í dag get ég ekki annað en bent á annmarka kærunefndar jafnréttismála og ábyrgðarleysi þeirra sem hún heyrir undir. Málið sem um ræðir Dr. Aldís G. Sigurðardóttur umbjóðandi minn kærði mál til kærunefndar jafnréttismála í nóvember 2023 vegna skipunar karls í embætti ríkissáttasemjara. Lauk gagnaöflun í málinu í byrjun apríl 2024. Samkvæmt lögum ber nefndinni að skila úrlausn innan tveggja mánaða frá því að gagnaöflun lýkur. Samt, þegar við stígum inn í árið 2025, virðist engin ákvörðun vera væntanleg. Fyrirheit um að úrskurður muni liggja fyrir hafa verið gefin — og brotin — ítrekað. Í byrjun maí 2024 var okkur fyrst tilkynnt um tafir á málinu og svo komu svör um að stefnt væri að niðurstaða lægi fyrir í ágúst, síðan september, október, nóvember og loks desember. Nú erum við komin vel yfir frestinn og þögnin frá nefndinni er ærandi. Lagaskyldan Kærunefnd jafnréttismála er ekki hafin yfir lög. Lögbundinn tímarammi þegar úrskurður skal liggja fyrir eru tveir mánuðir. Þessi töf vekur alvarlegar áhyggjur af virkni kerfisins sem ætlað er að standa vörð um jafnrétti. Það grefur undan trausti almennings og neyðir einstaklinga, sem leggja á sig að reyna fá niðurstöðu í sínum málum hjá þar til bærum aðilum, að þola langvarandi óvissu og erfiðleika. Ábyrgð ráðherra Skortur á úrlausn er ekki aðeins stjórnunarlegur misbrestur; það endurspeglar lélegt eftirlit þeirra ráðherra sem hafa haft með þessi mál að gera, sem eru á stuttum tíma þrír og nú er kominn sá fjórði. Ráðherrar og þeir sem bera ábyrgð á að nefndin starfi eðlilega verða að svara fyrir þessar tafir. Ef kærunefnd jafnréttismála getur ekki staðið við lagalegar skyldur sínar, hvaða ráðstafanir hafa þá verið gerðar til að bregðast við þessu? Hvaða ráðstafanir eru gerðar til að koma í veg fyrir slíkar tafir í framtíðinni? Almenningur á skilið gagnsæi og það er á ábyrgð ráðherra jafnréttismála að veita það. Mannlegur kostnaður vegna tafa Á bak við hvert mál er einstaklingur sem hugsanlega hefur orðið fyrir broti á réttindum sínum. Mál skjólstæðings míns snýst ekki bara um lagalegar reglur; hún snýst um þá reisn, virðingu og jafnrétti sem hver einstaklingur á rétt á. Seinkun á réttlæti veldur tilfinningalegri vanlíðan og rýrnun á trausti á stofnunum sem eiga að tryggja réttlæti og vernda borgarana. Ákall til aðgerða Tími afsakana er liðinn. Fyrir hönd míns skjólstæðings krefst ég þess að kærunefnd jafnréttismála úrskurði þegar í stað í málinu. Auk þess hvet ég ráðherra og eftirlitsstofnanir eins og umboðsmann Alþingis til að fara ítarlega yfir ferli nefndarinnar og tryggja að hún fylgi þeim tímamörkum sem lögin mæla fyrir um. Réttlæti sem er frestað er réttlæti sem er hafnað. Það er kominn tími til að valdhafar bregðist við af festu, virði skuldbindingar sínar og endurheimti trú á kerfin sem eru hönnuð til að halda uppi jafnrétti. Allt minna er svik við þær meginreglur sem við sem þjóðfélag segjumst standa fyrir. Réttlætið má ekki vera í gíslingu vegna óhagkvæmni í stjórnsýslu eða skorts á ábyrgð. Höfundur er lögmaður og eigandi Magistra lögfræðiþjónustu og ráðgjöf ehf.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar