Lífið

Arnars­son mætti rétt fyrir árs­lok

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sá litli ákvað að koma í heiminn áður en 2025 gekk í garð.
Sá litli ákvað að koma í heiminn áður en 2025 gekk í garð.

Arnar Þór Ólafsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir tóku á móti sínu fyrsta barni, litlum Arnarssyni í heiminn rétt fyrir árslok. Parið greinir frá þessu á samfélagsmiðlum.

Áður hafði Vísir greint frá því í lok júlí síðastliðnum að parið ætti von á syninum í heiminn í janúar. Ljóst að hann hefur ákveðið að flýta sér aðeins fyrr í heiminn.

„Eins og árið 2024 hafi ekki verið mér nógu gjöfult fyrir, þá ákvað prinsinn að heiðra okkur með nærveru sinni rétt fyrir árslok. Gæfan og svefnleysið umlykja mig!“ skrifar Arnar Þór í einlægri færslu á Instagram.

Þau Helga og Arnar hafa bæði vakið mikla athygli. Helga Kristín sigraði sem dæmi sjónvarpskeppnina Dans, dans, dans á meðan Arnar Þór hefur stýrt sjónvarpsþættinum Viltu finna milljón? sem vakið hefur gríðarlega athygli.


Tengdar fréttir

Lítill Arnarsson væntanlegur í janúar

Ofurparið Arnar Þór Ólafsson og Helga Kristín Ingólfsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni næstkomandi janúar. Þau tilkynntu barnalánið með Instagram færslu og skrifa: „Hlökkum til að taka á móti litlum Arnarssyni í janúar“. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.