Ísþoka hrímaði trjágróður á kaldasta stað landsins í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 1. janúar 2025 16:52 Ísþoka stígur upp af Elliðaám ofan Vatnsveitubrúar. Sólin rétt gægist upp fyrir sjóndeildarhringinn. KMU Ísþoka steig upp af Elliðaánum í Víðidal í dag og hrímaði trjágróður meðfram ánni. Þar mældist frostið 21,1 gráða á opinberri mælistöð Veðurstofunnar og reyndist þetta kaldasti staður á láglendi Íslands í dag. Venjulega er talað um þetta fyrirbæri sem hrímþoku. Þegar frostið fer hins vegar niður fyrir tuttugu gráður kallast hún ísþoka. Daginn hefur núna lengt um átján mínútur frá vetrarsólstöðum.KMU Á Þingvöllum mældist frost álíka mikið, eða 20,7 gráður. Á Sandskeiði mældist frost 19,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Athyglisvert er að allir köldustu staðirnir í dag eru suðvestanlands og sá allra kaldasti milli fjölmennra íbúðahverfa í Reykjavík, Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis. Á einni veðurstöð á hálendinu mældist örlítið meira frost, Kolku við Kjalveg norðan Langjökuls. Þar mældist mest frost 21,2 gráður í dag. Hestamenn á ferð um Víðidal í dag. Hesthúsahverfi Fáks í baksýn.KMU Þrátt fyrir kuldann mátti sjá marga á ferð um stígakerfi Elliðaárdals í dag, bæði gangandi vegfarendur um göngustíga og hestamenn á fjórfætlingum á reiðstígum. Margir stöldruðu við til að dáðst að fegurðinni sem ísþokan og hrímhvítur trjágróður mynduðu meðfram bökkum Elliðaáa. Sól var hæst á lofti í Reykjavík í dag klukkan 13:31 og náði þá aðeins 3,1 gráðu upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sólargeislarnir minntu mannfólkið samt á að sól er tekin að hækka á lofti og daginn að lengja. Hrímhvít tré við Elliðaár hjá Blásteini neðan Vatnsveitubrúar.KMU Þannig nutu menn dagsbirtu í borginni í dag um 18 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum þann 21. desember. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 11:19 og settist hún klukkan 15:44, samkvæmt tímatalsvefnum Time and Date. Lengingu dagsins þessa fyrstu daga er stundum líkt við hænufet, svo lítil er hún. Upp úr þessu fer daginn þó að lengja hraðar, til dæmis um þrjár mínútur á morgun. Á þrettándann, 6. janúar, verður lenging dagsbirtunnar milli daga komin yfir fjórar mínútur í Reykjavík. Veður Reykjavík Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Venjulega er talað um þetta fyrirbæri sem hrímþoku. Þegar frostið fer hins vegar niður fyrir tuttugu gráður kallast hún ísþoka. Daginn hefur núna lengt um átján mínútur frá vetrarsólstöðum.KMU Á Þingvöllum mældist frost álíka mikið, eða 20,7 gráður. Á Sandskeiði mældist frost 19,3 gráður, samkvæmt tölum Veðurstofunnar. Athyglisvert er að allir köldustu staðirnir í dag eru suðvestanlands og sá allra kaldasti milli fjölmennra íbúðahverfa í Reykjavík, Breiðholtshverfis og Árbæjarhverfis. Á einni veðurstöð á hálendinu mældist örlítið meira frost, Kolku við Kjalveg norðan Langjökuls. Þar mældist mest frost 21,2 gráður í dag. Hestamenn á ferð um Víðidal í dag. Hesthúsahverfi Fáks í baksýn.KMU Þrátt fyrir kuldann mátti sjá marga á ferð um stígakerfi Elliðaárdals í dag, bæði gangandi vegfarendur um göngustíga og hestamenn á fjórfætlingum á reiðstígum. Margir stöldruðu við til að dáðst að fegurðinni sem ísþokan og hrímhvítur trjágróður mynduðu meðfram bökkum Elliðaáa. Sól var hæst á lofti í Reykjavík í dag klukkan 13:31 og náði þá aðeins 3,1 gráðu upp fyrir sjóndeildarhringinn. Sólargeislarnir minntu mannfólkið samt á að sól er tekin að hækka á lofti og daginn að lengja. Hrímhvít tré við Elliðaár hjá Blásteini neðan Vatnsveitubrúar.KMU Þannig nutu menn dagsbirtu í borginni í dag um 18 mínútum lengur en á vetrarsólstöðum þann 21. desember. Sólin kom upp í Reykjavík klukkan 11:19 og settist hún klukkan 15:44, samkvæmt tímatalsvefnum Time and Date. Lengingu dagsins þessa fyrstu daga er stundum líkt við hænufet, svo lítil er hún. Upp úr þessu fer daginn þó að lengja hraðar, til dæmis um þrjár mínútur á morgun. Á þrettándann, 6. janúar, verður lenging dagsbirtunnar milli daga komin yfir fjórar mínútur í Reykjavík.
Veður Reykjavík Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira