Sport

Dag­skráin í dag: Undanúr­slit í Ally Pally og Bónus-deildin hefst á ný

Smári Jökull Jónsson skrifar
Michael van Gerwen verður í eldlínunni í kvöld.
Michael van Gerwen verður í eldlínunni í kvöld. Vísir/Getty

Bónus-deild karla í körfubolta fer af stað á nýjan leik í kvöld þegar þrír leikir fara fram. Þá verða undanúrslit á heimsmeistaramótinu í pílukasti í beinni útsendingu í kvöld.

Stöð 2 Sport

Upphitun fyrir GAZ-leik vikunnar í Bónus-deildinni hefst klukkan 18:55 og Skiptiborðið fer svo af stað klukkan 19:10 en þar verður sýnt frá öllum þremur leikjum kvöldsins í Bónus-deildinni.

Að leikjunum loknum verður síðan farið yfir allt það helsta í Tilþrifunum.

Stöð 2 Sport 5

Leikur Keflavíkur og Álftaness verður sýndur beint klukkan 19:05. Keflavík er í 6. sæti deildarinnar en Álftanes í 11. sæti eftir að hafa tapað síðustu fjórum leikjum sínum á nýliðnu ári.

Bónus-deildin

Leikur Njarðvíkur og Þórs frá Þorlákshöfn er GAZ-leikur vikunnar og hefst útsending úr Njarðvík klukkan 19:10.

Bónus-deildin 2

ÍR og Grindavík mætast í Breiðholtinu en læti urðu eftir fyrri leik liðanna í Smáranum þegar DeAndre Kane lenti í útistöðum við stuðningsmenn ÍR. Útsending frá leiknum hefst klukkan 19:10.

Vodafone Sport

Klukkan 14:55 verður leikur erkifjendanna frá Glasgow. Rangers og Celtic, sýndur í beinni útsendingu.

Klukkan 19:25 er svo komið að undanúrslitaviðureignum heimsmeistaramótsins í pílukasti sem fram fer í Alexandra Palace.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×