Lífið

Hödd Vil­hjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Kjartan og Hödd fögnuðu greinilega áramótunum saman.
Kjartan og Hödd fögnuðu greinilega áramótunum saman. Vísir/HSÍ/Vilhelm

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill og Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri HSÍ, virðast vera nýtt par ef marka má kossaflens þeirra á Instagram-hringrás hans um tvö í nótt.

Þau eiga hvort um sig nokkur börn af fyrra sambandi.

Kjartan skellti þessari í „story“ hjá sér skömmu eftir að nýja árið gekk í garð.Instagram

Hin 42 ára Hödd starfaði um árabil í fjölmiðlum, fyrst sem frétta­maður á Morgun­blaðinu og síðar á 365 miðlum, en þar var hún frétta­maður og dag­skrár­gerðarmaður í Íslandi í dag. Hún er í dag eigandi og framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins Kvis sem hún stofnaði 2015.

Áður en Hödd fór í fjöl­miðla­ var hún fram­kvæmda­stjóri Sambands ungra Sjálf­stæðis­manna og þar áður vann hún hjá Vodafone, meðal annars á fyrir­tækja­sviði.

Hinn 45 ára Kjartan Vídó Ólafsson er Vestmanneyingur, búsettur í Garðabæ, sem hefur frá 2018 starfað sem markaðsstjóri Handknattleikssamband Íslands. Hann starfaði þar áður hjá Guðmundi Arasyni ehf.

Það var greinilega stuð hjá Kjartani í gær því hann setti einnig mynd í Instagram-hringrásina af sér að fá sér pulsu með vinkonum sínum, fjölmiðlakonunni Ingu Lind Karlsdóttur og Áslaugu Huldu Jónsdóttur, fyrrverandi aðstoðarmanni Áslaugar Örnu. 

Áramótapylsan borðuð hjá Ingu, Áslaugu og Kjartani.Instagram





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.