Lífið

Fólk tjáir sig um skaupið

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Forsetakosningarnar í sumar fengu stórt pláss í skaupinu ár, rétt eins og Bjarni Ben og nýafstaðnar Alþingiskosningar.
Forsetakosningarnar í sumar fengu stórt pláss í skaupinu ár, rétt eins og Bjarni Ben og nýafstaðnar Alþingiskosningar. Rúv

Fólk hafði skiptar skoðanir á Áramótaskaupinu í gær eins og við mátti búast. Á samfélagsmiðlum kepptist fólk við að lýsa yfir ánægju sinn eða útnefna skaupið það versta til þessa.

Mælikvarðinn á gott skaup miðast samkvæmt þessu við það þegar fólk byrjar að skjóta upp flugeldum á meðan á því stendur.

Mörgum þótti Kryddsílin í fyrra ansi góð, Bjarni Benediktsson var kominn á fullt í stjórnarandstöðu á meðan Inga Sæland var söm við sig. Einhverjum fannst skaupið munu eiga erfitt með að toppa síldina.

Magnús Örn vildi kanna hvort Stöð 2 gæti ekki veitt Rúv samkeppni með eigin sketsaþætti.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var ansi sáttur með skaupið sem kemur kannski einhverjum á óvart. Hann er þó ekki viss hver sé að leika hvern, Hannes Óli að leika Simma eða Simmi Hannes Óla. 

Fleiri höfðu gaman af góðu Miðflokksgríni.

Sketsinn um kynhlutlaust mál virtist slá í gegn hjá mörgum.

Afið er ekkið 😔 #skaupið

— Tinna, öfgafemínisti (@tinnaharalds.bsky.social) December 31, 2024 at 10:43 PM

Pétur Jóhann sem Bjarni Ben sem Bjarni Ben sem John Malkovich vakti líka lukku.

Pétur Jóhann og BB ríkisstjórn var dásemd

— Elín Jóseps 🇵🇸 (@elinjoseps.bsky.social) December 31, 2024 at 11:38 PM

Ýmsir lýstu yfir almennri ánægju með skaupið.

Hins vegar voru alls ekki allir ánægðir. Þessi X-verji er þó búinn að greina málið, klukkan hálf tólf á gamlársdag á hverju ári keppist fólk við að lýsa yfir því að nýafstaðið skaup sé það versta til þessa.

Kristján Óli Sigurðsson, hlaðvarpsmaður, var einn af þeim ósáttu. Hann setur Skaupið í neðsta sætið á óræðum lista.

Íþróttablaðamaðurinn Orri Rafn Sigurðarson setur það hins vegar í toppsætið nema yfir verstu skaupin.

Það voru fleiri óánægðir. Einhver talaði um klikkhausameðvirkni, annar vildi hverfa aftur til þjóðveldisaldar og þeim þriðja fannst typpið standa upp úr.

Heilt yfir virtust sportistar ekkert sérlega ánægðir ef marka má X-ið.

Áramótamyndband yfirlætislegra vinstrimanna eða kapítalísks pakks? Það voru greinilega skiptar skoðanir.

Jón Gunnar Benjamínsson setti sig í spor Jóns Viðars Jónssonar og drullaði yfir skaupið.

Venjulegt skaup eða krakkaskaup? 

Ekki allir krakkarnir voru þó sáttir ef marka má þennan föður sem var líka mjög ósáttur með skaupið.

Eins og Sigurður Ingi Ricardo orðaði það:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.