Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. desember 2024 19:37 Húsið á Vatnsleysuströnd sem um ræðir. Vísir/Bjarni Táningspiltur var fluttur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kviknaði í yfirgefnu húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í nótt. Hann hafði ásamt félögum verið að fikta með flugelda. Á hverju ári verða um tuttugu flugeldaslys hér á landi. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um miðnætti að eldur hefði komið upp í gömlu frystihúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Við fyrstu lýsingar leit þetta út fyrir að vera töluverður eldur. Þannig við höfðum töluvert viðbragð. Við sendum vaktina og kölluðum út auka mannskap strax en svo sem betur fer var þetta minna þegar við komum að,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Lillý Skemmdirnar séu óverulegar en til standi að rífa frystihúsið. Hópur unglinga hafi verið þar inni þegar það kviknaði í. „Fimmtán og sextán ára að fikta í flugeldum litlum kínverjum og svoleiðis og misst það úr böndunum og eldurinn nær að læsa sig í einangrun að innan í húsinu.“ Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um að hann væri með reykeitrun. „Við vitum ekki alveg hvað þau voru mörg en þau voru þrjú hérna við komu slökkviliðs. Þau mega eiga það að þau hlupu nú ekki frá þessu heldur tilkynntu og létu vita og biðu eftir komu slökkviliðs og það má eiginlega segja að það hafi bjargað að það fór ekki verr.“ Mikilvægt sé að foreldrar fræði börnin sín um hætturnar af því að fikta með flugelda. „Talið við börnin og útskýrið fyrir þeim hætturnar og sýnið gott fordæmi.“ Rannsókn sem gerð var sýnir að á árunum 2010 til 2022 komu að meðaltali á hverju ári um tuttugu manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslyss en um fjórðungur var börn. „Þetta eru í langflestum tilfellum brunasár sem að koma af þessu en það eru samt ýmsir aðrir áverkar og þetta eru brunasár á hendur andlit og því miður svolítið af augnáverkum líka. Á þessu tímabili þá varð eitt banaslys vegna flugelda og þá voru nokkrir sem að höfðu misst sjón þannig þetta geta verið alvarlegir áverkar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku á Landspítalanum. Hjalti segir mikilvægt að fólk hugi vel að öryggi annað kvöld og noti flugeldagleraugu. „Þetta á að vera skemmtilegt kvöld en það er ekkert skemmtilegt við það að slasa sig. Ég minni öll á að fara varlega með flugelda en ekki síður fara varlega í hálkunni og sérstaklega fara varlega með notkun áfengis því að stór hluti af þeim sem þurfa að koma til okkar hér eru bara út af afleiðingum áfengis.“ Flugeldar Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um miðnætti að eldur hefði komið upp í gömlu frystihúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd. „Við fyrstu lýsingar leit þetta út fyrir að vera töluverður eldur. Þannig við höfðum töluvert viðbragð. Við sendum vaktina og kölluðum út auka mannskap strax en svo sem betur fer var þetta minna þegar við komum að,“ segir Eyþór Rúnar Þórarinsson slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja. Eyþór Rúnar Þórarinsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja.Vísir/Lillý Skemmdirnar séu óverulegar en til standi að rífa frystihúsið. Hópur unglinga hafi verið þar inni þegar það kviknaði í. „Fimmtán og sextán ára að fikta í flugeldum litlum kínverjum og svoleiðis og misst það úr böndunum og eldurinn nær að læsa sig í einangrun að innan í húsinu.“ Einn var fluttur á slysadeild vegna gruns um að hann væri með reykeitrun. „Við vitum ekki alveg hvað þau voru mörg en þau voru þrjú hérna við komu slökkviliðs. Þau mega eiga það að þau hlupu nú ekki frá þessu heldur tilkynntu og létu vita og biðu eftir komu slökkviliðs og það má eiginlega segja að það hafi bjargað að það fór ekki verr.“ Mikilvægt sé að foreldrar fræði börnin sín um hætturnar af því að fikta með flugelda. „Talið við börnin og útskýrið fyrir þeim hætturnar og sýnið gott fordæmi.“ Rannsókn sem gerð var sýnir að á árunum 2010 til 2022 komu að meðaltali á hverju ári um tuttugu manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslyss en um fjórðungur var börn. „Þetta eru í langflestum tilfellum brunasár sem að koma af þessu en það eru samt ýmsir aðrir áverkar og þetta eru brunasár á hendur andlit og því miður svolítið af augnáverkum líka. Á þessu tímabili þá varð eitt banaslys vegna flugelda og þá voru nokkrir sem að höfðu misst sjón þannig þetta geta verið alvarlegir áverkar,“ segir Hjalti Már Björnsson yfirlæknir bráðamóttöku á Landspítalanum. Hjalti segir mikilvægt að fólk hugi vel að öryggi annað kvöld og noti flugeldagleraugu. „Þetta á að vera skemmtilegt kvöld en það er ekkert skemmtilegt við það að slasa sig. Ég minni öll á að fara varlega með flugelda en ekki síður fara varlega í hálkunni og sérstaklega fara varlega með notkun áfengis því að stór hluti af þeim sem þurfa að koma til okkar hér eru bara út af afleiðingum áfengis.“
Flugeldar Börn og uppeldi Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira