Innlent

Hægur vindur og slæm loft­gæði

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Kalt veður er í kortunum á gamlárskvöld.
Kalt veður er í kortunum á gamlárskvöld.

Áramótaspá Veðurstofu Íslands spáir hægum vindi á gamlárskvöld og talsverðu frosti. Loftgæðin verða víðast hvar slæm.

Á gamlársdag verður snjókoma með köflum og skafrenningur. Það á að lægja þegar líður á daginn. Talsvert frost er þá í kortunum. Íbúar og ferðalangar á Norður- og Austurlandi mega búast við lítils háttar éljum.

Veðurfræðingar á Veðurstofu Íslands spá fimm til átján stiga frosti á gamlárskvöld. Þá verður hægur vindur á mörgum þéttbýlissvæðum og þar af leiðandi slæm loftgæði um kvöldið og fram á nótt. Á Suðuausturlandinu mun hins vegar eitthvað blása.

Nýja árið byrjar einnig kalt, eða fjögur til átján stiga frost. Spáin segir til um norðvestlæga átt og vindurinn verður fimm til þrettán metra á sekúndu. Bjart verður að mestu leiti en stöku él fyrir á norðaustanverðu landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×