„Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 30. desember 2024 14:30 Mikil snjókoma var í morgun á höfuðborgarsvæðinu. Mynd úr safni. vísir/vilhelm „Þetta er búið að ganga lygilega vel. Það voru fjórir til fimm árekstrar í morgun en síðan hefur ekkert verið kallað í okkur. Við héldum að það yrði meira, sérstaklega þegar að menn voru að fara í vinnuna. Það varð ekki raunin, vegna þess að þegar það bætist í umferðina, hægist á öllu, því sumir eru verr útbúnir en aðrir.“ Þetta segir Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, í samtali við Vísi um umferðina á höfuðborgarsvæðinu í dag. Snjóþekja og skafrenningur setti svip sinn á borgina í morgun og var færðinni ábótavant vegna þessa þegar höfuðborgarbúar gerðu sig búna til ferðar í morgunsárið. Búist er við að veður versni aftur í kvöld og í fyrramálið og er biðlað til vegfarenda að hafa varann á. Fjögur til fimm umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar í morgun. Meirihluti þeirra sem lendi í minniháttar óhöppum leiti til arekstur.is en ekki lögreglunnar. Spurður hvort ökumenn hafi farið óvarlega í umferðinni í dag segir Hörður: „Það hafa ekki verið neinir harðir árekstrar. Við höfðum afskipti af einum sem að var á fjórhjóladrifnum bíl og hann var út um allt. Hann var að keyra óvarlega og var að keyra hratt. Hann var á vitlausum stað í rauninni.“ Hann segir þó að flestir fái ekki tækifæri til að aka of hratt og bendir á að oft myndist umferðarteppa þegar veðrið er með þessum hætti. Illa útbúnir bílar á verri dekkjum en aðrir hægi þá á umferðinni. „Þeir eru þá bara fastir í einhverri röð. Fólk er kannski ekki á sumardekkjum en menn eru kannski á heilsársdekkjum og svo gleyma þeir að þvo tjöruna af og þá verða þessi dekk ansi sleip, það er mjög gott að fá sér tjöruhreinsi og setja á dekkin og þá verða þau miklu stamari og skemmtilegri. Það eru mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli.“ Eru einhver skilaboð sem þú myndir vilja koma áleiðis til vegfarenda fyrir morgundaginn? „Bara að fara varlega og fara hægt yfir. Hraðinn er okkar mesti óvinur í þessum aðstæðum. Ég vil brýna fyrir fólki að sýna þolinmæði. Það eru náttúrulega áramót, áfengi og akstur fer aldrei saman og það er gott að hnykkja á því. “ Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Þetta segir Hörður Lillendahl, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, í samtali við Vísi um umferðina á höfuðborgarsvæðinu í dag. Snjóþekja og skafrenningur setti svip sinn á borgina í morgun og var færðinni ábótavant vegna þessa þegar höfuðborgarbúar gerðu sig búna til ferðar í morgunsárið. Búist er við að veður versni aftur í kvöld og í fyrramálið og er biðlað til vegfarenda að hafa varann á. Fjögur til fimm umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar í morgun. Meirihluti þeirra sem lendi í minniháttar óhöppum leiti til arekstur.is en ekki lögreglunnar. Spurður hvort ökumenn hafi farið óvarlega í umferðinni í dag segir Hörður: „Það hafa ekki verið neinir harðir árekstrar. Við höfðum afskipti af einum sem að var á fjórhjóladrifnum bíl og hann var út um allt. Hann var að keyra óvarlega og var að keyra hratt. Hann var á vitlausum stað í rauninni.“ Hann segir þó að flestir fái ekki tækifæri til að aka of hratt og bendir á að oft myndist umferðarteppa þegar veðrið er með þessum hætti. Illa útbúnir bílar á verri dekkjum en aðrir hægi þá á umferðinni. „Þeir eru þá bara fastir í einhverri röð. Fólk er kannski ekki á sumardekkjum en menn eru kannski á heilsársdekkjum og svo gleyma þeir að þvo tjöruna af og þá verða þessi dekk ansi sleip, það er mjög gott að fá sér tjöruhreinsi og setja á dekkin og þá verða þau miklu stamari og skemmtilegri. Það eru mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli.“ Eru einhver skilaboð sem þú myndir vilja koma áleiðis til vegfarenda fyrir morgundaginn? „Bara að fara varlega og fara hægt yfir. Hraðinn er okkar mesti óvinur í þessum aðstæðum. Ég vil brýna fyrir fólki að sýna þolinmæði. Það eru náttúrulega áramót, áfengi og akstur fer aldrei saman og það er gott að hnykkja á því. “
Umferð Umferðaröryggi Færð á vegum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira