Lífið

Dísella „loksins“ trú­lofuð

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Bragi og Dísella eru trúlofuð eftir þrettán ára samband.
Bragi og Dísella eru trúlofuð eftir þrettán ára samband.

Íslenska sópransöngkonan Dísella Lárusdóttir og sambýlismaður hennar, Bragi Jónsson, rekstrarstjóri Leigumarkaðar BYKO, trúlofuðu sig á aðfangadag. Parið deilir gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

„Loksins myndu sumir segja,“ skrifaði Bragi meðal annars við færsluna og deildi fallegum myndum af parinu í gegnum árin: „Eftir vel yfir 13 ára samband, nóg af börnum, tvær húseignir og bara alls konar skemmtilegheit þá ákvað ég loksins að slá til og formlega trúlofast Dísellu minni. Þannig að það þarf að halda gott partý fljótlega.“  

Grammy-verðlaunahafi

Dísella starfaði um árabil hjá Metropolitan óperunni í New York þar til Covid-faraldurinn skall á. Á því tímabili ferðaðist hún með regulegu millibili vestur um haf, meðal annars til að taka þátt í uppsetningu verksins Akhnaten eftir Philips Glass, undir hljómsveitarstjórn Karenar Kamensek.

Dísella lék burðar­mikið hlut­verk í verkinu, sem er byggt á lífi og valdatíð egypska faraósins Akhnaten. Árið 2022 hlaut verkið Grammy-verðlaun fyrir bestu óperuupptöku ársins, og varð Dísella þar með fimmti Íslendingurinn til að vinna til Grammy-verðlaunanna. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.