Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2024 21:32 Svona var um að litast við hús eitt í Augusta í Georgíuríki eftir að Helene reið yfir. Ljóst er að kraftur óveðursins var mikill. Svo mikill að stærðarinnar tré rifnuðu upp með rótum. Joe Raedle/Getty Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. Bændur um öll Suðurríki Bandaríkjanna urðu fyrir miklu áfalli í kjölfar þess að fellibylurinn Helene reið yfir. Talið er að tjónið nemi um 5,5 milljörðum bandaríkjadala í Georgíuríki einu, sem nemur um 770 milljörðum íslenskra króna. Tjón upp á 60 milljónir Chris Hopkins er einn þeirra bænda sem varð fyrir miklu tjóni, um helmingur bómullar-uppskeru hans bjargðaðist en tjón hans er metið á um 430 þúsund dali, eða um 60 milljónir króna. „Ég tapaði um helmingi uppskerunnar. Hún ýmist fauk í burtu eða plantan var svo löskuð og veðurbarin að við gátum ekki nýtt hana. Helmingur uppskerunanr er farinn. Helene tróð okkur ekki bara um tær, hún hryggbraut okkur,“ segir Hopkins. Hopkins hefur enn ekki náð að klára hreinsunaraðgerðir á býlinu sínu, þar sem hann ræktar bómull, maís og pekanhnetur. Þar má enn sjá ónýtan búnað og tré, sem rifnuðu upp með rótum, liggja sem hráviði á víð og dreif. „Áður en Helene reið yfir stóð hérna lóðrétt geymsla með losunarsnigli. Ég stend hérna þar sem dyrnar voru til að fara inn í korntankinn til að hreinsa hann og vinna við snigilinn. Nú er þetta allt horfið, það má enn sjá brak úr því en korntankurinn sjálfur er lengst í burtu.“ Þurfa aðstoð sem fyrst Hann óttast að framleiðslan verði ekki komin á eðlilegt skrið fyrir næstu uppskerutíð. „Við munum bíta á jaxlinn og gera okkar besta til að reyna að standa við skuldbindingar okkar fyrir '24 og halda áfram '25 í þeirri von að það ár verði betra, með betra afurðaverð og kannski fá eðlilega uppskeru. Við verðum að fá aðstoð og það tímanlega.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Bændur um öll Suðurríki Bandaríkjanna urðu fyrir miklu áfalli í kjölfar þess að fellibylurinn Helene reið yfir. Talið er að tjónið nemi um 5,5 milljörðum bandaríkjadala í Georgíuríki einu, sem nemur um 770 milljörðum íslenskra króna. Tjón upp á 60 milljónir Chris Hopkins er einn þeirra bænda sem varð fyrir miklu tjóni, um helmingur bómullar-uppskeru hans bjargðaðist en tjón hans er metið á um 430 þúsund dali, eða um 60 milljónir króna. „Ég tapaði um helmingi uppskerunnar. Hún ýmist fauk í burtu eða plantan var svo löskuð og veðurbarin að við gátum ekki nýtt hana. Helmingur uppskerunanr er farinn. Helene tróð okkur ekki bara um tær, hún hryggbraut okkur,“ segir Hopkins. Hopkins hefur enn ekki náð að klára hreinsunaraðgerðir á býlinu sínu, þar sem hann ræktar bómull, maís og pekanhnetur. Þar má enn sjá ónýtan búnað og tré, sem rifnuðu upp með rótum, liggja sem hráviði á víð og dreif. „Áður en Helene reið yfir stóð hérna lóðrétt geymsla með losunarsnigli. Ég stend hérna þar sem dyrnar voru til að fara inn í korntankinn til að hreinsa hann og vinna við snigilinn. Nú er þetta allt horfið, það má enn sjá brak úr því en korntankurinn sjálfur er lengst í burtu.“ Þurfa aðstoð sem fyrst Hann óttast að framleiðslan verði ekki komin á eðlilegt skrið fyrir næstu uppskerutíð. „Við munum bíta á jaxlinn og gera okkar besta til að reyna að standa við skuldbindingar okkar fyrir '24 og halda áfram '25 í þeirri von að það ár verði betra, með betra afurðaverð og kannski fá eðlilega uppskeru. Við verðum að fá aðstoð og það tímanlega.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira