Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. desember 2024 21:32 Svona var um að litast við hús eitt í Augusta í Georgíuríki eftir að Helene reið yfir. Ljóst er að kraftur óveðursins var mikill. Svo mikill að stærðarinnar tré rifnuðu upp með rótum. Joe Raedle/Getty Áhrifa fellibyljarins Helene, sem reið yfir Norður-Ameríku í september, gætir enn meðal bænda en uppskerubrestur varð vegna veðurofsans. Bændur óttast að þeir nái ekki að framleiða eins og þeir þurfa á næsta ári. Bændur um öll Suðurríki Bandaríkjanna urðu fyrir miklu áfalli í kjölfar þess að fellibylurinn Helene reið yfir. Talið er að tjónið nemi um 5,5 milljörðum bandaríkjadala í Georgíuríki einu, sem nemur um 770 milljörðum íslenskra króna. Tjón upp á 60 milljónir Chris Hopkins er einn þeirra bænda sem varð fyrir miklu tjóni, um helmingur bómullar-uppskeru hans bjargðaðist en tjón hans er metið á um 430 þúsund dali, eða um 60 milljónir króna. „Ég tapaði um helmingi uppskerunnar. Hún ýmist fauk í burtu eða plantan var svo löskuð og veðurbarin að við gátum ekki nýtt hana. Helmingur uppskerunanr er farinn. Helene tróð okkur ekki bara um tær, hún hryggbraut okkur,“ segir Hopkins. Hopkins hefur enn ekki náð að klára hreinsunaraðgerðir á býlinu sínu, þar sem hann ræktar bómull, maís og pekanhnetur. Þar má enn sjá ónýtan búnað og tré, sem rifnuðu upp með rótum, liggja sem hráviði á víð og dreif. „Áður en Helene reið yfir stóð hérna lóðrétt geymsla með losunarsnigli. Ég stend hérna þar sem dyrnar voru til að fara inn í korntankinn til að hreinsa hann og vinna við snigilinn. Nú er þetta allt horfið, það má enn sjá brak úr því en korntankurinn sjálfur er lengst í burtu.“ Þurfa aðstoð sem fyrst Hann óttast að framleiðslan verði ekki komin á eðlilegt skrið fyrir næstu uppskerutíð. „Við munum bíta á jaxlinn og gera okkar besta til að reyna að standa við skuldbindingar okkar fyrir '24 og halda áfram '25 í þeirri von að það ár verði betra, með betra afurðaverð og kannski fá eðlilega uppskeru. Við verðum að fá aðstoð og það tímanlega.“ Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Sjá meira
Bændur um öll Suðurríki Bandaríkjanna urðu fyrir miklu áfalli í kjölfar þess að fellibylurinn Helene reið yfir. Talið er að tjónið nemi um 5,5 milljörðum bandaríkjadala í Georgíuríki einu, sem nemur um 770 milljörðum íslenskra króna. Tjón upp á 60 milljónir Chris Hopkins er einn þeirra bænda sem varð fyrir miklu tjóni, um helmingur bómullar-uppskeru hans bjargðaðist en tjón hans er metið á um 430 þúsund dali, eða um 60 milljónir króna. „Ég tapaði um helmingi uppskerunnar. Hún ýmist fauk í burtu eða plantan var svo löskuð og veðurbarin að við gátum ekki nýtt hana. Helmingur uppskerunanr er farinn. Helene tróð okkur ekki bara um tær, hún hryggbraut okkur,“ segir Hopkins. Hopkins hefur enn ekki náð að klára hreinsunaraðgerðir á býlinu sínu, þar sem hann ræktar bómull, maís og pekanhnetur. Þar má enn sjá ónýtan búnað og tré, sem rifnuðu upp með rótum, liggja sem hráviði á víð og dreif. „Áður en Helene reið yfir stóð hérna lóðrétt geymsla með losunarsnigli. Ég stend hérna þar sem dyrnar voru til að fara inn í korntankinn til að hreinsa hann og vinna við snigilinn. Nú er þetta allt horfið, það má enn sjá brak úr því en korntankurinn sjálfur er lengst í burtu.“ Þurfa aðstoð sem fyrst Hann óttast að framleiðslan verði ekki komin á eðlilegt skrið fyrir næstu uppskerutíð. „Við munum bíta á jaxlinn og gera okkar besta til að reyna að standa við skuldbindingar okkar fyrir '24 og halda áfram '25 í þeirri von að það ár verði betra, með betra afurðaverð og kannski fá eðlilega uppskeru. Við verðum að fá aðstoð og það tímanlega.“
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Fleiri fréttir Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Sjá meira