Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. desember 2024 20:04 Guðjón Þór er alltaf hress og kátur ekki síst þegar hann er innan um derhúfurnar sínar í bílskúrnum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Áhugamál fólks eru æði misjöfn en á Selfossi er maður, sem hefur sérstakt áhugamál en það er að safna derhúfum en hann á fimm hundruð og tvær slíkar húfur þar sem engin þeirra er eins. Hér er ég komin inn í bílskúrinn hjá honum Guðjóni Þór Pálssyni þar sem eru derhúfur eru út um allt, sem hann hefur komið haganlega og snyrtilega fyrir í skúrnum. „1994 sá ég hjá svila mínum í Grindavík haug af derhúfum og þá fékk ég smá bakteríu, fannst þetta töff og fór að safna þessu. Húfurnar voru þar til síðasta sumar í plastkössum og plastpokum út í kofa eða hér og þar,“ segir Guðjón aðspurður hvenær söfnunin hófst. En hvað á Guðjón margar derhúfur í dag? „Heyrðu, 501 húfu hér inn í bílskúr og svo er númer 502 á hausnum á mér,“ segir hann hlæjandi og bætir við. „Þetta er ákveðin bilun að vera að þessu en ég trufla engan. Konan er ekkert ósátt við þetta og ég er alltaf tilbúin að bæta við í safnið mitt.“ Hluti af derhúfunum hans Guðjóns Þórs á Selfossi en alls á hann 502 slíkar húfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, ef einhver á derhúfu eða húfur, sem viðkomandi vill losna við og gefa Guðjóni þá er hann alltaf til í það. Engin af derhúfunum í bílskúrnum eru eins og margar þeirra ef ekki flestar eru með einhvers konar áletrun eða merki og oft fyrirtækja, sem eru löngu hætt starfsemi eins og MBF húfa, sem stendur fyrir Mjólkurbú Flóamanna, sem er ekki lengur til. „Ég stend mig oft að því ef ég er að ferðinni út í búð eða annars staðar og sé einhver með derhúfu að ég stend mig að því að stara á húfuna og spá í og athuga hvort þetta sé eitthvað sem ég á,“ segir Guðjón og hlær enn meira. Guðjón Þór er svo mikill Liverpool maður að hann flaggar meira og minna alla daga ársins fyrir liðinu við hús fjölskyldunnar í Miðengi 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Söfn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Hér er ég komin inn í bílskúrinn hjá honum Guðjóni Þór Pálssyni þar sem eru derhúfur eru út um allt, sem hann hefur komið haganlega og snyrtilega fyrir í skúrnum. „1994 sá ég hjá svila mínum í Grindavík haug af derhúfum og þá fékk ég smá bakteríu, fannst þetta töff og fór að safna þessu. Húfurnar voru þar til síðasta sumar í plastkössum og plastpokum út í kofa eða hér og þar,“ segir Guðjón aðspurður hvenær söfnunin hófst. En hvað á Guðjón margar derhúfur í dag? „Heyrðu, 501 húfu hér inn í bílskúr og svo er númer 502 á hausnum á mér,“ segir hann hlæjandi og bætir við. „Þetta er ákveðin bilun að vera að þessu en ég trufla engan. Konan er ekkert ósátt við þetta og ég er alltaf tilbúin að bæta við í safnið mitt.“ Hluti af derhúfunum hans Guðjóns Þórs á Selfossi en alls á hann 502 slíkar húfur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Já, ef einhver á derhúfu eða húfur, sem viðkomandi vill losna við og gefa Guðjóni þá er hann alltaf til í það. Engin af derhúfunum í bílskúrnum eru eins og margar þeirra ef ekki flestar eru með einhvers konar áletrun eða merki og oft fyrirtækja, sem eru löngu hætt starfsemi eins og MBF húfa, sem stendur fyrir Mjólkurbú Flóamanna, sem er ekki lengur til. „Ég stend mig oft að því ef ég er að ferðinni út í búð eða annars staðar og sé einhver með derhúfu að ég stend mig að því að stara á húfuna og spá í og athuga hvort þetta sé eitthvað sem ég á,“ segir Guðjón og hlær enn meira. Guðjón Þór er svo mikill Liverpool maður að hann flaggar meira og minna alla daga ársins fyrir liðinu við hús fjölskyldunnar í Miðengi 5 á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Söfn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira