Lífið

Katrín Tanja trú­lofuð

Jón Þór Stefánsson skrifar
Crossfitstjarnan Katrín Tanja hefur trúlofast hinum kanadíska Brooks Laich.
Crossfitstjarnan Katrín Tanja hefur trúlofast hinum kanadíska Brooks Laich. Getty

Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og Brooks Laich, fyrrverandi hokkíleikmaður, eru trúlofuð. Þau greindu frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram.

„Eilífiðin hljómar betur með þér!“ skrifar Katrín Tanja með færslunni sem birtist í gær. Þá kemur fram að þau hafi trúlofast 16. desember síðastliðinn.

Parið opinberaði samband sitt árið 2021, en fregnir af trúlofuninni hafa vakið athygli fjölmiðla erlendis. Bæði People og E! fjalla um hana, sem og Daily Mail.

Laich er kanadískur. Hann spilaði í NHL-deildinni frá 2004 til 2018, lengst af með Washington Capitals. Jafnframt spilaði hann með kanadíska landsliðinu.

Hann var áður giftur bandarísku leikkonunni og dansaranum Julianne Hough. Hún hefur óskað Laich og Katrínu Tönju til hamingju með trúlofunina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.