„Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. desember 2024 19:21 Vilhjálmur Hjálmarsson er formaður ADHD samtakanna. Vísir/Arnar Í nýrri Grænbók heilbrigðisráðuneytisins um ADHD kemur fram að lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli og að skýra þurfi betur viðmið fyrir lyfjagjöf til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Formaður ADHD samtakanna segir að nokkrar tillögur vinnuhópsins muni valda mikilli ólgu meðal fólks á biðlista eftir greiningu. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra skipaði grænbókarnefnd fyrir ári síðan til að fjalla um stöðu málaflokksins. Grænbók ráðuneytisins var birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Í Grænbók segir að biðlistar eftir ADHD greiningu séu langir þrátt fyrir að algengi lyfjameðferðar sé mun hærra en í samanburðarlöndum. Heilt yfir sé það mat nefndarinnar að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli miðað við núverandi stöðu þekkingar. Nefndin leggur til að viðmið fyrir lyfjagjöf verði skýrð betur til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna var inntur eftir viðbrögðum við Grænbókinni. „Þetta mun valda mikilli ólgu því það fyrsta sem fólk les út úr þessu og úr fréttum er að það eigi hreinlega að draga úr lyfjameðferð, draga úr greiningum, mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk. Það er ýmislegt í þessu sem þarf að skoða, þetta er 80 blaðsíðna plagg. Eflaust þarf að skoða eitthvað, hvort þetta hafi verið gert nógu vel alls staðar. Hvar er þá eftirlitið?“ „Við ættum kannski að spyrja fyrrverandi landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller, ætli það sé ekki þar sem eftirlitið ætti að vera en mér finnst líka skrítið að menn tali svona hátt um að draga úr lyfjameðferð og svo talar maður við erlenda lækna og þeir segja bara hreint út, ef lyfjameðferð er það sem gerir langmest gagn, af hverju eigum við þá að bíða með það?“ Vilhjálmur kallar eftir því að nýjar tölur séu notaðar þegar samanburður á lyfjanotkun er gerður. „Það er alltaf verið að vísa í einhverjar tölur sem eru eldgamlar þegar verið er að tala um nágrannalöndin, menn verða bara að gera vinnuna sína betur.“ Vilhjálmur telur að það muni valda fólki sem er á biðlista eftir greiningu miklu hugarangri að svona mikill þungi sé í umfjöllun um að draga úr lyfjanotkun í skýrslunni. „Vonleysi, kvíði, þunglyndi, jafnvel dauðsföll. Þetta er alveg hrikaleg staða bæði fyrir fullorðna og fyrir börn, að það skuli taka tvö ár eða meira að koma barni í greiningu og meðferð. Það er bara bilun. Og fyrir fullorðna sem eru verst staddir, yfir tíu ár.“ ADHD Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49 Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra skipaði grænbókarnefnd fyrir ári síðan til að fjalla um stöðu málaflokksins. Grænbók ráðuneytisins var birt í samráðsgátt stjórnvalda á dögunum. Í Grænbók segir að biðlistar eftir ADHD greiningu séu langir þrátt fyrir að algengi lyfjameðferðar sé mun hærra en í samanburðarlöndum. Heilt yfir sé það mat nefndarinnar að gæðum sé ábótavant, bæði þegar kemur að greiningum og lyfjameðferð. Lyfjameðferð sé beitt í of ríkum mæli miðað við núverandi stöðu þekkingar. Nefndin leggur til að viðmið fyrir lyfjagjöf verði skýrð betur til að tryggja að lyf séu aðeins notuð þegar þau eru nauðsynleg. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD samtakanna var inntur eftir viðbrögðum við Grænbókinni. „Þetta mun valda mikilli ólgu því það fyrsta sem fólk les út úr þessu og úr fréttum er að það eigi hreinlega að draga úr lyfjameðferð, draga úr greiningum, mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk. Það er ýmislegt í þessu sem þarf að skoða, þetta er 80 blaðsíðna plagg. Eflaust þarf að skoða eitthvað, hvort þetta hafi verið gert nógu vel alls staðar. Hvar er þá eftirlitið?“ „Við ættum kannski að spyrja fyrrverandi landlæknir og núverandi heilbrigðisráðherra Ölmu Möller, ætli það sé ekki þar sem eftirlitið ætti að vera en mér finnst líka skrítið að menn tali svona hátt um að draga úr lyfjameðferð og svo talar maður við erlenda lækna og þeir segja bara hreint út, ef lyfjameðferð er það sem gerir langmest gagn, af hverju eigum við þá að bíða með það?“ Vilhjálmur kallar eftir því að nýjar tölur séu notaðar þegar samanburður á lyfjanotkun er gerður. „Það er alltaf verið að vísa í einhverjar tölur sem eru eldgamlar þegar verið er að tala um nágrannalöndin, menn verða bara að gera vinnuna sína betur.“ Vilhjálmur telur að það muni valda fólki sem er á biðlista eftir greiningu miklu hugarangri að svona mikill þungi sé í umfjöllun um að draga úr lyfjanotkun í skýrslunni. „Vonleysi, kvíði, þunglyndi, jafnvel dauðsföll. Þetta er alveg hrikaleg staða bæði fyrir fullorðna og fyrir börn, að það skuli taka tvö ár eða meira að koma barni í greiningu og meðferð. Það er bara bilun. Og fyrir fullorðna sem eru verst staddir, yfir tíu ár.“
ADHD Geðheilbrigði Tengdar fréttir „Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49 Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31 Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Innlent Fleiri fréttir Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Sjá meira
„Við erum mjög uggandi yfir stöðunni“ Umboðsmaður barna segist uggandi yfir löngum biðlistum hvað varðar úrræði fyrir börn með vanda. Ekkert sé mikilvægara en að hlúa að börnunum. 17. september 2024 21:49
Mögulega rangar ADHD-greiningar kalli á aukið opinbert eftirlit Mikilvægt er að komast til botns í því hvort ADHD sé ofgreint á Íslandi segir heilbrigðisráðherra. Varaformaður ADHD-samtakanna segir varhugavert að draga ályktanir um rangar greiningar en ef rétt reynist þurfi aukið eftirlit. 13. september 2024 20:31
Börnin bíða, bíða og bíða Börnum sem bíða eftir því að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna eða í greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöð fjölgar á milli ára. Biðtíminn er ekki mældur í dögum, vikum eða mánuðum heldur árum. 11. september 2024 15:58