Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Valur Páll Eiríksson skrifar 28. desember 2024 09:49 Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings. Vísir/Einar Víkingar leita nú vallar erlendis fyrir heimaleik liðsins við Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar í febrúar. Ljóst er að leiga á slíkum velli verður ekki ódýr. Víkingur mætir Panathinaikos heima í fyrri leik liðanna 13. febrúar næst komandi en ljóst er að sá leikur verður þrátt fyrir það að heiman. En hvað veldur því að Víkingar gátu leikið hér á landi fyrir áramót en ekki eftir þau? „Nú erum við komnir lengra í keppninni og UEFA setur frekari skorður, sem er helst flóðlýsing á Kópavogsvelli. Þeir eru náttúrulega búnir að selja réttinn að öllum þessum leikjum og að byrja leik klukkan 13 eða 14 í Kópavogi í febrúar er ekki fýsilegt og kannski ómögulegt af því að febrúar er oft veðurfarslega erfiður mánuður,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Stöð 2. Leita gervigrass á Norðurlöndum Færeyjar voru fyrsti kostur Víkinga en sá gekk ekki upp vegna ótraustra flugsamgangna. Vellir á Skandinavíu eru helst til skoðunar og þá vilja Víkingar spila á gervigrasi. „Gervigras er alltaf fyrsti kosturinn fyrir okkur og við munum stíla inn á það. Ég held við séum að leita að staðsetningu sem er með þægilegar samgöngur héðan frá Íslandi. Þá er maður að horfa í kringum Kaupmannahöfn, Stokkhólm eða Osló eða eitthvað slíkt,“ „Það er það sem við erum að ræða eða ætlum að fara að ræða. Ég er búinn að taka tvö símtöl í morgun en það er erfitt að ná í fólk, það eru allir í fríi,“ segir Haraldur. Mikið hefur verið rætt um peningana sem Víkingar hafa unnið sér inn en ljóst er að drjúgur hluti fer í leigu á fótboltavelli og öryggisgæslu og öllu sem fylgir svo stórum viðburði. „Þetta mun kosta einhverja tugi milljóna, þetta ævintýri, þessir tveir leikir,“ segir Haraldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira
Víkingur mætir Panathinaikos heima í fyrri leik liðanna 13. febrúar næst komandi en ljóst er að sá leikur verður þrátt fyrir það að heiman. En hvað veldur því að Víkingar gátu leikið hér á landi fyrir áramót en ekki eftir þau? „Nú erum við komnir lengra í keppninni og UEFA setur frekari skorður, sem er helst flóðlýsing á Kópavogsvelli. Þeir eru náttúrulega búnir að selja réttinn að öllum þessum leikjum og að byrja leik klukkan 13 eða 14 í Kópavogi í febrúar er ekki fýsilegt og kannski ómögulegt af því að febrúar er oft veðurfarslega erfiður mánuður,“ segir Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, í samtali við Stöð 2. Leita gervigrass á Norðurlöndum Færeyjar voru fyrsti kostur Víkinga en sá gekk ekki upp vegna ótraustra flugsamgangna. Vellir á Skandinavíu eru helst til skoðunar og þá vilja Víkingar spila á gervigrasi. „Gervigras er alltaf fyrsti kosturinn fyrir okkur og við munum stíla inn á það. Ég held við séum að leita að staðsetningu sem er með þægilegar samgöngur héðan frá Íslandi. Þá er maður að horfa í kringum Kaupmannahöfn, Stokkhólm eða Osló eða eitthvað slíkt,“ „Það er það sem við erum að ræða eða ætlum að fara að ræða. Ég er búinn að taka tvö símtöl í morgun en það er erfitt að ná í fólk, það eru allir í fríi,“ segir Haraldur. Mikið hefur verið rætt um peningana sem Víkingar hafa unnið sér inn en ljóst er að drjúgur hluti fer í leigu á fótboltavelli og öryggisgæslu og öllu sem fylgir svo stórum viðburði. „Þetta mun kosta einhverja tugi milljóna, þetta ævintýri, þessir tveir leikir,“ segir Haraldur. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Enski boltinn Með hendur fyrir aftan bak í fimm hundruð metra hæð Sport Fleiri fréttir Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Í beinni: Arsenal - Manchester United | Stórveldi slást um stigin þrjú Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Sjá meira