Gary sem stal jólunum Valur Páll Eiríksson skrifar 27. desember 2024 09:30 Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna. Bradley Collyer/PA Images via Getty Images Fyrrum fótboltamaðurinn Gary Neville er ekki mikill aðdáandi hátíðanna í desember. Einkar kassalaga maðurinn kann illa við að breytingu á rútínu sinni, hatar kalkún og vakir aldrei til miðnættis á gamlárskvöld. „Ég get alveg slakað á. En jólin eru ekkert frábær, er það? Eftir fyrstu tvo tímana,“ sagði Neville í jólaþætti hlaðvarpsins The Overlap, aðspurður af kollega sínum Ian Wright hvernig hann hagaði jólunum. Bretar halda jólin að jafnaði á jóladag, líkt og hefð er fyrir vestanhafs og víðar. Gjafir eru opnaðar að morgni til og jólamaturinn borðaður seinni part dags. „Veistu hvað mér mislíkar? Að við borðum á skrýtnum tíma. Ég vil borða klukkan níu, eitt og sjö,“ segir vanafastur Neville við mikinn hlátur félaga sinna í settinu. „Maður borðar klukkan þrjú og hvað gerir maður svo? Það fer allt úr skorðum.“ Kalkúnn er vinsæll jólamatur í Bretlandi en Neville hefur áður sagst kunna illa við hann. „Ég borða ekki kalkún, er það umdeild skoðun?“ sagði Neville þar. „Ég fæ mér nautakjöt eða eitthvað slíkt. Ég hata kalkún.“ Áramótin eru þá ekki Neville að skapi heldur. Jamie Carragher sagði sögu af því þegar Neville dreif sig heim að sofa löngu fyrir miðnætti þegar þeir félagar voru saman ein áramótin. „Ég hef aldrei vakað eftir nýárinu. Kannski einu sinni, á aldamótunum, þá var stór veisla. En annars ekki. Ég vaki ekki til miðnættis. Mér finnst mjög furðulegt að fólk nenni að vaka til miðnættis,“ segir Neville. Umræðu um skoðanir Neville á jólum og áramótum má sjá í efri spilaranum og hefst umræðan eftir 21 mínútu og 36 sekúndur. Kalkúnaumræðan er í neðri spilaranum. “I hate turkey!” 🦃Gary’s Christmas dinner hot take is bound to ruffle some feathers! 😉 🎄 pic.twitter.com/VFqVYNosyd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) December 25, 2024 Enski boltinn Fótbolti Jól Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira
„Ég get alveg slakað á. En jólin eru ekkert frábær, er það? Eftir fyrstu tvo tímana,“ sagði Neville í jólaþætti hlaðvarpsins The Overlap, aðspurður af kollega sínum Ian Wright hvernig hann hagaði jólunum. Bretar halda jólin að jafnaði á jóladag, líkt og hefð er fyrir vestanhafs og víðar. Gjafir eru opnaðar að morgni til og jólamaturinn borðaður seinni part dags. „Veistu hvað mér mislíkar? Að við borðum á skrýtnum tíma. Ég vil borða klukkan níu, eitt og sjö,“ segir vanafastur Neville við mikinn hlátur félaga sinna í settinu. „Maður borðar klukkan þrjú og hvað gerir maður svo? Það fer allt úr skorðum.“ Kalkúnn er vinsæll jólamatur í Bretlandi en Neville hefur áður sagst kunna illa við hann. „Ég borða ekki kalkún, er það umdeild skoðun?“ sagði Neville þar. „Ég fæ mér nautakjöt eða eitthvað slíkt. Ég hata kalkún.“ Áramótin eru þá ekki Neville að skapi heldur. Jamie Carragher sagði sögu af því þegar Neville dreif sig heim að sofa löngu fyrir miðnætti þegar þeir félagar voru saman ein áramótin. „Ég hef aldrei vakað eftir nýárinu. Kannski einu sinni, á aldamótunum, þá var stór veisla. En annars ekki. Ég vaki ekki til miðnættis. Mér finnst mjög furðulegt að fólk nenni að vaka til miðnættis,“ segir Neville. Umræðu um skoðanir Neville á jólum og áramótum má sjá í efri spilaranum og hefst umræðan eftir 21 mínútu og 36 sekúndur. Kalkúnaumræðan er í neðri spilaranum. “I hate turkey!” 🦃Gary’s Christmas dinner hot take is bound to ruffle some feathers! 😉 🎄 pic.twitter.com/VFqVYNosyd— The Overlap (@WeAreTheOverlap) December 25, 2024
Enski boltinn Fótbolti Jól Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Benoný Breki áfram á skotskónum „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Sjá meira