Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 26. desember 2024 21:44 Fico og Pútín funduðu sunnudaginn 22. desember í Moskvu. ap Robert Fico forsætisráðherra Slóvakíu bauðst til þess að hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu á fundi hans með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á sunnudag. Þetta tilkynnti Pútín í dag. Fundurinn bar nokkuð óvænt að en kemur til þar sem Úkraínumenn hafa neitað að leyfa Slóvökum að flytja rússneskt gas í gegnum leiðslur sem liggja þvert yfir Úkraínu. Samningar Úkraínumanna við rússneska gasrisann Gazprom renna út eftir áramót og er ólíklegt að Úkraína muni endurnýja þá samninga. Fico reyndi án árangurs að sannfæra Selenskí Úkraínuforseta um að leyfa flutningana á leiðtogafundi í síðustu viku. Fico hélt til Moskvu ásamt Viktori Orban forseta Ungverjalands, en þeir tveir eru einu þjóðarleiðtogar innan Evrópu sem hafa haldið samskiptum við Rússa frá því að stríð hófst fyrir tveimur árum með innrás þeirra í Úkraínu. Fundurinn í Moskvu er leið Fico til að greiða fyrir flutningi á rússnesku gasi til Slóvakíu. Fico tók ákvörðun um að hætta hernaðarframlögum til Úkraínu skömmu eftir að hann náði kjöri á síðasta ári. Pútín kveðst ekki mótfallinn mögulegum friðarviðræðum sem virðast hafa komið til tals á fundi hans og slóvakíska forsetans. „Hvers vegna ekki?,“ er haft eftir Pútín. „Í ljósi hlutlausu stöðunnar sem Slóvakía tekur.“ Pútín hefur á sama tíma hvergi hvikað frá þeiri skoðun sinin að Rússar muni ná öllum markmiðum í Úkraínu. Í gær héldu þeir árásum sínum áfram þar í landi með fjölda loftárása á orkuinnviði. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Tengdar fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Þetta tilkynnti Pútín í dag. Fundurinn bar nokkuð óvænt að en kemur til þar sem Úkraínumenn hafa neitað að leyfa Slóvökum að flytja rússneskt gas í gegnum leiðslur sem liggja þvert yfir Úkraínu. Samningar Úkraínumanna við rússneska gasrisann Gazprom renna út eftir áramót og er ólíklegt að Úkraína muni endurnýja þá samninga. Fico reyndi án árangurs að sannfæra Selenskí Úkraínuforseta um að leyfa flutningana á leiðtogafundi í síðustu viku. Fico hélt til Moskvu ásamt Viktori Orban forseta Ungverjalands, en þeir tveir eru einu þjóðarleiðtogar innan Evrópu sem hafa haldið samskiptum við Rússa frá því að stríð hófst fyrir tveimur árum með innrás þeirra í Úkraínu. Fundurinn í Moskvu er leið Fico til að greiða fyrir flutningi á rússnesku gasi til Slóvakíu. Fico tók ákvörðun um að hætta hernaðarframlögum til Úkraínu skömmu eftir að hann náði kjöri á síðasta ári. Pútín kveðst ekki mótfallinn mögulegum friðarviðræðum sem virðast hafa komið til tals á fundi hans og slóvakíska forsetans. „Hvers vegna ekki?,“ er haft eftir Pútín. „Í ljósi hlutlausu stöðunnar sem Slóvakía tekur.“ Pútín hefur á sama tíma hvergi hvikað frá þeiri skoðun sinin að Rússar muni ná öllum markmiðum í Úkraínu. Í gær héldu þeir árásum sínum áfram þar í landi með fjölda loftárása á orkuinnviði.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Slóvakía Tengdar fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Sjá meira
Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á orkuinnviði víða um Úkraínu í morgun og er fyrir vikið víða rafmagnslaust í landinu í dag jóladag. Rússneskt yfirvöld segja að árásinni hafi verið beint gegn lykilinnviðum í landinu og að vel hafi tekist til. Úkraínuforseti segir tímasetningu árásarinnar ómannúðlega. 25. desember 2024 17:19