Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 26. desember 2024 19:33 Frá Súðarvíkurhlíð í dag. aðsend Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Nokkur snjóflóð féllu á vegi á Vestfjörðum í nótt. Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og töluverð ofankoma og hvasst. Á Vestfjörðum hefur snjónum kyngt niður. „Suðvestan éljagangur frá því á aðfangadag og búinn að vera safnast snjór svona hægt og hægt í fjöll og féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð og nokkrum fleiri stöðum í nótt,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Þá féllu líka snjóflóð á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Um klukkan eitt í dag var vegurinn um Súðavíkurhlíð mokaður og umferð hleypt á veginn í nokkrar klukkustundir. „Vegagerðin nýtti þann glugga til að opna og hleypa umferð um veginn og svo er útlit fyrir að það fari að snjóa núna, koma skil yfir Vestfirði, og á að fara að snjóa samfellda snjókomu frekar en éljagang. Svo er útlit fyrir að það fari að rigna láglendi seint í kvöld og nótt en að það hvessi aftur með hvassri suðvestan átt og það taki aftur við þetta sama verður á morgun. En svo er í norðanátt á laugardag og svo er útlit fyrir að þetta fari nú að hætta og það verði skaplegt veður eftir sunnudag.“ Þá hefur víða verið þung færð á vegum landsins síðustu daga. Þannig voru Hellisheiði og Holtavörðuheiði ófærar um tíma og það sama á við um Öxnadalsheiði. Þá hefur víða verið flughált í dag en harður árekstur tveggja bíla varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sex fluttir með henni á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsl þeirra ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið. Þá er snjóflóðahætta enn í gildi á Vestfjörðum og er viðbúið að hún verði þá þar til um helgina. „Það er bara áfram snjóflóðahætta undir þessum bröttu hlíðum og vegum sem eru mjög nálægt hlíðinni eins og Súðavíkurhlíð og það eru fleiri svoleiðis staðir en það er engin hætta í byggð eins og er. Svo er bara útlit fyrir fínasta veður eftir sunnudaginn en þá kólnar mikið. Spáir talsverðu frosti.“ Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Veður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Leiðindaveður hefur verið víða um land um jólahátíðina og töluverð ofankoma og hvasst. Á Vestfjörðum hefur snjónum kyngt niður. „Suðvestan éljagangur frá því á aðfangadag og búinn að vera safnast snjór svona hægt og hægt í fjöll og féllu nokkur flóð á Súðavíkurhlíð og nokkrum fleiri stöðum í nótt,“ segir Óliver Hilmarsson sérfræðingur á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Þá féllu líka snjóflóð á veginn upp á Gemlufallsheiði í Bjarnadal og í Súgandafirði á leiðinni til Suðureyrar. Um klukkan eitt í dag var vegurinn um Súðavíkurhlíð mokaður og umferð hleypt á veginn í nokkrar klukkustundir. „Vegagerðin nýtti þann glugga til að opna og hleypa umferð um veginn og svo er útlit fyrir að það fari að snjóa núna, koma skil yfir Vestfirði, og á að fara að snjóa samfellda snjókomu frekar en éljagang. Svo er útlit fyrir að það fari að rigna láglendi seint í kvöld og nótt en að það hvessi aftur með hvassri suðvestan átt og það taki aftur við þetta sama verður á morgun. En svo er í norðanátt á laugardag og svo er útlit fyrir að þetta fari nú að hætta og það verði skaplegt veður eftir sunnudag.“ Þá hefur víða verið þung færð á vegum landsins síðustu daga. Þannig voru Hellisheiði og Holtavörðuheiði ófærar um tíma og það sama á við um Öxnadalsheiði. Þá hefur víða verið flughált í dag en harður árekstur tveggja bíla varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og sex fluttir með henni á slysadeild Landspítalans en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru meiðsl þeirra ekki jafn alvarleg og fyrst var haldið. Þá er snjóflóðahætta enn í gildi á Vestfjörðum og er viðbúið að hún verði þá þar til um helgina. „Það er bara áfram snjóflóðahætta undir þessum bröttu hlíðum og vegum sem eru mjög nálægt hlíðinni eins og Súðavíkurhlíð og það eru fleiri svoleiðis staðir en það er engin hætta í byggð eins og er. Svo er bara útlit fyrir fínasta veður eftir sunnudaginn en þá kólnar mikið. Spáir talsverðu frosti.“
Náttúruhamfarir Snjóflóð á Íslandi Veður Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira