Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2024 11:48 Lárus Óskar er svæðisstjóri hjá Hjálpræðishernum. Um sextíu manns komu í jólamat Hjálpræðishersins í gærkvöldi, og voru allir gestir leystir út með gjöfum. Svæðisforingi hersins segir gleðilegt að geta endurvakið hefðina, eftir nokkurra ára hlé. Hjálpræðisherinn hefur um árabil haft þann sið að bjóða fólki sem er eitt um jólin í mat klukkan sex á aðfangadagskvöld, þar sem það getur átt notalega og fallega stund saman. Svæðisforingi segir allt hafa gengið vel. „Þetta voru milli 50 og 60 manns sem komu og borðuðu hjá okkur lambalæri og hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Svo er alltaf hefð hjá okkur lesa jólasögu, vera með jólahugvekju, syngja jólalög og dansa í kringum jólatréð,“ segir Lárus Óskar Sigmundsson, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum. Að kvöldi loknu hafi allir verið leystir út með gjöfum. Mikil þörf á síðasta ári Þrátt fyrir að um áralanga hefð sé að ræða lagðist hún niður á tímum Covid, en var endurvakin nú í ár. „Það var gott að koma aftur, geta gert þetta og hjálpað fólki sem er eitt um jólin.“ Gert hafði verið ráð fyrir um 90 til 100 manns, en Lárus segir alltaf einhver afföll verða, sér í lagi þegar færðin er jafn slæm og í gær. „Maður sá að þörfin var mikil, sérstaklega í fyrra. Það var mikið af fólki sem hringdi í fyrra og spurði hvort við værum með jólamat. Þá sögðum við 'Nei, því miður'. Það var gott að geta sagt í ár 'Jú, við erum með það og þú ert hjartanlega velkominn'.“ Lárus segist finna fyrir miklum stuðningi við hreyfinguna, sem treysti á frjáls framlög. „Það er rosa góður og mikill stuðningur, hvert einasta ár.“ Jól Góðverk Hjálparstarf Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Hjálpræðisherinn hefur um árabil haft þann sið að bjóða fólki sem er eitt um jólin í mat klukkan sex á aðfangadagskvöld, þar sem það getur átt notalega og fallega stund saman. Svæðisforingi segir allt hafa gengið vel. „Þetta voru milli 50 og 60 manns sem komu og borðuðu hjá okkur lambalæri og hamborgarhrygg með öllu tilheyrandi. Svo er alltaf hefð hjá okkur lesa jólasögu, vera með jólahugvekju, syngja jólalög og dansa í kringum jólatréð,“ segir Lárus Óskar Sigmundsson, svæðisforingi hjá Hjálpræðishernum. Að kvöldi loknu hafi allir verið leystir út með gjöfum. Mikil þörf á síðasta ári Þrátt fyrir að um áralanga hefð sé að ræða lagðist hún niður á tímum Covid, en var endurvakin nú í ár. „Það var gott að koma aftur, geta gert þetta og hjálpað fólki sem er eitt um jólin.“ Gert hafði verið ráð fyrir um 90 til 100 manns, en Lárus segir alltaf einhver afföll verða, sér í lagi þegar færðin er jafn slæm og í gær. „Maður sá að þörfin var mikil, sérstaklega í fyrra. Það var mikið af fólki sem hringdi í fyrra og spurði hvort við værum með jólamat. Þá sögðum við 'Nei, því miður'. Það var gott að geta sagt í ár 'Jú, við erum með það og þú ert hjartanlega velkominn'.“ Lárus segist finna fyrir miklum stuðningi við hreyfinguna, sem treysti á frjáls framlög. „Það er rosa góður og mikill stuðningur, hvert einasta ár.“
Jól Góðverk Hjálparstarf Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira