Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir og Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifa 23. desember 2024 11:02 Jólin geta verið dásamlegur tími þrátt fyrir skammdegið, sem við lýsum þá upp með ljósaseríum eða kertum í faðmi fjölskyldu og vina. Þessum tíma geta líka fylgt áskoranir m.t.t loftgæði innandyra. Sem dæmi geta skert loftgæð haft áhrif á þurrk í hálsi og augum, nefstíflur eða jafnvel valdið höfuðverk. Við tengjum þessi einkenni oft við skammdegið, álag eða kulda, en á sama tíma er vert að hafa loftgæði á heimilinu í huga. Hátíðarljós og kerti Kertaljós skapa hlýja stemningu, en þau losa einnig mengandi efni eins og rokgjörn lífræn efni (VOC) og sót sem hafa áhrif á loftgæði. Ef kerti eru ilmandi eða lituð getur það aukið magn óæskilegra efna í loftinu. Þau fela einnig í sér brunahættu. Það er gott ráð að lofta reglulega út, veldu ólituð kerti úr náttúrulegum efnum, hafðu þau fjarri skreytingum og slökktu á þeim þegar þú yfirgefur herbergi. Jólatré og skraut Gervijólatré og nýhöggvin tré geta bæði haft áhrif á loftgæðin. Gervitré losa rokgjörn efni (VOC) og eru úðuð með eldtefjandi efnum, en náttúruleg tré geta borið með sér frjókorn og sveppagró. Viðrið gervitré í nokkra daga fyrir notkun, og skolaðu náttúruleg tré áður en þau fara inn. Veljið vistvænt skraut til að minnka innflutning skaðlegra efna. Gjafir og loftgæði Gjafir, sérstaklega frá löndum með minna eftirlit, geta stundum losað efni eins og þalöt, BPA og PFAS. Þessi efni geta verið hormónatruflandi og valdið ertingu í slímhúð. Ef mikil og sterk lykt er af hlutnum er ráð að setja hann ekki strax í svefnrými, og gott ef hægt er að strjúka af honum með rakri tusku og reyna svo að láta lofta um hann afsíðis. Reynið að opna gjafir í loftræstu rými, opna glugga og forðist vörur úr plasti án vottana. Veljið vistvænar eða sjálfbærar gjafir og notið umhverfisvænar umbúðir. Losið plast umbúðir um leið og hægt er í lokaðar sorptunnur/ílát. Þvoið fatnað áður en hann er notaður. Sjálfbærni og umhverfi Endurnýtið: Notið gjafapappír, merkimiða og skraut aftur. Gefið upplifanir: Gjafir sem stuðla að minni sóun og ánægju. Skipuleggið innkaup: Forðist matarsóun og nýtið afganga vel. Hagnýt lausn fyrir hátíðarnar Loftræstu reglulega, fylgstu með loftraka og tryggðu góð loftskipti. Lítill raki dregur úr líkum á myglu og bætir loftgæðin. Gott jafnvægi er lykillinn að heilbrigðu heimili. Með litlum breytingum getum við gert hátíðarnar notalegri, heilbrigðari og vistvænni. Gleðileg loftgæða jól! Höfundar er Heiða Mjöll Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá LSH og Sylgja Dögg lýðheilsu- og líffræðingur hjá VERKVIST verkfræðistofu báðar í stjórn IceIAQ samtök um loftgæði og ráðstefnustjórn Healthy buildings Iceland 2025 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Jólin geta verið dásamlegur tími þrátt fyrir skammdegið, sem við lýsum þá upp með ljósaseríum eða kertum í faðmi fjölskyldu og vina. Þessum tíma geta líka fylgt áskoranir m.t.t loftgæði innandyra. Sem dæmi geta skert loftgæð haft áhrif á þurrk í hálsi og augum, nefstíflur eða jafnvel valdið höfuðverk. Við tengjum þessi einkenni oft við skammdegið, álag eða kulda, en á sama tíma er vert að hafa loftgæði á heimilinu í huga. Hátíðarljós og kerti Kertaljós skapa hlýja stemningu, en þau losa einnig mengandi efni eins og rokgjörn lífræn efni (VOC) og sót sem hafa áhrif á loftgæði. Ef kerti eru ilmandi eða lituð getur það aukið magn óæskilegra efna í loftinu. Þau fela einnig í sér brunahættu. Það er gott ráð að lofta reglulega út, veldu ólituð kerti úr náttúrulegum efnum, hafðu þau fjarri skreytingum og slökktu á þeim þegar þú yfirgefur herbergi. Jólatré og skraut Gervijólatré og nýhöggvin tré geta bæði haft áhrif á loftgæðin. Gervitré losa rokgjörn efni (VOC) og eru úðuð með eldtefjandi efnum, en náttúruleg tré geta borið með sér frjókorn og sveppagró. Viðrið gervitré í nokkra daga fyrir notkun, og skolaðu náttúruleg tré áður en þau fara inn. Veljið vistvænt skraut til að minnka innflutning skaðlegra efna. Gjafir og loftgæði Gjafir, sérstaklega frá löndum með minna eftirlit, geta stundum losað efni eins og þalöt, BPA og PFAS. Þessi efni geta verið hormónatruflandi og valdið ertingu í slímhúð. Ef mikil og sterk lykt er af hlutnum er ráð að setja hann ekki strax í svefnrými, og gott ef hægt er að strjúka af honum með rakri tusku og reyna svo að láta lofta um hann afsíðis. Reynið að opna gjafir í loftræstu rými, opna glugga og forðist vörur úr plasti án vottana. Veljið vistvænar eða sjálfbærar gjafir og notið umhverfisvænar umbúðir. Losið plast umbúðir um leið og hægt er í lokaðar sorptunnur/ílát. Þvoið fatnað áður en hann er notaður. Sjálfbærni og umhverfi Endurnýtið: Notið gjafapappír, merkimiða og skraut aftur. Gefið upplifanir: Gjafir sem stuðla að minni sóun og ánægju. Skipuleggið innkaup: Forðist matarsóun og nýtið afganga vel. Hagnýt lausn fyrir hátíðarnar Loftræstu reglulega, fylgstu með loftraka og tryggðu góð loftskipti. Lítill raki dregur úr líkum á myglu og bætir loftgæðin. Gott jafnvægi er lykillinn að heilbrigðu heimili. Með litlum breytingum getum við gert hátíðarnar notalegri, heilbrigðari og vistvænni. Gleðileg loftgæða jól! Höfundar er Heiða Mjöll Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur hjá LSH og Sylgja Dögg lýðheilsu- og líffræðingur hjá VERKVIST verkfræðistofu báðar í stjórn IceIAQ samtök um loftgæði og ráðstefnustjórn Healthy buildings Iceland 2025
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar