Enski boltinn

Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu

Valur Páll Eiríksson skrifar
Adam átti ekki sjö dagana sæla í Fleetwood.
Adam átti ekki sjö dagana sæla í Fleetwood. Lee Parker - CameraSport via Getty Images

Skotinn Charlie Adam hefur verið látinn taka poka sinn hjá Fleetwood Town í ensku D-deildinni. Liðinu var ætlað upp um deild en á í töluverðum vandræðum.

Adam tók við Fleetwood á gamlársdag í fyrra og var ætlað að snúa gengi liðsins við í hans fyrsta aðalþjálfarastarfi. Áður hafði hann starfað hjá Burnley.

Fleetwood hafði tapað níu leikjum í röð þegar Adam tók við og honum ætlað að bjarga liðinu frá falli úr ensku C-deildinni, en það gekk ekki eftir. Hann hélt þó starfinu og var ætlað koma Fleetwood beint aftur upp í C-deildina.

Fleetwood hins vegar aðeins unnið einn leik af síðustu ellefu og Adam rekinn í gær.

Adam er fyrrum skoskur landsliðsmaður og spilaði á ferli sínum fyrir Liverpool, Blackpool og Stoke í ensku úrvalsdeildinni, auk Rangers í heimalandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×