Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 22. desember 2024 12:03 Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Ég á enn fyrstu bókina sem ég las fram á jólanótt. Þetta er Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Miðað við útgáfuár bókarinnar hef ég verið 9 ára gömul. Þegar líður á unglingsár breytast áherslurnar og partý og áramótaböll taka við af hinum hefðbundna jólaanda. Ég á enn jólakort þar sem sendendur bæta við hefðbundnar jólakveðjur „sjáumst á áramótaballinu í Valaskjálf.“ Þarna var ég á lokaári í grunnskóla. Á fullorðinsárum taka við fjölskyldujól með maka og börnum. Síðan vaxa börnin úr grasi og þá þarf að endurskilgreina jólin og jólahefðirnar. En lífið er ekki alveg svona einfalt. Því miður erum við ekki öll svo heppin að eiga kærleiksríkar minningar frá æskujólunum. Erfiðleikar í fjölskyldum eru af ýmsum toga og hjá sumum er aðdragandi jóla stöðug áminning um það sem fór úrskeiðis. Á fullorðinsaldri geta veikindi, skilnaðir, dauðsföll og önnur áföll og erfiðleikar sett strik í reikninginn og við þurfum sífellt að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hvað gefi okkur gleði í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum. Það er auðvelt að sitja í sársaukafullum minningum um fortíðina á þessum árstíma, dvelja við það sem var, er ekki lengur og verður aldrei eins. Til að njóta jólanna sem best er mikilvægt að endurskapa jólin með því að búa til nýjar hefðir með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu í það og það skiptið. Sumir eiga erfitt með að setja mörk, freistast til að gera eins og aðrir fjölskyldumeðlimir óska að við gerum. Minnumst þess að þetta er okkar tími og við ákveðum hvernig og með hverjum við verjum honum. Sjálf nota ég jólin til að hlaða batteríin og hitta fólk sem ég næ ekki að hitta í dagsins önn. Fyrir mér eru jólin einfaldleikinn. Bókalestur, sjónvarpsáhorf, góður matur og vina og fjölskylduhittingar í bland. Allt frá því að við náum þeim aldri að hætta að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei eins. Kærar minningar okkar um jólin breytast hins vegar ekki og á þessum árstíma er gott að draga fram góðar minningar. Minnum okkur á það sem við höfum og það sem lífið hefur fært okkur í stað þess að minnast þess sem við höfum glatað og misst. Höfundur er sálfræðingur hjá Samkennd Heilsusetri og á Reykjalundi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Sjá meira
Góð vinkona mín kom einhverju sinni með áhugaverðan punkt varðandi jólin. Frá þeim aldri sem við hættum að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei söm. Það er nokkuð til í því. Spenningurinn fyrir gjöfunum minnkar með aldrinum og annað fer að skipta meira máli. Ég á enn fyrstu bókina sem ég las fram á jólanótt. Þetta er Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Miðað við útgáfuár bókarinnar hef ég verið 9 ára gömul. Þegar líður á unglingsár breytast áherslurnar og partý og áramótaböll taka við af hinum hefðbundna jólaanda. Ég á enn jólakort þar sem sendendur bæta við hefðbundnar jólakveðjur „sjáumst á áramótaballinu í Valaskjálf.“ Þarna var ég á lokaári í grunnskóla. Á fullorðinsárum taka við fjölskyldujól með maka og börnum. Síðan vaxa börnin úr grasi og þá þarf að endurskilgreina jólin og jólahefðirnar. En lífið er ekki alveg svona einfalt. Því miður erum við ekki öll svo heppin að eiga kærleiksríkar minningar frá æskujólunum. Erfiðleikar í fjölskyldum eru af ýmsum toga og hjá sumum er aðdragandi jóla stöðug áminning um það sem fór úrskeiðis. Á fullorðinsaldri geta veikindi, skilnaðir, dauðsföll og önnur áföll og erfiðleikar sett strik í reikninginn og við þurfum sífellt að endurskilgreina okkar eigin jólaanda og hvað gefi okkur gleði í aðdraganda jóla og á jólunum sjálfum. Það er auðvelt að sitja í sársaukafullum minningum um fortíðina á þessum árstíma, dvelja við það sem var, er ekki lengur og verður aldrei eins. Til að njóta jólanna sem best er mikilvægt að endurskapa jólin með því að búa til nýjar hefðir með þeim sem við skilgreinum sem okkar nánustu í það og það skiptið. Sumir eiga erfitt með að setja mörk, freistast til að gera eins og aðrir fjölskyldumeðlimir óska að við gerum. Minnumst þess að þetta er okkar tími og við ákveðum hvernig og með hverjum við verjum honum. Sjálf nota ég jólin til að hlaða batteríin og hitta fólk sem ég næ ekki að hitta í dagsins önn. Fyrir mér eru jólin einfaldleikinn. Bókalestur, sjónvarpsáhorf, góður matur og vina og fjölskylduhittingar í bland. Allt frá því að við náum þeim aldri að hætta að fá leikföng í jólagjöf breytast jólin og verða aldrei eins. Kærar minningar okkar um jólin breytast hins vegar ekki og á þessum árstíma er gott að draga fram góðar minningar. Minnum okkur á það sem við höfum og það sem lífið hefur fært okkur í stað þess að minnast þess sem við höfum glatað og misst. Höfundur er sálfræðingur hjá Samkennd Heilsusetri og á Reykjalundi.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun