Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2024 07:38 Tveir flugmenn sluppu lifandi frá því að verða skotnir niður skömmu eftir flugtak frá flugmóðurskipinu USS Truman í nótt. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AP/Bernat Armangue Tveir flugmenn sjóhers Bandaríkjanna lifðu af þegar herþota þeirra var skotin niður yfir Rauðahafi í nótt. Svo virðist sem þotan hafi verið skotin niður af Bandaríkjamönnum sjálfum og var það í kjölfar loftárásar gegn Hútum í Jemen. Annar flugmaðurinn er sagður hafa slasast lítillega en annar munu þeir hafa sloppið vel þegar þeir komu sér úr F/A-18 Hornet herþotunni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru flugmennirnir ný komnir á loft frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman þegar áhöfn eldflauga-beitiskipsins USS Gettysburg skaut á þotuna fyrir mistök. Þetta var eftir að gerð var loftárás gegn meintri stjórnstöð Húta og eldflaugageymslu í Jemen og hafði Truman-flotinn skotið niður nokkra dróna og stýriflaugar sem hafði verið flogið og skotið að flotanum frá Jemen. CENTCOM Conducts Airstrikes Against Iran-Backed Houthi Missile Storage and Command/Control Facilities in YemenTAMPA, Fla. - U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted precision airstrikes against a missile storage facility and a command-and-control facility operated by… pic.twitter.com/YRWWQJIweP— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 21, 2024 Hútar eru uppreisnarhópur sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran og stjórna þeir stórum hluta Jemen. Skömmu eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst byrjuðu þeir að gera árásir á frakt- og herskip á Rauðahafi og Adenflóa með eldflaugum og drónum. Flugmóðurskipið USS Harry S. Truman er nú á Rauðahafi ásamt fylgiflota.AP/Darko Bandic Árásir hafa verið gerðar á um hundrað fraktskip. Tveimur þeirra hefur verið sökkt, eitt hefur verið hertekið og mörg hafa orðið fyrir skemmdum. Fjórir hafa dáið í þessum árásum.´ Bandaríkjamenn, Bretar og aðrir hafa reynt að verjast þessum árásum og gert loftárásir í Jemen til að draga úr þeim. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fjölgað árásum sínum á Húta að undanförnu. Hútar hafa einnig gert árásir með drónum og eldflaugum á Ísrael, sem svarað hefur verið með loftárásum. Beitiskipið USS Gettysburg, sem er af Ticonderoga-gerð. Áhöfn þess skaut herþotuna niður í nótt fyrir mistök.AP/Kaitlin Young Bandaríkin Jemen Hernaður Tengdar fréttir „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Annar flugmaðurinn er sagður hafa slasast lítillega en annar munu þeir hafa sloppið vel þegar þeir komu sér úr F/A-18 Hornet herþotunni. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar voru flugmennirnir ný komnir á loft frá flugmóðurskipinu USS Harry S. Truman þegar áhöfn eldflauga-beitiskipsins USS Gettysburg skaut á þotuna fyrir mistök. Þetta var eftir að gerð var loftárás gegn meintri stjórnstöð Húta og eldflaugageymslu í Jemen og hafði Truman-flotinn skotið niður nokkra dróna og stýriflaugar sem hafði verið flogið og skotið að flotanum frá Jemen. CENTCOM Conducts Airstrikes Against Iran-Backed Houthi Missile Storage and Command/Control Facilities in YemenTAMPA, Fla. - U.S. Central Command (CENTCOM) forces conducted precision airstrikes against a missile storage facility and a command-and-control facility operated by… pic.twitter.com/YRWWQJIweP— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 21, 2024 Hútar eru uppreisnarhópur sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran og stjórna þeir stórum hluta Jemen. Skömmu eftir að stríðið á Gasaströndinni hófst byrjuðu þeir að gera árásir á frakt- og herskip á Rauðahafi og Adenflóa með eldflaugum og drónum. Flugmóðurskipið USS Harry S. Truman er nú á Rauðahafi ásamt fylgiflota.AP/Darko Bandic Árásir hafa verið gerðar á um hundrað fraktskip. Tveimur þeirra hefur verið sökkt, eitt hefur verið hertekið og mörg hafa orðið fyrir skemmdum. Fjórir hafa dáið í þessum árásum.´ Bandaríkjamenn, Bretar og aðrir hafa reynt að verjast þessum árásum og gert loftárásir í Jemen til að draga úr þeim. Bandaríkjamenn eru sagðir hafa fjölgað árásum sínum á Húta að undanförnu. Hútar hafa einnig gert árásir með drónum og eldflaugum á Ísrael, sem svarað hefur verið með loftárásum. Beitiskipið USS Gettysburg, sem er af Ticonderoga-gerð. Áhöfn þess skaut herþotuna niður í nótt fyrir mistök.AP/Kaitlin Young
Bandaríkin Jemen Hernaður Tengdar fréttir „Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35 „Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03 Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
„Einstök sýning“ á getu Bandaríkjanna í loftárásum Tvær B-2 sprengjuflugvélar voru í nótt notaðar til að varpa sprengjum á neðanjarðarbyrgi Húta í Jemen. Sprengjuflugvélarnar búa yfir tækni sem gerir erfitt að sjá þær á ratsjám og eru meðal háþróuðustu herflugvéla heims. 17. október 2024 11:35
„Sölumaður dauðans“ aftur í vopnasölu Viktor Bout, alræmdur vopnasali sem gekk lengi undir nafninu „Sölumaður dauðans“ er aftur farinn að selja vopn, tæpum tveimur árum eftir að honum var sleppt úr fangelsi í Bandaríkjunum. Honum var sleppt í fangaskiptum en Rússar slepptu þá körfuboltakonunni Brittney Griner, sem hafði verið dæmd í níu ára fangelsi fyrir að vera með smávægilegt magn af hassolíu í farangri sínum. 7. október 2024 20:03
Ísrael gerir loftárásir á Jemen Ísraelski herinn hefur greint frá því að gerðar hafi verið loftárásir í Jemen. Skotmörkin hafi verið athafnasvæði Húta, sem ísraelski herinn segir að hafi verið notuð meðal annars til að flytja inn hergögn frá Íran. 29. september 2024 16:20