Körfubolti

Versta frum­raun í úr­vals­deild?

Siggeir Ævarsson skrifar
Leiðin úr NBA yfir í Bónus-deildina getur verið grýtt
Leiðin úr NBA yfir í Bónus-deildina getur verið grýtt vísir/Getty

Fyrrum NBA leikmönnum fjölgar ört í íslenskum körfubolta þessa dagana en þessir leikmenn virðast þó ekki allir vera mættir í NBA-formi í íslenska boltann ef eitthvað er að marka tölfræðina.

Justin James þreytti frumraun sína með Álftanesi gegn Hetti síðastliðið fimmtudagskvöld og þrátt fyrir að hafa skotið boltanum ágætlega fyrir innan þriggjastiga línuna og skilað 15 stigum í hús þá voru aðrir og neikvæðari tölfræðiþættir sem stóðu upp úr.

James var með sex tapaða bolta í leiknum, fimm villur og hitti ekki úr einu einasta þriggjastiga skoti í sjö tilraunum. Þá var hann í mínus 15 í +/- tölfræði liðsins.

Stattnördarnir á Facebook köfuðu ofan í þessa tölfræði og fundu ekki aðra eins frumraun en höfðu þó upp á tveimur frammistöðu með keimlíka tölfræði.

Jón Arnar Ingvarsson, fékk 5 villur, tapaði 7 boltum og hitti ekki úr neinu af 7 þriggja stiga skotum sínum í þegar Haukar töpuðu gegn Grindavík 1. mars 1992 og þann 13. febrúar 2011 fékk Dragoljub Kitanovci, sem þá var leikmaður Tindastóls 5 villur, tapaði 6 boltum og hitti ekki úr neinu af 7 þriggja stiga skotum sínum í tapi gegn Hamri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×