Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. desember 2024 12:12 Hanna Katrín verður atvinnuvegaráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur. Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson mun taka við nýju atvinnuvegaráðuneyti, sem verður nýtt og sameinað ráðuneyti um landbúnað, sjávarútveg, iðnað og fleira. Hanna segir ljóst að ráðuneytið sé risastórt og mikilvægið gríðarlegt. „Þetta eru grunnatvinnuvegir þjóðarinnar og þarna er verðmætasköpunin. Þannig ég er full tilhlökkunnar að takast á við þetta verkefni í nánu samstarfi við hagsmunaaðila bæði nær og fjær,“ segir hún. „Fyrstu skref eru að kynna mér málin, ég er nýkomin með stjórnarsáttmálann í hendurnar, svo er það auðvitað innlit í ráðuneytið, hitta og kynnast samstarfsfólki til næstu ára. Svo held ég að það liggi alveg fyrir að það verði öðruvísi bókajól hjá mér í ár en yfirleitt áður,“ segir hún. Boðar aðeins þær breytingar sem verða í stjórnarsáttálanum Það eru auðvitað stór mál þarna undir og Viðreisn hefur auðvitað haft mjög ákveðnar skoðanir á sjávarútvegsmálum, þú boðar þá væntanlega breytingar þar? „Ég bara boða þær breytingar sem eru að finna í stjórnarsáttmálanum, nú liggur það bara fyrir og þetta verður bara unnið mjög vel vonandi í sem mestri sátt og samlyndi. Markmiðið er held ég hið sama hjá okkur öllum, það er að halda áfram að efla verðmætasköpun öllum almenningi hér á landi til góða.“ Í stefnuskrá Viðreisnar segir að flokkurinn vilji að í stað veiðigjalds verði ákveðinn hluti kvótans settur á markað á hverju ári, og boðinn út sem nýtingarsamningur til 20 ára. Varðandi landbúnaðinn segir Viðreisn að draga þurfi úr miðstýringu í landbúnaði og auka frelsi, bændum og neytendum til hagsbóta. „Lækkun tollahindrana skapar tækifæri fyrir landbúnaðinn,“ segir í stefnu þeirra um landbúnaðinn. Stjórnarsáttmálinn verður kynntur á blaðamannafundi klukkan 13. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira
„Þetta eru grunnatvinnuvegir þjóðarinnar og þarna er verðmætasköpunin. Þannig ég er full tilhlökkunnar að takast á við þetta verkefni í nánu samstarfi við hagsmunaaðila bæði nær og fjær,“ segir hún. „Fyrstu skref eru að kynna mér málin, ég er nýkomin með stjórnarsáttmálann í hendurnar, svo er það auðvitað innlit í ráðuneytið, hitta og kynnast samstarfsfólki til næstu ára. Svo held ég að það liggi alveg fyrir að það verði öðruvísi bókajól hjá mér í ár en yfirleitt áður,“ segir hún. Boðar aðeins þær breytingar sem verða í stjórnarsáttálanum Það eru auðvitað stór mál þarna undir og Viðreisn hefur auðvitað haft mjög ákveðnar skoðanir á sjávarútvegsmálum, þú boðar þá væntanlega breytingar þar? „Ég bara boða þær breytingar sem eru að finna í stjórnarsáttmálanum, nú liggur það bara fyrir og þetta verður bara unnið mjög vel vonandi í sem mestri sátt og samlyndi. Markmiðið er held ég hið sama hjá okkur öllum, það er að halda áfram að efla verðmætasköpun öllum almenningi hér á landi til góða.“ Í stefnuskrá Viðreisnar segir að flokkurinn vilji að í stað veiðigjalds verði ákveðinn hluti kvótans settur á markað á hverju ári, og boðinn út sem nýtingarsamningur til 20 ára. Varðandi landbúnaðinn segir Viðreisn að draga þurfi úr miðstýringu í landbúnaði og auka frelsi, bændum og neytendum til hagsbóta. „Lækkun tollahindrana skapar tækifæri fyrir landbúnaðinn,“ segir í stefnu þeirra um landbúnaðinn. Stjórnarsáttmálinn verður kynntur á blaðamannafundi klukkan 13.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Sjá meira