„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2024 20:01 Albert Ingason ræddi afrek Víkinga í Sambandsdeildinni. vísir / einar Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu. Albert ræddi afrek Víkings við Val Pál Eiríksson í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Albert Ingason um afrek Víkings Albert hafði ekki trú á því fyrirfram að Víkingur gæti komist í umspil, og ekki styrktist trúin þegar fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar tapaðist 4-0 gegn Omonia. Liðið hafi svarað vel í næsta leik á eftir, gegn Cercle Brugge, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma. Mikilvægt hafi verið að ná fyrsta sigrinum strax í annarri umferð og sjáanlegt var hvað það gaf liðinu mikla trú. Hann hrósaði þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni í hástert, einnig markverðinum Ingvari Jónssyni og ungu leikmönnum liðsins eins og Ara Sigurpálssyni og Gísla Gottskálk, sem hann segir hafa verið besta leikmann liðsins í Sambandsdeildinni. Panathinaikos sterkur andstæðingur sem spilar vel undir nýjum þjálfara Víkingur mun í febrúar spila tveggja leikja umspilseinvígi gegn Panathinaikos, stórliði frá Grikklandi sem hefur unnið níu leiki í röð undir stjórn nýs þjálfara. „Þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður skoðar þetta lið á Transfermarkt og sér að hópurinn þeirra er 25 sinnum dýrari en okkar [Víkinga]. Þeir eru með mann á láni frá Manchester United, [Facundo] Pellistri, þannig að þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“ Hvar fer fyrri leikurinn fram? Stóra spurningin er þó hvar fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, mun fara fram. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli snemma dags. Arnar Gunnlaugsson svo gott sem staðfesti að það yrði ekki leyft aftur í viðtali við Fótbolti.net. Líklega mun þurfa að færa leikinn úr landi. „Maður hefur aðeins verið að pota í þetta sjálfur og það sem maður heyrir er að þeir á skrifstofunni í Víkinni eru eiginlega hundrað prósent á því að leikurinn verði ekki spilaður hérna heima, hann fari fram erlendis. Af því að það eru strangari reglur þegar er komið í þessa umspilsleiki, þeir þurfa allir að fara á sama tíma af stað. Ljósin [á Kópavogsvelli] eru ekki góð og gild í þessum kvöldleikjum. Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir Víkinga,“ sagði Albert að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Sjá meira
Albert ræddi afrek Víkings við Val Pál Eiríksson í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Albert Ingason um afrek Víkings Albert hafði ekki trú á því fyrirfram að Víkingur gæti komist í umspil, og ekki styrktist trúin þegar fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar tapaðist 4-0 gegn Omonia. Liðið hafi svarað vel í næsta leik á eftir, gegn Cercle Brugge, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma. Mikilvægt hafi verið að ná fyrsta sigrinum strax í annarri umferð og sjáanlegt var hvað það gaf liðinu mikla trú. Hann hrósaði þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni í hástert, einnig markverðinum Ingvari Jónssyni og ungu leikmönnum liðsins eins og Ara Sigurpálssyni og Gísla Gottskálk, sem hann segir hafa verið besta leikmann liðsins í Sambandsdeildinni. Panathinaikos sterkur andstæðingur sem spilar vel undir nýjum þjálfara Víkingur mun í febrúar spila tveggja leikja umspilseinvígi gegn Panathinaikos, stórliði frá Grikklandi sem hefur unnið níu leiki í röð undir stjórn nýs þjálfara. „Þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður skoðar þetta lið á Transfermarkt og sér að hópurinn þeirra er 25 sinnum dýrari en okkar [Víkinga]. Þeir eru með mann á láni frá Manchester United, [Facundo] Pellistri, þannig að þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“ Hvar fer fyrri leikurinn fram? Stóra spurningin er þó hvar fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, mun fara fram. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli snemma dags. Arnar Gunnlaugsson svo gott sem staðfesti að það yrði ekki leyft aftur í viðtali við Fótbolti.net. Líklega mun þurfa að færa leikinn úr landi. „Maður hefur aðeins verið að pota í þetta sjálfur og það sem maður heyrir er að þeir á skrifstofunni í Víkinni eru eiginlega hundrað prósent á því að leikurinn verði ekki spilaður hérna heima, hann fari fram erlendis. Af því að það eru strangari reglur þegar er komið í þessa umspilsleiki, þeir þurfa allir að fara á sama tíma af stað. Ljósin [á Kópavogsvelli] eru ekki góð og gild í þessum kvöldleikjum. Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir Víkinga,“ sagði Albert að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51 Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Chelsea | Mæta með allt í upplausn í Lundúnaslag Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Sjá meira
Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51