„Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2024 20:01 Albert Ingason ræddi afrek Víkinga í Sambandsdeildinni. vísir / einar Albert Brynjar Ingason, knattspyrnusérfræðingur og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Gula Spjaldið, segir samtöl sín við innanbúðamenn hjá Víkingi gefa sterklega í skyn að umspilsleikur liðsins gegn Panathinaikos í Sambandsdeildinni verði ekki spilaður á Íslandi. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli, sem uppfyllir ekki kröfur um flóðlýsingu. Albert ræddi afrek Víkings við Val Pál Eiríksson í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Albert Ingason um afrek Víkings Albert hafði ekki trú á því fyrirfram að Víkingur gæti komist í umspil, og ekki styrktist trúin þegar fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar tapaðist 4-0 gegn Omonia. Liðið hafi svarað vel í næsta leik á eftir, gegn Cercle Brugge, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma. Mikilvægt hafi verið að ná fyrsta sigrinum strax í annarri umferð og sjáanlegt var hvað það gaf liðinu mikla trú. Hann hrósaði þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni í hástert, einnig markverðinum Ingvari Jónssyni og ungu leikmönnum liðsins eins og Ara Sigurpálssyni og Gísla Gottskálk, sem hann segir hafa verið besta leikmann liðsins í Sambandsdeildinni. Panathinaikos sterkur andstæðingur sem spilar vel undir nýjum þjálfara Víkingur mun í febrúar spila tveggja leikja umspilseinvígi gegn Panathinaikos, stórliði frá Grikklandi sem hefur unnið níu leiki í röð undir stjórn nýs þjálfara. „Þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður skoðar þetta lið á Transfermarkt og sér að hópurinn þeirra er 25 sinnum dýrari en okkar [Víkinga]. Þeir eru með mann á láni frá Manchester United, [Facundo] Pellistri, þannig að þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“ Hvar fer fyrri leikurinn fram? Stóra spurningin er þó hvar fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, mun fara fram. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli snemma dags. Arnar Gunnlaugsson svo gott sem staðfesti að það yrði ekki leyft aftur í viðtali við Fótbolti.net. Líklega mun þurfa að færa leikinn úr landi. „Maður hefur aðeins verið að pota í þetta sjálfur og það sem maður heyrir er að þeir á skrifstofunni í Víkinni eru eiginlega hundrað prósent á því að leikurinn verði ekki spilaður hérna heima, hann fari fram erlendis. Af því að það eru strangari reglur þegar er komið í þessa umspilsleiki, þeir þurfa allir að fara á sama tíma af stað. Ljósin [á Kópavogsvelli] eru ekki góð og gild í þessum kvöldleikjum. Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir Víkinga,“ sagði Albert að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51 Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Albert ræddi afrek Víkings við Val Pál Eiríksson í dag. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Albert Ingason um afrek Víkings Albert hafði ekki trú á því fyrirfram að Víkingur gæti komist í umspil, og ekki styrktist trúin þegar fyrsti leikur Sambandsdeildarinnar tapaðist 4-0 gegn Omonia. Liðið hafi svarað vel í næsta leik á eftir, gegn Cercle Brugge, þrátt fyrir að hafa lent undir snemma. Mikilvægt hafi verið að ná fyrsta sigrinum strax í annarri umferð og sjáanlegt var hvað það gaf liðinu mikla trú. Hann hrósaði þjálfaranum Arnari Gunnlaugssyni í hástert, einnig markverðinum Ingvari Jónssyni og ungu leikmönnum liðsins eins og Ara Sigurpálssyni og Gísla Gottskálk, sem hann segir hafa verið besta leikmann liðsins í Sambandsdeildinni. Panathinaikos sterkur andstæðingur sem spilar vel undir nýjum þjálfara Víkingur mun í febrúar spila tveggja leikja umspilseinvígi gegn Panathinaikos, stórliði frá Grikklandi sem hefur unnið níu leiki í röð undir stjórn nýs þjálfara. „Þetta er gríðarlega erfiður andstæðingur. Maður skoðar þetta lið á Transfermarkt og sér að hópurinn þeirra er 25 sinnum dýrari en okkar [Víkinga]. Þeir eru með mann á láni frá Manchester United, [Facundo] Pellistri, þannig að þetta verður gríðarlega erfiður leikur.“ Hvar fer fyrri leikurinn fram? Stóra spurningin er þó hvar fyrri leikurinn, heimaleikur Víkings, mun fara fram. Víkingar hafa hingað til fengið undanþágu frá UEFA og spilað á Kópavogsvelli snemma dags. Arnar Gunnlaugsson svo gott sem staðfesti að það yrði ekki leyft aftur í viðtali við Fótbolti.net. Líklega mun þurfa að færa leikinn úr landi. „Maður hefur aðeins verið að pota í þetta sjálfur og það sem maður heyrir er að þeir á skrifstofunni í Víkinni eru eiginlega hundrað prósent á því að leikurinn verði ekki spilaður hérna heima, hann fari fram erlendis. Af því að það eru strangari reglur þegar er komið í þessa umspilsleiki, þeir þurfa allir að fara á sama tíma af stað. Ljósin [á Kópavogsvelli] eru ekki góð og gild í þessum kvöldleikjum. Það er auðvitað gríðarlega svekkjandi fyrir Víkinga,“ sagði Albert að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51 Mest lesið Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Fótbolti „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ Körfubolti Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Enski boltinn „Valsararnir voru bara betri“ Körfubolti Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Körfubolti Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Körfubolti Meiðslalistinn lengist í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Meiðslalistinn lengist í Mílanó Tvö mörk skoruð fyrstu tvær mínúturnar í sigri Bayern Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“ „Svekkjandi fyrir Víkinga“ ef leikurinn fer fram erlendis Ísak Bergmann skoraði í slæmu tapi Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“ Víkingar mæta liði Sverris og Harðar Víkingar unnu sér inn 830 milljónir Víkingar í flugi þegar dregið verður í Sambandsdeildinni: „Gæti ekki verið stoltari“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku Albert og félagar í Fiorentina höfnuðu í þriðja sæti Sambandsdeildarinnar Fullt hús stiga hjá Chelsea og Marc Guiu markahæstur Fara til Grikklands eða Slóveníu: Víkingar gætu mætt Sverri Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Klósettpappír og blys trufla leiki í Sambandsdeildinni Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Bróðir Pogba dæmdur fyrir að kúga af honum fé Úlfur metinn besti framherjinn í nýliðavali MLS Örlög Víkinga gætu ráðist í fjölda landa KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Sjá meira
Víkingar spila á Íslandi í dagsbirtu Víkingur Reykjavík mun spila heimaleiki sína á Kópavogsvelli í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta. Vegna ófullnægjandi flóðlýsingar munu leikir Víkings fara fram snemma dags. 20. september 2024 09:51
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“