Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. desember 2024 16:09 Það má með sanni segja að verðandi hjón séu í skýjunum. Hin nýtrúlofaða listakona Vigdís Howser svífur um á bleiku skýi eftir snemmbúna jólagjöf í formi bónorðs frá kærastanum á stórtónleikum Sir Paul McCartney í London í gær. Vigdís og unnusti hennar Kristján Ernir Björvinssson, framleiðandi og dagskrárgerðarmaður, voru stödd á tónleikum Bítilsins í 02 höllinni í London í gærkvöldi þegar Kristján skellti sér öllum að óvörum á skeljarnar og bað um hönd Vigdísar. Vigdís segist hafa verið gapandi hissa. „Ég hélt að við værum bara að taka mynd á meðan Paul McCartney var að syngja uppáhalds lagið mitt. Ég fór eiginlega alveg í black-out. Það voru alveg tuttugu þúsund manns í kringum okkur og ótrúlega margir Íslendingar. Svo kom Matti Matt tónlistarmaður til okkar og óskaði okkur til hamingju,“ segir Vigdís hlæjandi. Parið var á veitingastaðnum Sketch í London að skála fyrir tímamótunum og að njóta lífsins þegar blaðamaður náði tali af þeim. „Við erum núna á Sketch að fagna þessu og það er búið að hella í okkur kampavíni, ótrúlega gaman,“ segir Vigdís sem nýtur lífsins. Vigdís segir að þau ætli að gifta sig 2026 eða 2027. Hún er eðli málsins samkvæmt enn að ná sér niður á jörðina eftir augnablikið sem mun aldrei gleymast. Þau Kristján hafa verið saman í eitt og hálft ár og alla tíð verið á bleiku skýi. „Hann var búinn að ákveða að biðja mín í fyrsta skipti sem við hittumst. Þetta var bara ást við fyrstu sýn.“ Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @kalladumighowser Romance still lives on - he was so covered in lipstick 🤣 i love this man #fyp #paulmccartney #london #o2 #proposal #íslenskt ♬ original sound - Kallaðu mig Howser Ástin og lífið Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira
Vigdís og unnusti hennar Kristján Ernir Björvinssson, framleiðandi og dagskrárgerðarmaður, voru stödd á tónleikum Bítilsins í 02 höllinni í London í gærkvöldi þegar Kristján skellti sér öllum að óvörum á skeljarnar og bað um hönd Vigdísar. Vigdís segist hafa verið gapandi hissa. „Ég hélt að við værum bara að taka mynd á meðan Paul McCartney var að syngja uppáhalds lagið mitt. Ég fór eiginlega alveg í black-out. Það voru alveg tuttugu þúsund manns í kringum okkur og ótrúlega margir Íslendingar. Svo kom Matti Matt tónlistarmaður til okkar og óskaði okkur til hamingju,“ segir Vigdís hlæjandi. Parið var á veitingastaðnum Sketch í London að skála fyrir tímamótunum og að njóta lífsins þegar blaðamaður náði tali af þeim. „Við erum núna á Sketch að fagna þessu og það er búið að hella í okkur kampavíni, ótrúlega gaman,“ segir Vigdís sem nýtur lífsins. Vigdís segir að þau ætli að gifta sig 2026 eða 2027. Hún er eðli málsins samkvæmt enn að ná sér niður á jörðina eftir augnablikið sem mun aldrei gleymast. Þau Kristján hafa verið saman í eitt og hálft ár og alla tíð verið á bleiku skýi. „Hann var búinn að ákveða að biðja mín í fyrsta skipti sem við hittumst. Þetta var bara ást við fyrstu sýn.“ Parið deildi hjartnæmu myndbandi af bónorðinu á Tiktok sem hægt er að sjá hér fyrir neðan. @kalladumighowser Romance still lives on - he was so covered in lipstick 🤣 i love this man #fyp #paulmccartney #london #o2 #proposal #íslenskt ♬ original sound - Kallaðu mig Howser
Ástin og lífið Tímamót Íslendingar erlendis Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið Fleiri fréttir Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Sjá meira