Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. desember 2024 12:12 Síðasta eldgos í Ljósufjallakerfinu er talið hafa verið í Rauðhálsum í Hnappadal í kringum árið 950. „Þar var bærinn, sem nú er borgin," segir í Landnámu um bæ sem á að hafa staðið þar sem gígarnir eru núna. Arnar Halldórsson Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. Jarðskjálfti upp á 3,2 stig, sem varð í fyrrakvöld við Grjótárvatn í fjöllunum ofan Mýra, var að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofunnar sá stærsti frá upphafi mælinga, eða frá því skjálftakerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 1991. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem er úr Stykkishólmi, næsta nágrannabæ Ljósufjalla, segir Ljósufjallakerfið núna hafa látið vita af sér með meiri virkni en þar hafi sést í 86 ár. Hann rifjar upp í færslu á facebook-síðu sinni stóra skjálftahrinu sem varð í fjöllunum árið 1938. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni í Helgafellssveit. Það hraun rann úr Ljósufjallakerfinu.Stöð 2/Björn Sigurðsson. „Við þurfum að fara aftur til ársins 1938 til að sjá meiri skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu, en þá gerðust stór tíðindi. Hinn 10. febrúar 1938 gengu yfir ellefu skjálftar sem voru á bilinu 4,2 til 5,2 af stærð, staðsettir um 32 kílómetra suðsuðaustur af Stykkishólmi, eða í miðju Ljósufjalla. Stórskjálftavirknin stóð yfir um sex klukkutíma. Ég fékk mínar upplýsingar í skrá um eldri skjálfta á vef Veðurstofunnar,“ segir Haraldur og bætir við: „Þessi skjálftavirkni hlýtur að hafa fundist í byggð, einkum á Skógaströnd og í Miklholtshreppi, en ekki er mér kunnugt um ritaðar heimildir. Aðeins ellefu stærstu skjálftarnir eru í skránni, en sjálfsagt hafa gengið yfir hundruð smærri skjálfta þennan dag.“ Ljósufjöll séð úr StykkishólmiSkjáskot/stöð 2 „Vaxandi virkni við Grjótarvatn og órói,“ er fyrirsögn pistils á facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. „Síðustu daga hafa komið fram nokkrar „óróahviður“ á skjálftamælum á svæðinu. Ein slík sást eftir miðnætti 16. desember og birtist hún á gröfum sem þétt röð smáskjálfta. Var hún yfirstaðin á um 15 mínútum.“ Önnur sambærileg óróahviða hafi komi fram á mælum aðfaranótt 18. desember. Stóri skjálftinn við Grjótarvatn hafi reynst 3,2 að stærð og fundist vítt um Vesturland. Í framhaldinu hefði nokkur fjöldi skjálfta mælst, sá stærsti 2,5 að stærð. Jarðskjálftahrinan núna varð í fjöllunum ofan Mýra, austarlega í Ljósufjallakerfinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Álíka óróahviður voru töluvert í umræðunni í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Eru þær gjarnan taldar tákna lítil kvikuinnskot, það er að segja að kvika leitar upp í jarðskorpuna. Virknin í Ljósufjallakerfinu hefur vaxið verulega á þessu ári. Sést það glögglega í þeirri staðreynd að rúmlega 50 skjálftar yfir tvo að stærð hafa mælst á árinu, en þeir voru bara tveir allt síðasta ár. Nýr skjálftamælir var settur upp á svæðinu nýlega sem bætir nákvæmni mælinga og mælir um leið minni atburði en áður. Virknin virðist enn sem komið er bundin við töluvert dýpi og var stóri skjálftinn í gær til dæmis á um 15 kílómetra dýpi. Skjálftarnir í dag hafa verið á allt að 20 kílómetra dýpi, sem þykir mjög djúpt fyrir íslenskar aðstæður,“ segir í pistli Suðurlandshópsins, sem birtist í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um jarðhræringarnar: Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Jarðskjálfti upp á 3,2 stig, sem varð í fyrrakvöld við Grjótárvatn í fjöllunum ofan Mýra, var að sögn náttúruvársérfræðings Veðurstofunnar sá stærsti frá upphafi mælinga, eða frá því skjálftakerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 1991. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, sem er úr Stykkishólmi, næsta nágrannabæ Ljósufjalla, segir Ljósufjallakerfið núna hafa látið vita af sér með meiri virkni en þar hafi sést í 86 ár. Hann rifjar upp í færslu á facebook-síðu sinni stóra skjálftahrinu sem varð í fjöllunum árið 1938. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni í Helgafellssveit. Það hraun rann úr Ljósufjallakerfinu.Stöð 2/Björn Sigurðsson. „Við þurfum að fara aftur til ársins 1938 til að sjá meiri skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu, en þá gerðust stór tíðindi. Hinn 10. febrúar 1938 gengu yfir ellefu skjálftar sem voru á bilinu 4,2 til 5,2 af stærð, staðsettir um 32 kílómetra suðsuðaustur af Stykkishólmi, eða í miðju Ljósufjalla. Stórskjálftavirknin stóð yfir um sex klukkutíma. Ég fékk mínar upplýsingar í skrá um eldri skjálfta á vef Veðurstofunnar,“ segir Haraldur og bætir við: „Þessi skjálftavirkni hlýtur að hafa fundist í byggð, einkum á Skógaströnd og í Miklholtshreppi, en ekki er mér kunnugt um ritaðar heimildir. Aðeins ellefu stærstu skjálftarnir eru í skránni, en sjálfsagt hafa gengið yfir hundruð smærri skjálfta þennan dag.“ Ljósufjöll séð úr StykkishólmiSkjáskot/stöð 2 „Vaxandi virkni við Grjótarvatn og órói,“ er fyrirsögn pistils á facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. „Síðustu daga hafa komið fram nokkrar „óróahviður“ á skjálftamælum á svæðinu. Ein slík sást eftir miðnætti 16. desember og birtist hún á gröfum sem þétt röð smáskjálfta. Var hún yfirstaðin á um 15 mínútum.“ Önnur sambærileg óróahviða hafi komi fram á mælum aðfaranótt 18. desember. Stóri skjálftinn við Grjótarvatn hafi reynst 3,2 að stærð og fundist vítt um Vesturland. Í framhaldinu hefði nokkur fjöldi skjálfta mælst, sá stærsti 2,5 að stærð. Jarðskjálftahrinan núna varð í fjöllunum ofan Mýra, austarlega í Ljósufjallakerfinu.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Álíka óróahviður voru töluvert í umræðunni í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Eru þær gjarnan taldar tákna lítil kvikuinnskot, það er að segja að kvika leitar upp í jarðskorpuna. Virknin í Ljósufjallakerfinu hefur vaxið verulega á þessu ári. Sést það glögglega í þeirri staðreynd að rúmlega 50 skjálftar yfir tvo að stærð hafa mælst á árinu, en þeir voru bara tveir allt síðasta ár. Nýr skjálftamælir var settur upp á svæðinu nýlega sem bætir nákvæmni mælinga og mælir um leið minni atburði en áður. Virknin virðist enn sem komið er bundin við töluvert dýpi og var stóri skjálftinn í gær til dæmis á um 15 kílómetra dýpi. Skjálftarnir í dag hafa verið á allt að 20 kílómetra dýpi, sem þykir mjög djúpt fyrir íslenskar aðstæður,“ segir í pistli Suðurlandshópsins, sem birtist í gærkvöldi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um jarðhræringarnar:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Borgarbyggð Snæfellsbær Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. 19. desember 2024 22:00 Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Stærsti jarðskjálfti sem mælst hefur í Ljósufjallakerfinu til þessa, upp á 3,2 stig, varð þar í gærkvöldi og fylgdi honum skjálftahrina í nótt og fram eftir morgni. Eldstöðvakerfið teygir sig í gegnum byggðir á Vesturlandi. 19. desember 2024 22:00