Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar 20. desember 2024 13:00 Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Jóladagarnir skella á, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Desember kemur, alveg eins og aðrir mánuðir, við höfum ekkert um það að segja. Allt planið, allir dagarnir, jólapeysudagur, sparinesti, jólaball, kirkjuheimsóknir, jólaleikritin, kósýdagur, jólavinaleikir, jólahlaðborð, jólaglöggið, jólatónleikarnir og allt hitt. Svo kemur að hinum heilögu jóladögum og við erum búin á líkama og sál. Börn og fullorðnir. Ár eftir ár. Næstu jól verðum við á Tene! Það er þekkt fyrirbæri að Janúar sé leiðinlegasti mánuður ársins. Langur, leiðinlegur, dimmur og bara alls ekkert í gangi. Síðan kemur febrúar, ekki er hann skárri, þó hann sé styttri. Ekkert að frétta. Mars fylgir i kjölfarið og hann getur verið bæði ágætur eða langur og leiðinlegur. Fer eftir því hvar páskarnir lenda.Þegar betur er að gáð höfum við þarna rúma/tæpa þrjá mánuði þar sem er orðið samfélagslega samþykkt að hata. Kannski ósjálfráð leið til þess að hægja á eftir jólahátíðina? En ef við breytum þessu og minnkum álagið i desember í leiðinni? Minnka álag og lengja gleði? Er það ekki eitthvað? Skellum í kósýdag með sparinesti aðra vikuna í janúar þegar jólaljósin fara að dofna og það er búið að hirða upp jólatrén. Tökum þriðju vikuna í janúar og hendum í leynivinaleik í vinnunni, endum svo á góðum happy eftir vinnu á föstudeginum. Höfum ljótupeysu keppni í febrúar og bjóðum í matarboð. Gerum vetrarleikrit um snjókallinn sem bráðnaði, eða um hvað janúar var langur. Við getum nefnilega fundið jólaandann og upplifað jólagleðina sem anda og gleði ótengt mánuði. Það þarf bara aðeins að endurskoða. Með þessu er ekki verið að segja að sleppa öllu í desember og bara liggja upp i sófa og bíða eftir að jólaandinn komi sjálfkrafa yfir. Heldur að dreifa álaginu og þannig halda i gleðina lengur. Auðvitað gerum við allskonar jólalegt í desember, en pössum álagið á okkur, börnin okkar og annað samferða fólk, Hlustum á hjartað, sálina og líkamann okkar og segjum stopp þegar við finnum að við þurfum þess. Hinir heilögu jóladagar skella á, sama hvað. Ef við dreifum álaginu getum við kannski notið þeirra betur og farið bara hress og kát inn í nýtt ár. Munum að það er i lagi að hægja á. Það gerir það samt engin fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.Jólin eru kertaljós og knús! Tökum utan um hvort annað, njótum líðandi stundar eins og við getum og munum að það er bara allt í lagi að líða allskonar og það koma fleiri mánuðir eftir desember! Höfundur er áhugakona um rólegheit og janúaraðdáandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fara hinir heilögu jóladagar að skella á. Stressið fer vonandi að minnka á flestum heimilum. Búið er að stilla upp vel skreyttum jólagjöfum undir jólatréð og fjölskyldur gefa sér tíma i að njóta samverunnar við tindrandi jólaljós, huggulega jólatónlist og lokkandi ilm úr eldhúsinu. Eða er það alltaf raunin? Jóladagarnir skella á, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Desember kemur, alveg eins og aðrir mánuðir, við höfum ekkert um það að segja. Allt planið, allir dagarnir, jólapeysudagur, sparinesti, jólaball, kirkjuheimsóknir, jólaleikritin, kósýdagur, jólavinaleikir, jólahlaðborð, jólaglöggið, jólatónleikarnir og allt hitt. Svo kemur að hinum heilögu jóladögum og við erum búin á líkama og sál. Börn og fullorðnir. Ár eftir ár. Næstu jól verðum við á Tene! Það er þekkt fyrirbæri að Janúar sé leiðinlegasti mánuður ársins. Langur, leiðinlegur, dimmur og bara alls ekkert í gangi. Síðan kemur febrúar, ekki er hann skárri, þó hann sé styttri. Ekkert að frétta. Mars fylgir i kjölfarið og hann getur verið bæði ágætur eða langur og leiðinlegur. Fer eftir því hvar páskarnir lenda.Þegar betur er að gáð höfum við þarna rúma/tæpa þrjá mánuði þar sem er orðið samfélagslega samþykkt að hata. Kannski ósjálfráð leið til þess að hægja á eftir jólahátíðina? En ef við breytum þessu og minnkum álagið i desember í leiðinni? Minnka álag og lengja gleði? Er það ekki eitthvað? Skellum í kósýdag með sparinesti aðra vikuna í janúar þegar jólaljósin fara að dofna og það er búið að hirða upp jólatrén. Tökum þriðju vikuna í janúar og hendum í leynivinaleik í vinnunni, endum svo á góðum happy eftir vinnu á föstudeginum. Höfum ljótupeysu keppni í febrúar og bjóðum í matarboð. Gerum vetrarleikrit um snjókallinn sem bráðnaði, eða um hvað janúar var langur. Við getum nefnilega fundið jólaandann og upplifað jólagleðina sem anda og gleði ótengt mánuði. Það þarf bara aðeins að endurskoða. Með þessu er ekki verið að segja að sleppa öllu í desember og bara liggja upp i sófa og bíða eftir að jólaandinn komi sjálfkrafa yfir. Heldur að dreifa álaginu og þannig halda i gleðina lengur. Auðvitað gerum við allskonar jólalegt í desember, en pössum álagið á okkur, börnin okkar og annað samferða fólk, Hlustum á hjartað, sálina og líkamann okkar og segjum stopp þegar við finnum að við þurfum þess. Hinir heilögu jóladagar skella á, sama hvað. Ef við dreifum álaginu getum við kannski notið þeirra betur og farið bara hress og kát inn í nýtt ár. Munum að það er i lagi að hægja á. Það gerir það samt engin fyrir okkur, við verðum að gera það sjálf.Jólin eru kertaljós og knús! Tökum utan um hvort annað, njótum líðandi stundar eins og við getum og munum að það er bara allt í lagi að líða allskonar og það koma fleiri mánuðir eftir desember! Höfundur er áhugakona um rólegheit og janúaraðdáandi.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun