Sport

Störðu á hvor annan í ellefu mínútur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oleksandr Usyk og Tyson Fury gáfu sig ekki í störukeppninni.
Oleksandr Usyk og Tyson Fury gáfu sig ekki í störukeppninni. getty/Richard Pelham

Síðasti blaðamannafundurinn fyrir bardaga Tysons Fury og Oleksandrs Usyk var sérstakur í meira lagi. Þeir störðu á hvor annan í rúmar ellefu mínútur.

Fury og Usyk mætast í Sádi-Arabíu á laugardaginn. Usyk vann bardaga þeirra í maí á þessu ári en það var fyrsta tap Furys á ferlinum.

Hvorugur þeirra hafði mikið að segja á blaðamannafundinum. Eftir hann var komið að störukeppninni þar sem keppendur standa á móti hvor öðrum. Hún stóð öllu lengur en búist var við.

Fury og Usyk störðu nefnilega á hvor annan í ellefu mínútur og tuttugu sekúndur. Skipuleggjendur bardagans reyndu að stöðva störukeppnina en boxararnir gáfu sig ekki.

Á endanum byrjuðu þeir að munnhöggvast og Fury var svo dreginn í burtu meðan hann öskraði á Usyk.

Úkraínumaðurinn hefur unnið alla 22 bardaga sína á atvinnumannaferlinum. Fury er með 34 sigra, eitt jafntefli og eitt tap í 36 bardögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×