Innlent

Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upp­hafi mælinga

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð klukkan 22:50 í gærkvöldi.
Skjálftinn varð klukkan 22:50 í gærkvöldi. Veðurstofan

Skjálfti 3,2 að stærð varð við Grjótarvatn, um 26 kílómetrum norður af Borgarnesi, klukkan 22:50 í gærkvöldi.

Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi fundist bæði í Lundarreykjadal og á Akranesi.

Fram kemur að þetta sé líklega stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga.

Eftirskjálftar hafa mælst og mældist sá stærsti 2,6 að stærð. Síðast mældist skjálfti yfir 3,0 að stærð á svæðinu þann 7. október 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×