Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2024 12:17 Gagnrýnið bréf Evrópuþingmanna er stílað á Gianni Infantino, forseta FIFA. Vísir/EPA Hópur Evrópuþingmanna hefur sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum af ákvörðun sambandsins um að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu. Hún veki spurningar um hvort FIFA láti sig mannréttindi varða. FIFA ákvað formlega að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu á fundi FIFA-ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin var þó í reynd löngu tekin í fámennri kreðsu í kringum Gianni Infantino, forseta sambandsins, sem kom því þannig fyrir að Sádar fengu mótið án mótframboðs. Ákvörðunin um að færa Sádum mótið á silfurfati var tekin þrátt fyrir loforð FIFA um taka tillit til stöðu mannréttindamála við val á gestgjöfum heimsmeistaramóta eftir mikinn úlfaþyt í kringum mótið í Katar árið 2022. Ástand mannréttindamála er þó enn verra í Sádi-Arabíu en Katar. Hvergi eru fleiri teknir af lífi á byggðu bóli ef miðað er við höfðatölu. Dauðarefsing liggur meðal annars við samkynhneigð, hjúskaparbrotum, guðlasti og að ganga af trúnni í Sádi-Arabíu. Heimsmeistaramótið er liður í umfangsmikilli fjárfestingu Sáda í alþjóðlegum íþróttum sem er ætlað að lappa upp á ímynd landsins með því sem hefur verið nefnt íþróttaþvotti. Þeir hafa meðal annars ausið fé í atvinnugolf, hnefaleika og fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna. Efasemdir um hversu annt FIFA er raunverulega um mannréttindi Í bréfi þrjátíu Evrópuþingmannanna sem Niels Fuglsang, fulltrúi danskra sósíalista, er í forsvari fyrir til Infantino segir að ákvörðunin grafi undan stofngildum FIFA og hversu annt sambandinu sé í raun og veru um mannréttindi. „Þessar ákvarðanir vekja alvarlega áhyggjur af því hver gildi FIFA eru og hvort sambandið styðji jafnrétti kynjanna, mannréttindi og umhverfislega sjálfbærni,“ segir í bréfinu sem dagblaðið Politico komst yfir. Hvetja þingmennirnir FIFA til þess að tryggja að knattspyrnuaðdáendur sæti ekki mismunun hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar, að íbúar í Sádi-Arabíu verði ekki fluttir nauðgunarflutningum í tengslum við mótið, að farandverkamenn verði ekki arðrændir og að loftslagsáætlun verði fylgt til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glenn Micallef, nýr íþróttamálstjóri Evrópusambandsins, gaf í skyn að sambandið gæti blandað sér í málið í ræðu á mánudag. Sjálfræði alþjóðlegra íþróttasambanda væri grunngildi evrópskra íþrótta en það væri þó ekki algilt lögmál. „Það verður að vega það upp á móti grunngildum alþjóðalaga, heimsgilda og mannréttinda,“ sagði Micallef. FIFA hefur verið gegnsýrt af spillingu um árabil. Sjö hátt settir embættismenn sambandsins voru handteknir í tengslum við spillingarrannsókn bandarískra yfirvalda rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Hneykslið varð til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, neyddist til þess að stíga til hliðar. Infantino tók við af Blatter og hét bót og betrun. Allt hefur þó leitað í sama farið hjá sambandinu aftur. Völd innan sambandsins hafa færst á færri hendur fámennrar kreðsu í kringum forsetann sem hefur hækkað laun sín og breytt reglum til þess að hann geti setið lengur í embætti. Evrópusambandið FIFA Sádi-Arabía HM 2034 í fótbolta Mannréttindi Fótbolti Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
FIFA ákvað formlega að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu á fundi FIFA-ráðsins í síðustu viku. Ákvörðunin var þó í reynd löngu tekin í fámennri kreðsu í kringum Gianni Infantino, forseta sambandsins, sem kom því þannig fyrir að Sádar fengu mótið án mótframboðs. Ákvörðunin um að færa Sádum mótið á silfurfati var tekin þrátt fyrir loforð FIFA um taka tillit til stöðu mannréttindamála við val á gestgjöfum heimsmeistaramóta eftir mikinn úlfaþyt í kringum mótið í Katar árið 2022. Ástand mannréttindamála er þó enn verra í Sádi-Arabíu en Katar. Hvergi eru fleiri teknir af lífi á byggðu bóli ef miðað er við höfðatölu. Dauðarefsing liggur meðal annars við samkynhneigð, hjúskaparbrotum, guðlasti og að ganga af trúnni í Sádi-Arabíu. Heimsmeistaramótið er liður í umfangsmikilli fjárfestingu Sáda í alþjóðlegum íþróttum sem er ætlað að lappa upp á ímynd landsins með því sem hefur verið nefnt íþróttaþvotti. Þeir hafa meðal annars ausið fé í atvinnugolf, hnefaleika og fleiri íþróttir fyrir utan knattspyrnuna. Efasemdir um hversu annt FIFA er raunverulega um mannréttindi Í bréfi þrjátíu Evrópuþingmannanna sem Niels Fuglsang, fulltrúi danskra sósíalista, er í forsvari fyrir til Infantino segir að ákvörðunin grafi undan stofngildum FIFA og hversu annt sambandinu sé í raun og veru um mannréttindi. „Þessar ákvarðanir vekja alvarlega áhyggjur af því hver gildi FIFA eru og hvort sambandið styðji jafnrétti kynjanna, mannréttindi og umhverfislega sjálfbærni,“ segir í bréfinu sem dagblaðið Politico komst yfir. Hvetja þingmennirnir FIFA til þess að tryggja að knattspyrnuaðdáendur sæti ekki mismunun hvort sem er á grundvelli kyns, kynþáttar, trúar eða kynhneigðar, að íbúar í Sádi-Arabíu verði ekki fluttir nauðgunarflutningum í tengslum við mótið, að farandverkamenn verði ekki arðrændir og að loftslagsáætlun verði fylgt til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Glenn Micallef, nýr íþróttamálstjóri Evrópusambandsins, gaf í skyn að sambandið gæti blandað sér í málið í ræðu á mánudag. Sjálfræði alþjóðlegra íþróttasambanda væri grunngildi evrópskra íþrótta en það væri þó ekki algilt lögmál. „Það verður að vega það upp á móti grunngildum alþjóðalaga, heimsgilda og mannréttinda,“ sagði Micallef. FIFA hefur verið gegnsýrt af spillingu um árabil. Sjö hátt settir embættismenn sambandsins voru handteknir í tengslum við spillingarrannsókn bandarískra yfirvalda rétt fyrir aðalþing þess árið 2015. Hneykslið varð til þess að Sepp Blatter, forseti sambandsins til fjölda ára, neyddist til þess að stíga til hliðar. Infantino tók við af Blatter og hét bót og betrun. Allt hefur þó leitað í sama farið hjá sambandinu aftur. Völd innan sambandsins hafa færst á færri hendur fámennrar kreðsu í kringum forsetann sem hefur hækkað laun sín og breytt reglum til þess að hann geti setið lengur í embætti.
Evrópusambandið FIFA Sádi-Arabía HM 2034 í fótbolta Mannréttindi Fótbolti Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira