Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2024 13:03 Theodór Francis biður pör um að setja sig í spor hver annarra. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk í parasamböndum til þess að hafa í huga hver tilgangurinn sé með því að gagnrýna. Hann segir að fyrir sér snúist gagnrýni um að rýna til gagns en ekki um að ná höggstað á þeim sem gagnrýnin beinist gegn. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Þar hvetur Theodór fólk til þess að fara sér hægar um jólin, um sé að ræða gríðarlega streituvaldandi tíma. Hann segir að gagnrýni í dag snúist of oft um aðfinnslur gegn einstaklingum og það eigi við um parasambönd, vináttur og vinnustaði. Hvernig myndi maður sjálfur vilja heyra þetta „Þetta fer svolítið eftir því ekki síst hvernig við ætlum að gagnrýna og hver er tilgangurinn með því að gagnrýna. Ef tilgangurinn er bara að koma höggi á hinn aðilann þá þurfum við að spá í bíddu af hverju viljum við koma höggi á hinn aðilann?“ Theodór segir að hann hafi alltaf litið svo á að gagnrýni snúist um að rýna til gagns. „En gagnrýni eins og hún birtist í dag er oft bara aðfinnslur á jafnvel karakter einstaklings, ekki á það sem hann er að gera.“ Hann nefnir skáldað dæmi um bílastæði heima hjá sér, ef hann yrði að gagnrýna eiginkonu sína fyrir lagningu bíls hennar. „Ef ég ætla að tala um það við hana og ætla að rýna í það til gagns, þá myndi ég á hlýjan og notalegan hátt segja henni að mér þætti svo vænt um ef minn bíll kæmist líka inn á bílastæðið. Mér myndi finnast það vera gagn-rýni.“ Theodór segir mikilvægt að hugsa um það hvernig maður myndi sjálfur vilja heyra gagnrýni. „Hvernig myndi ég vilja að maki minn myndi biðja mig um að breyta einhverjum hlutum? Hvaða aðferðir vil ég að minn maki noti til þess að fá mig til að breyta einhverjum hlutum?“ Algengt að sumir heyri aldrei það góða Hann bendir á að öllum finnist óþægilegt að vera gagnrýndir, það sé í eðli mannsins. Hann segir það afar algengt þegar hann fái fólk í ráðgjöf til sín að það hnussi þegar maki þeirra nefnir ástæður sem honum þyki jákvæðir í fari þeirra. Það sé erfitt. „Þá er ekki ólíklegt að sami aðili stórefist sjálfur eða sjálf um eigið ágæti. Sem er mjög algengt, að einstaklingar eru ekki með sjálfsmatið sitt og sjálfsvirðingu sína á réttum stað.“ Theodór segir mikilvægt að muna að enginn sé fullkominn. Mikilvægt sé að finna fyrir þakklæti fyrir makann og annað fólk í lífi manns. „Maður þarf að velja baráttur. Og maður þarf líka að minna sig á og það gildir bæði í parasambandi, vinnustað og í vináttu, er ég þakklátur fyrir þann einstakling sem ég er að takast á við í það skiptið?“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Þar hvetur Theodór fólk til þess að fara sér hægar um jólin, um sé að ræða gríðarlega streituvaldandi tíma. Hann segir að gagnrýni í dag snúist of oft um aðfinnslur gegn einstaklingum og það eigi við um parasambönd, vináttur og vinnustaði. Hvernig myndi maður sjálfur vilja heyra þetta „Þetta fer svolítið eftir því ekki síst hvernig við ætlum að gagnrýna og hver er tilgangurinn með því að gagnrýna. Ef tilgangurinn er bara að koma höggi á hinn aðilann þá þurfum við að spá í bíddu af hverju viljum við koma höggi á hinn aðilann?“ Theodór segir að hann hafi alltaf litið svo á að gagnrýni snúist um að rýna til gagns. „En gagnrýni eins og hún birtist í dag er oft bara aðfinnslur á jafnvel karakter einstaklings, ekki á það sem hann er að gera.“ Hann nefnir skáldað dæmi um bílastæði heima hjá sér, ef hann yrði að gagnrýna eiginkonu sína fyrir lagningu bíls hennar. „Ef ég ætla að tala um það við hana og ætla að rýna í það til gagns, þá myndi ég á hlýjan og notalegan hátt segja henni að mér þætti svo vænt um ef minn bíll kæmist líka inn á bílastæðið. Mér myndi finnast það vera gagn-rýni.“ Theodór segir mikilvægt að hugsa um það hvernig maður myndi sjálfur vilja heyra gagnrýni. „Hvernig myndi ég vilja að maki minn myndi biðja mig um að breyta einhverjum hlutum? Hvaða aðferðir vil ég að minn maki noti til þess að fá mig til að breyta einhverjum hlutum?“ Algengt að sumir heyri aldrei það góða Hann bendir á að öllum finnist óþægilegt að vera gagnrýndir, það sé í eðli mannsins. Hann segir það afar algengt þegar hann fái fólk í ráðgjöf til sín að það hnussi þegar maki þeirra nefnir ástæður sem honum þyki jákvæðir í fari þeirra. Það sé erfitt. „Þá er ekki ólíklegt að sami aðili stórefist sjálfur eða sjálf um eigið ágæti. Sem er mjög algengt, að einstaklingar eru ekki með sjálfsmatið sitt og sjálfsvirðingu sína á réttum stað.“ Theodór segir mikilvægt að muna að enginn sé fullkominn. Mikilvægt sé að finna fyrir þakklæti fyrir makann og annað fólk í lífi manns. „Maður þarf að velja baráttur. Og maður þarf líka að minna sig á og það gildir bæði í parasambandi, vinnustað og í vináttu, er ég þakklátur fyrir þann einstakling sem ég er að takast á við í það skiptið?“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Fleiri fréttir Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Sjá meira