Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Atli Ísleifsson skrifar 17. desember 2024 07:51 Lyfjastofnun Danmerkur hefur ákveðið að koma þessum nýju rannsóknum til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu. Getty Tvær nýjar rannsóknir vísindamanna við Háskólann í Suður-Danmörku (d. Syddansk Universitet) í Óðinsvéum benda til að mögulega séu auknar líkur á að þeir sem notist við þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic þrói með sér sjaldgæfan augnsjúkdóm, Naion. Á heimasíðu Lyfjastofnunar Danmerkur segir að í ljósi þessa hafi stofnunin leitað til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu um áhættumat á sviði lyfjagátar (PRAC) til að láta nefndina leggja mat á rannsóknirnar. „Síðustu sex mánuði höfum við legið yfir skýrslur og rannsóknir um hinn alvarlega augnsjúkdóm Naion í samstarfi við evrópska kollega okkar,“ segir Line Michan hjá dönsku Lyfjastofnuninni að því er segir í frétt DR. „Með þessum nýju gagnarannsóknum liggja nú fyrir umfangsmikil gögn úr dönskum og norskum skrám sem PRAC getur stuðst við.“ Í rannsóknunum kemur fram að þeir sem hafi notast við Ozempiz séu tvöfalt líklegri til að þróa með sér Naion en þeir sem hafi notast við önnur lyf. „Áður fyrr sáum við sextíu til sjötíu tilfelli Naion-greininga en nú sjáum við allt að hundrað og fimmtíu,“ segir Jakob Grauslund, prófessor í augnlækningum við SDU og einn meðhöfunda rannsóknarinnar. Fram kemur að ekki sé lagt til að sjúklingar sem notist við Ozempic hætti notkun lyfjanna. Naion sé enn mjög sjaldgæfur og enn séu mjög litlar líkur á að þeir sem noti lyfið þrói með sér sjúkdóminn. Michan leggur sömuleiðis áherslu á að á þessum tímapunkti er ekki hægt að slá því föstu hvort að það sé Ozempic sem valdi aukinni tíðni Naion-augnsjúkdómsins. Lyf Vísindi Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Danmörk Tengdar fréttir Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04 Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Á heimasíðu Lyfjastofnunar Danmerkur segir að í ljósi þessa hafi stofnunin leitað til nefndar Lyfjastofnunar Evrópu um áhættumat á sviði lyfjagátar (PRAC) til að láta nefndina leggja mat á rannsóknirnar. „Síðustu sex mánuði höfum við legið yfir skýrslur og rannsóknir um hinn alvarlega augnsjúkdóm Naion í samstarfi við evrópska kollega okkar,“ segir Line Michan hjá dönsku Lyfjastofnuninni að því er segir í frétt DR. „Með þessum nýju gagnarannsóknum liggja nú fyrir umfangsmikil gögn úr dönskum og norskum skrám sem PRAC getur stuðst við.“ Í rannsóknunum kemur fram að þeir sem hafi notast við Ozempiz séu tvöfalt líklegri til að þróa með sér Naion en þeir sem hafi notast við önnur lyf. „Áður fyrr sáum við sextíu til sjötíu tilfelli Naion-greininga en nú sjáum við allt að hundrað og fimmtíu,“ segir Jakob Grauslund, prófessor í augnlækningum við SDU og einn meðhöfunda rannsóknarinnar. Fram kemur að ekki sé lagt til að sjúklingar sem notist við Ozempic hætti notkun lyfjanna. Naion sé enn mjög sjaldgæfur og enn séu mjög litlar líkur á að þeir sem noti lyfið þrói með sér sjúkdóminn. Michan leggur sömuleiðis áherslu á að á þessum tímapunkti er ekki hægt að slá því föstu hvort að það sé Ozempic sem valdi aukinni tíðni Naion-augnsjúkdómsins.
Lyf Vísindi Heilbrigðismál Þyngdarstjórnunarlyf Danmörk Tengdar fréttir Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04 Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Sjá meira
Vonast til að fleiri fái niðurgreiðslu á sprautunni Kona sem sprautar sig með þyngdarstjórnunarlyfinu Wegovy vill að lyfið verði niðurgreitt í meira mæli. Hún fær enga niðurgreiðslu og sér fram á að borga rúmlega 300 þúsund á ári fyrir lyfið. 11. október 2024 22:04
Heimilislæknar upplifi stundum pressu á að skrifa lyfin út Dæmi eru um að heimilislæknar upplifi mikinn þrýsting frá skjólstæðingum um að fá þyngdarstjórnunarlyf uppáskrifuð. Þetta segir formaður Félags heimilislækna sem segir ásókn í lyfin gríðarlega og í samræmi við ákveðna hjarðhegðun Íslendinga. 9. október 2024 22:03