Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 21:33 Justin James í leik með Sacramento Kings á móti Phoenix Suns í janúar 2020. Getty/Christian Petersen Justin James er nýr leikmaður Álftnesinga í Bónus deild karla í körfubolta en um leið hefur félagið látið annan Bandaríkjamenn fara. Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. Justin James var valinn númer 40 í nýliðavalinu af Sacramento Kings árið 2019 og var í tvö ár hjá félaginu frá 2019 til 2021. Keflavík er því ekki lengur eina liðið í Bónus deild karla sem teflir fram fyrrum NBA leikmanni en Ty-Shon Alexander á þó bara 15 deildarleiki í NBA að baki. Hann bætti reyndar einum leik við í úrslitakeppninni. „James er tæplega tveggja metra hár bakvörður sem hefur leikið í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann var í tvö ár hjá Kings og þótti leika af krafti og var annálaður fyrir að vera virkur liðsfélagi,“ segir í frétt á miðlum Álftaness. Með Kings lék James 72 leiki og skoraði 3,2 stig í leik. Eftir tvö ár hjá Kings samdi hann við Cleveland Cavaliers og lék eitt tímabil í þróunardeild NBA (G-League) fyrir venslaliðið Cleveland Charge. James hóf tímabilið 2022 – 2023 í efstu deild Frakklands og lék þar fyrir eitt vinsælasta lið álfunnar Metropolitans 92, en þar var franska stjarnan Victor Wenbanyama í aðalhlutverki. James lék alls 12 leiki í Frakklandi, skoraði tæp 11 stig, tók rúm þrjú fráköst og gaf tæplega þrjár stoðsendingar. James lauk svo því tímabili í G-League en meiddist á ökkla undir lok tímabilsins og sat út síðustu leiktíð á meðan hann náði sér góðum. Næsti leikur hjá Álftanesliðinu er á móti Hetti á fimmtudagskvöldið. Bónus-deild karla UMF Álftanes NBA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Fleiri fréttir Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Sjá meira
Andrew Jones hefur sagt skilið við liðið og spilar því ekki fleiri leiki í búningi Álftaness. Í stað hans er kominn öflugur leikmaður sem á að baki tvö tímabil í NBA deildinni. Justin James var valinn númer 40 í nýliðavalinu af Sacramento Kings árið 2019 og var í tvö ár hjá félaginu frá 2019 til 2021. Keflavík er því ekki lengur eina liðið í Bónus deild karla sem teflir fram fyrrum NBA leikmanni en Ty-Shon Alexander á þó bara 15 deildarleiki í NBA að baki. Hann bætti reyndar einum leik við í úrslitakeppninni. „James er tæplega tveggja metra hár bakvörður sem hefur leikið í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann var í tvö ár hjá Kings og þótti leika af krafti og var annálaður fyrir að vera virkur liðsfélagi,“ segir í frétt á miðlum Álftaness. Með Kings lék James 72 leiki og skoraði 3,2 stig í leik. Eftir tvö ár hjá Kings samdi hann við Cleveland Cavaliers og lék eitt tímabil í þróunardeild NBA (G-League) fyrir venslaliðið Cleveland Charge. James hóf tímabilið 2022 – 2023 í efstu deild Frakklands og lék þar fyrir eitt vinsælasta lið álfunnar Metropolitans 92, en þar var franska stjarnan Victor Wenbanyama í aðalhlutverki. James lék alls 12 leiki í Frakklandi, skoraði tæp 11 stig, tók rúm þrjú fráköst og gaf tæplega þrjár stoðsendingar. James lauk svo því tímabili í G-League en meiddist á ökkla undir lok tímabilsins og sat út síðustu leiktíð á meðan hann náði sér góðum. Næsti leikur hjá Álftanesliðinu er á móti Hetti á fimmtudagskvöldið.
Bónus-deild karla UMF Álftanes NBA Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin: Báðar Bónus deildirnar og Liverpool Sport Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Fótbolti Conor McGregor ætlar að berjast við YouTube stjörnu Sport Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Fótbolti Fleiri fréttir Bikar á loft eftir Las Vegas jólasýningu Grikkjans Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Norðankonur áfram fullkomnar á heimavelli Uppgjör og viðtöl: Aþena - Haukar 64-77 | Haukakonur á toppinn Tindastólsstelpur skoruðu þrjátíu stig í röð Ræddu mögulegan þjálfarakapal milli Bónusdeildanna Kláraði NBA regnbogann eins og Shaq Álftnesingar semja við leikmann sem á að baki 72 leiki í NBA Friðrik Ingi hættur með Keflavíkurkonur Blóðtaka fyrir Njarðvík „Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Troðslur áberandi í tilþrifum vikunnar Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 98-88 | Dinkins sökkti Keflvíkingum Tryggvi í algjöru aðalhlutverki Lokaþáttur Kanans: Hetjan á Króknum og flugumferðarstjórinn Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? „Nenni ekki að hlusta á þetta væl“ „Góður sigur og mikilvægt að koma til baka eftir erfitt tap“ „Þarf sterk bein til að fara í gegnum svona mótvind“ „Fannst hann alltaf hitta þegar hann fékk boltann“ Uppgjörið: Grindavík-Valur 97-90 | Grindvíkingar héldu Val í fallsætinu Stigahæsti maður vallarins segir hlutina bara eiga eftir að batna „Verðum að hafa milliklassa leikmenn í deildinni annars er voðinn vís“ Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 89-78 | Þriðja tap Álftnesinga í röð Bronny með persónulegt stigamet Borche vill aftur með ÍR í úrslitaeinvígið: „Tel okkur geta valdið usla“ „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt Sjá meira