Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 17. desember 2024 17:16 Fanney Gunnarsdóttir áhugaljósmyndari fagnaði sjónarspilið að morgni 22. nóvember. Fanney Gunnarsdóttir Skær vígahnöttur náðist á mynd á föstudagsmorgni í nóvember. Þrátt fyrir að vera á stærð við steinvölu varð hann talsvert bjartari en skærustu stjörnuhröp er hann splundraðist á heiðskírum morgunhimninum. Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur segir að um sé að ræða talsvert bjartara stjörnuhrap en alla jafna. Eftir að hafa fengið ábendingar og síðar myndir af fyrirbærinu geti hann fullyrt að þarna hafi sprungið vígahnöttur. Að auki hefur hann reiknað út hversu stór vígahnötturinn var, og um það bil hvar og í hve mikilli hæð hann sprakk. „Þetta tiltekna fyrirbæri hefur verið lítil steinvala sem hefur verið á fleygiferð um sólkerfið í örugglega fjóra milljarða ára. Sem dag einn varð í vegi jarðarinnar, þannig að þegar húnstingur sér inn í andrúmsloftið og finnur fyrir núningi andrúmsloftsins, byrjar að lýsa og svo stenst hún ekki álagið og springur. Og þegar hann springur verður hann álíka skær eða skærari en Júpíter,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Vígahnötturinn auk annarra stjarna á himni ofan.Fanney Gunnarsdóttir Rykslóðin sem náðist á mynd Fanneyjar Gunnarsdóttur áhugaljósmyndara áætlar Sævar að hafi verið í yfir sextíu kílómetra hæð. Útreikningar hans sýna að vígahnötturinn hafi sprungið í um tólf gráðu hæð yfir sjóndeildarhring. Steinninn hafi líklega sprungið í um eða yfir 400 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem myndin var tekin eða tæpa 200 kílómetra vestur af Reykjavík, yfir hafinu milli Íslands og Grænlands. „Þetta eru yfirleitt bara örfáar sekúndur. Og yfirleitt alltaf er um að ræða frekar litla steina sem springa fyrir ofan okkur. Þeir eru yfirleitt um sentímetri plús á stærð og þegar þeir eru stærri þá valda þeir meira sjónarspili,“ segir Sævar. Sævar segir vígahnetti reglulega dúkka upp með þessum hætti, til að mynda hafi stærri og myndarlegri vígahnöttur splundrast nærri Reykjavík í lok síðasta árs. Sjá einnig: Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Árið 2022 náðist myndband af vígahnetti springa hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Hnötturinn kom ferðamönnum í Norðurljósaleiðangri svo sannarlega á óvart. Geimurinn Reykjavík Tengdar fréttir Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36 Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20 Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur segir að um sé að ræða talsvert bjartara stjörnuhrap en alla jafna. Eftir að hafa fengið ábendingar og síðar myndir af fyrirbærinu geti hann fullyrt að þarna hafi sprungið vígahnöttur. Að auki hefur hann reiknað út hversu stór vígahnötturinn var, og um það bil hvar og í hve mikilli hæð hann sprakk. „Þetta tiltekna fyrirbæri hefur verið lítil steinvala sem hefur verið á fleygiferð um sólkerfið í örugglega fjóra milljarða ára. Sem dag einn varð í vegi jarðarinnar, þannig að þegar húnstingur sér inn í andrúmsloftið og finnur fyrir núningi andrúmsloftsins, byrjar að lýsa og svo stenst hún ekki álagið og springur. Og þegar hann springur verður hann álíka skær eða skærari en Júpíter,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. Vígahnötturinn auk annarra stjarna á himni ofan.Fanney Gunnarsdóttir Rykslóðin sem náðist á mynd Fanneyjar Gunnarsdóttur áhugaljósmyndara áætlar Sævar að hafi verið í yfir sextíu kílómetra hæð. Útreikningar hans sýna að vígahnötturinn hafi sprungið í um tólf gráðu hæð yfir sjóndeildarhring. Steinninn hafi líklega sprungið í um eða yfir 400 kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem myndin var tekin eða tæpa 200 kílómetra vestur af Reykjavík, yfir hafinu milli Íslands og Grænlands. „Þetta eru yfirleitt bara örfáar sekúndur. Og yfirleitt alltaf er um að ræða frekar litla steina sem springa fyrir ofan okkur. Þeir eru yfirleitt um sentímetri plús á stærð og þegar þeir eru stærri þá valda þeir meira sjónarspili,“ segir Sævar. Sævar segir vígahnetti reglulega dúkka upp með þessum hætti, til að mynda hafi stærri og myndarlegri vígahnöttur splundrast nærri Reykjavík í lok síðasta árs. Sjá einnig: Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Árið 2022 náðist myndband af vígahnetti springa hjá Heimskautagerðinu við Raufarhöfn. Hnötturinn kom ferðamönnum í Norðurljósaleiðangri svo sannarlega á óvart.
Geimurinn Reykjavík Tengdar fréttir Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36 Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20 Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Sjá meira
Ýmsir dáðust að vígahnetti sem náðist á myndband Svokallaður vígahnöttur lýsti upp himininn á Vesturlandi um klukkan átta í morgun. 3. nóvember 2023 08:36
Vígahnöttur lýsti upp himininn Vígahnöttur lýsti upp norðurhimininn á ellefta tímanum í kvöld, og sást vel hér á landi. 12. september 2023 23:20
Loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Nuuk Loftsteinn flaug yfir Nuuk, höfuðborg Grænlands, á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Myndband náðist af atburðinum og þar sést hvernig loftsteinninn lýsir upp umhverfi sitt. Fjallað hefur verið um málið á vef danska ríkisútvarpsins. 4. janúar 2019 21:39