„Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2024 08:04 Borche Ilievski er mættur aftur í efstu deild. Hann ætlaði sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi en núna hefur hann verið hér á landi í átján ár með sinni fjölskyldu og er ekkert á förum. vísir/daníel „Líf okkar er á Íslandi,“ segir körfuboltaþjálfarinn Borche Ilievski sem ætlaði að stoppa stutt við á Íslandi með fjölskyldu sinni en nú, átján árum síðar, hafa þau fest rætur hér á landi. Á dögunum sögðum við ykkur frá frábæru gengi Bónus deildar lið ÍR í körfubolta sem hefur nú unnið fjóra leik í röð eftir að ráðist var í þjálfarabreytingar og Borche Ilievski ráðinn til starfa. Auk þess að þjálfa ÍR starfar Borche sem íþróttakennari í Landakotsskóla og hefur gert undanfarin þrjú ár. Þú ert allan daginn í íþróttasalnum. Hljóma eins og fullkomnar aðstæður. „Já klárlega,“ svarar Borche. „Síðustu þrjú ár hef ég starfað sem íþróttakennari hjá Landakotsskóla. Mínir dagar hefjast hér í íþróttasalnum hjá KR þar sem að ég kenni frá klukkan átta á morgnanna til klukkan tvö á daginn. Ég nýt þess að starfa í kringum þessi börn. Svo þarf maður að hvílast á milli, undirbúa sig og halda síðan aftur í íþróttasalinn að þjálfa ÍR. Ég nýt þessa fyrirkomulags, auðvitað getur það reynt á en er einnig mjög gaman. Í leik okkar gegn KR á dögunum voru flestir minna nemenda í stúkunni, og studdu auðvitað KR. En það var mjög gaman.“ Ætlaði að stoppa stutt á Íslandi Borche var þjálfari ÍR yfir sjö ára tímabil til ársins 2021 og gerði frábæra hluti með liðið en saga hans og fjölskyldunnar hér á landi teygir sig átján ár aftur í tímann þegar að þau fluttust hingað búferlum frá Norður-Makedóníu og Borche tók við liði KFÍ á Ísafirði. „Árið 2006 þegar að ég kem fyrst til Ísland og tek við KFÍ á Ísafirði varst þú þar sem krakki. Ég ætlaði bara stoppa stutt við á Íslandi. Á þessum tíma hafði ég verið valinn efnilegasti þjálfarinn í heimalandi mínu Norður-Makedóníu. Með því fóru hjólin að snúast og ég fékk atvinnutilboð frá Mið-Austurlöndum, Barein og Íslandi þá 31 árs gamall. Ég ákvað að reyna fyrir mér á Íslandi. Þannig hófst þessi saga. Fyrstu árunum varði ég á Ísafirði, átti þar frábær ár. Þaðan fórum við til Sauðárkróks og svo til Reykjavíkur. Okkur fjölskyldunni líður sífellt meira eins og Íslendingum. Þrátt fyrir að ég tali ekki íslensku. Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar. Líf okkar er á Íslandi og ég nýt þess að gefa til baka í gegnum körfuboltann, hvort sem það er í gegnum yngri landsliðin eða félagsliðin. Körfuboltinn er mitt líf.“ Bónus-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Á dögunum sögðum við ykkur frá frábæru gengi Bónus deildar lið ÍR í körfubolta sem hefur nú unnið fjóra leik í röð eftir að ráðist var í þjálfarabreytingar og Borche Ilievski ráðinn til starfa. Auk þess að þjálfa ÍR starfar Borche sem íþróttakennari í Landakotsskóla og hefur gert undanfarin þrjú ár. Þú ert allan daginn í íþróttasalnum. Hljóma eins og fullkomnar aðstæður. „Já klárlega,“ svarar Borche. „Síðustu þrjú ár hef ég starfað sem íþróttakennari hjá Landakotsskóla. Mínir dagar hefjast hér í íþróttasalnum hjá KR þar sem að ég kenni frá klukkan átta á morgnanna til klukkan tvö á daginn. Ég nýt þess að starfa í kringum þessi börn. Svo þarf maður að hvílast á milli, undirbúa sig og halda síðan aftur í íþróttasalinn að þjálfa ÍR. Ég nýt þessa fyrirkomulags, auðvitað getur það reynt á en er einnig mjög gaman. Í leik okkar gegn KR á dögunum voru flestir minna nemenda í stúkunni, og studdu auðvitað KR. En það var mjög gaman.“ Ætlaði að stoppa stutt á Íslandi Borche var þjálfari ÍR yfir sjö ára tímabil til ársins 2021 og gerði frábæra hluti með liðið en saga hans og fjölskyldunnar hér á landi teygir sig átján ár aftur í tímann þegar að þau fluttust hingað búferlum frá Norður-Makedóníu og Borche tók við liði KFÍ á Ísafirði. „Árið 2006 þegar að ég kem fyrst til Ísland og tek við KFÍ á Ísafirði varst þú þar sem krakki. Ég ætlaði bara stoppa stutt við á Íslandi. Á þessum tíma hafði ég verið valinn efnilegasti þjálfarinn í heimalandi mínu Norður-Makedóníu. Með því fóru hjólin að snúast og ég fékk atvinnutilboð frá Mið-Austurlöndum, Barein og Íslandi þá 31 árs gamall. Ég ákvað að reyna fyrir mér á Íslandi. Þannig hófst þessi saga. Fyrstu árunum varði ég á Ísafirði, átti þar frábær ár. Þaðan fórum við til Sauðárkróks og svo til Reykjavíkur. Okkur fjölskyldunni líður sífellt meira eins og Íslendingum. Þrátt fyrir að ég tali ekki íslensku. Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar. Líf okkar er á Íslandi og ég nýt þess að gefa til baka í gegnum körfuboltann, hvort sem það er í gegnum yngri landsliðin eða félagsliðin. Körfuboltinn er mitt líf.“
Bónus-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit