„Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar“ Aron Guðmundsson skrifar 16. desember 2024 08:04 Borche Ilievski er mættur aftur í efstu deild. Hann ætlaði sér aðeins að stoppa stutt við á Íslandi en núna hefur hann verið hér á landi í átján ár með sinni fjölskyldu og er ekkert á förum. vísir/daníel „Líf okkar er á Íslandi,“ segir körfuboltaþjálfarinn Borche Ilievski sem ætlaði að stoppa stutt við á Íslandi með fjölskyldu sinni en nú, átján árum síðar, hafa þau fest rætur hér á landi. Á dögunum sögðum við ykkur frá frábæru gengi Bónus deildar lið ÍR í körfubolta sem hefur nú unnið fjóra leik í röð eftir að ráðist var í þjálfarabreytingar og Borche Ilievski ráðinn til starfa. Auk þess að þjálfa ÍR starfar Borche sem íþróttakennari í Landakotsskóla og hefur gert undanfarin þrjú ár. Þú ert allan daginn í íþróttasalnum. Hljóma eins og fullkomnar aðstæður. „Já klárlega,“ svarar Borche. „Síðustu þrjú ár hef ég starfað sem íþróttakennari hjá Landakotsskóla. Mínir dagar hefjast hér í íþróttasalnum hjá KR þar sem að ég kenni frá klukkan átta á morgnanna til klukkan tvö á daginn. Ég nýt þess að starfa í kringum þessi börn. Svo þarf maður að hvílast á milli, undirbúa sig og halda síðan aftur í íþróttasalinn að þjálfa ÍR. Ég nýt þessa fyrirkomulags, auðvitað getur það reynt á en er einnig mjög gaman. Í leik okkar gegn KR á dögunum voru flestir minna nemenda í stúkunni, og studdu auðvitað KR. En það var mjög gaman.“ Ætlaði að stoppa stutt á Íslandi Borche var þjálfari ÍR yfir sjö ára tímabil til ársins 2021 og gerði frábæra hluti með liðið en saga hans og fjölskyldunnar hér á landi teygir sig átján ár aftur í tímann þegar að þau fluttust hingað búferlum frá Norður-Makedóníu og Borche tók við liði KFÍ á Ísafirði. „Árið 2006 þegar að ég kem fyrst til Ísland og tek við KFÍ á Ísafirði varst þú þar sem krakki. Ég ætlaði bara stoppa stutt við á Íslandi. Á þessum tíma hafði ég verið valinn efnilegasti þjálfarinn í heimalandi mínu Norður-Makedóníu. Með því fóru hjólin að snúast og ég fékk atvinnutilboð frá Mið-Austurlöndum, Barein og Íslandi þá 31 árs gamall. Ég ákvað að reyna fyrir mér á Íslandi. Þannig hófst þessi saga. Fyrstu árunum varði ég á Ísafirði, átti þar frábær ár. Þaðan fórum við til Sauðárkróks og svo til Reykjavíkur. Okkur fjölskyldunni líður sífellt meira eins og Íslendingum. Þrátt fyrir að ég tali ekki íslensku. Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar. Líf okkar er á Íslandi og ég nýt þess að gefa til baka í gegnum körfuboltann, hvort sem það er í gegnum yngri landsliðin eða félagsliðin. Körfuboltinn er mitt líf.“ Bónus-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Á dögunum sögðum við ykkur frá frábæru gengi Bónus deildar lið ÍR í körfubolta sem hefur nú unnið fjóra leik í röð eftir að ráðist var í þjálfarabreytingar og Borche Ilievski ráðinn til starfa. Auk þess að þjálfa ÍR starfar Borche sem íþróttakennari í Landakotsskóla og hefur gert undanfarin þrjú ár. Þú ert allan daginn í íþróttasalnum. Hljóma eins og fullkomnar aðstæður. „Já klárlega,“ svarar Borche. „Síðustu þrjú ár hef ég starfað sem íþróttakennari hjá Landakotsskóla. Mínir dagar hefjast hér í íþróttasalnum hjá KR þar sem að ég kenni frá klukkan átta á morgnanna til klukkan tvö á daginn. Ég nýt þess að starfa í kringum þessi börn. Svo þarf maður að hvílast á milli, undirbúa sig og halda síðan aftur í íþróttasalinn að þjálfa ÍR. Ég nýt þessa fyrirkomulags, auðvitað getur það reynt á en er einnig mjög gaman. Í leik okkar gegn KR á dögunum voru flestir minna nemenda í stúkunni, og studdu auðvitað KR. En það var mjög gaman.“ Ætlaði að stoppa stutt á Íslandi Borche var þjálfari ÍR yfir sjö ára tímabil til ársins 2021 og gerði frábæra hluti með liðið en saga hans og fjölskyldunnar hér á landi teygir sig átján ár aftur í tímann þegar að þau fluttust hingað búferlum frá Norður-Makedóníu og Borche tók við liði KFÍ á Ísafirði. „Árið 2006 þegar að ég kem fyrst til Ísland og tek við KFÍ á Ísafirði varst þú þar sem krakki. Ég ætlaði bara stoppa stutt við á Íslandi. Á þessum tíma hafði ég verið valinn efnilegasti þjálfarinn í heimalandi mínu Norður-Makedóníu. Með því fóru hjólin að snúast og ég fékk atvinnutilboð frá Mið-Austurlöndum, Barein og Íslandi þá 31 árs gamall. Ég ákvað að reyna fyrir mér á Íslandi. Þannig hófst þessi saga. Fyrstu árunum varði ég á Ísafirði, átti þar frábær ár. Þaðan fórum við til Sauðárkróks og svo til Reykjavíkur. Okkur fjölskyldunni líður sífellt meira eins og Íslendingum. Þrátt fyrir að ég tali ekki íslensku. Dætur mínar eru meiri Íslendingar heldur en Makedónar. Líf okkar er á Íslandi og ég nýt þess að gefa til baka í gegnum körfuboltann, hvort sem það er í gegnum yngri landsliðin eða félagsliðin. Körfuboltinn er mitt líf.“
Bónus-deild karla ÍR Körfubolti Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira